Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14.
Þar munu þau Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, og Alma D. Möller, landlæknir, fara yfir stöðu mála með tilliti til Covid-19-faraldursins hér á landi.
Sem fyrr verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í kerfum Vodafone og Símans.
Fylgjast má með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan og fyrir neðan spilarann má svo finna textalýsingu með því helsta sem fram fer á fundinum, sem er sá 51. í röðinni.
Uppfært: Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum í heild sinni.