Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2020 14:59 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Alma D. Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna þríðjudaginn 21. apríl 2020. Lögreglan Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa sagt að skólahald geti hafist með hefðbundnu sniði þegar byrjað verður að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mánudaginn 4. maí. Þá stendur meðal annars til að hækka hámarksfjölda fólks sem má koma saman úr tuttugu í fimmtíu. Skólastarfinu verða engu að síður setta ákveðnar skorður. Þannig sagði Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að bann við samkomum fimmtíu manns eða fleiri muni gilda fyrir fullorðna einstaklinga í skólunum, jafnt starfsfólk sem foreldra. Fullorðnir þurfi ennfremur að virða tveggja metra nándarregluna en ekki börnin. Á skólasamkomum eins og vorhátíðum eða útskriftum verður fjöldi fullorðinna einnig takmarkaður við fimmtíu manns. Sagði Víðir að opið væri fyrir að skólar færu í vorferðir og önnur ferðalög að uppfylltum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði að öll starfsemi sem snýr að börnum verði með eðlilegum hætti eftir 4. maí í viðtali við Ríkisútvarpið í dag. Það ætti við um leik- og grunnskóla en einnig íþrótta- og tómstundastarf. Búist er við því að ráðherrann birti auglýsingu um hvernig aðgerðum til að hefta útbreiðslu veiruna frá 4. maí verður háttað í dag eða á morgun. Á upplýsingafundinum í dag sagði Víðir einnig að í auglýsingunni um breyttar aðgerðir verði kveðið á um breytingar sem geri líkamsræktarstöðvum, sem hefur þurft að loka vegna samkomubannsins, kleift að standa fyrir ákveðnum skipulögðum æfingum utandyra að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. 19. apríl 2020 18:48 Ekkert Reykjavíkurbarn veikst alvarlega af Covid-19 að sögn sviðsstjóra Af þeim fimmtíu og fimm starfsmönnum skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur sem sýkst hafa af Covid-19 hafa tveir veikst alvarlega og þurft á innlögn á sjúkrahús að halda. 21. apríl 2020 13:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa sagt að skólahald geti hafist með hefðbundnu sniði þegar byrjað verður að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mánudaginn 4. maí. Þá stendur meðal annars til að hækka hámarksfjölda fólks sem má koma saman úr tuttugu í fimmtíu. Skólastarfinu verða engu að síður setta ákveðnar skorður. Þannig sagði Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að bann við samkomum fimmtíu manns eða fleiri muni gilda fyrir fullorðna einstaklinga í skólunum, jafnt starfsfólk sem foreldra. Fullorðnir þurfi ennfremur að virða tveggja metra nándarregluna en ekki börnin. Á skólasamkomum eins og vorhátíðum eða útskriftum verður fjöldi fullorðinna einnig takmarkaður við fimmtíu manns. Sagði Víðir að opið væri fyrir að skólar færu í vorferðir og önnur ferðalög að uppfylltum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði að öll starfsemi sem snýr að börnum verði með eðlilegum hætti eftir 4. maí í viðtali við Ríkisútvarpið í dag. Það ætti við um leik- og grunnskóla en einnig íþrótta- og tómstundastarf. Búist er við því að ráðherrann birti auglýsingu um hvernig aðgerðum til að hefta útbreiðslu veiruna frá 4. maí verður háttað í dag eða á morgun. Á upplýsingafundinum í dag sagði Víðir einnig að í auglýsingunni um breyttar aðgerðir verði kveðið á um breytingar sem geri líkamsræktarstöðvum, sem hefur þurft að loka vegna samkomubannsins, kleift að standa fyrir ákveðnum skipulögðum æfingum utandyra að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. 19. apríl 2020 18:48 Ekkert Reykjavíkurbarn veikst alvarlega af Covid-19 að sögn sviðsstjóra Af þeim fimmtíu og fimm starfsmönnum skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur sem sýkst hafa af Covid-19 hafa tveir veikst alvarlega og þurft á innlögn á sjúkrahús að halda. 21. apríl 2020 13:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06
Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. 19. apríl 2020 18:48
Ekkert Reykjavíkurbarn veikst alvarlega af Covid-19 að sögn sviðsstjóra Af þeim fimmtíu og fimm starfsmönnum skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur sem sýkst hafa af Covid-19 hafa tveir veikst alvarlega og þurft á innlögn á sjúkrahús að halda. 21. apríl 2020 13:34