Grípa til ráðstafana vegna stöðu hælisleitenda sem bíða brottvísunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. mars 2020 19:35 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hafa í hyggju að gera ráðstafanir varðandi stöðu hælisleitenda og brottvísanir í ljósi kórónuveirufaraldursins. Þannig hefur Útlendingastofnun ákveðið að breyta mati sínu á þeim aðstæðum sem geta leitt til þess að svokölluð Dyflinnarmál og verndarmál verði tekin til efnismeðferðar hér á landi og mun afturkalla sömu mál frá kærunefnd útlendingamála. Ráðstafanirnar kalla ekki á laga- eða relgugerðarbreytingu. Sem stendur eru um 240 mál til meðferðar í kerfinu, það er hjá Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála eða sem bíða brottvísunar. Ekki liggur fyrir nákvæmlega til hversu margra af þeim hópi breyttar ráðstafanir munu hafa áhrif á en unnið er að því að taka það saman. „Þetta mun leiða til þess að mál umsækjenda í Dyflinnar- og verndarmálum sem áður hafa fengið neikvæða niðurstöðu og eru enn hér á landi eiga möguleika á að fá efnismeðferð hjá Útlendingastofnun og þar af leiðandi vernd hér á landi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Þetta muni meðal annars ná til fjölskyldna sem hlotið hafa vernd í Grikklandi og Ítalíu. Þetta þýðir þó ekki að brottvísunum verði alfarið hætt þótt þeim sé ekki beitt líkt og sakir standa nú. „Endursendingar eru ekki framkvæmanlegar núna en við viljum eyða þeirri óvissu sem er uppi fyrir ákveðinn hóp sem bíður hér eftir niðurstöðu eða brottvísun og eiga þá möguleika á að sá hópur geti fengið upptöku sinna mála og efnislega meðferð sinna mála,“ segir Áslaug. „Það er alveg ljóst að með þeim hætti erum við að veita fleirum vernd af því að fjöldi af þessum hópi hefur nú þegar fengið þá viðurkenningu annars staðar í Evrópu.“ Áslaug segir ekki ljóst hve hátt hlutfall þeirra mála sem tekin verða til efnismeðferðar muni fá jákvæða niðurstöðu. Hún kveðst þó gera ráð fyrir að hlutfallið verði nokkuð hátt þar sem töluverður fjöldi í hópi þeirra sem umræddar breytingar ná til hafi þegar hlotið viðurkenningu á alþjóðlegri vernd. „Markmiðið með breyttu mati er að draga úr óvissu umsækjenda, ekki síst barna sem bíða nú í kerfinu og ljóst er að verði hér í einhvern lengri tíma vegna COVID-19,“ segir Áslaug. Faraldurinn hafi vissulega áhrif á málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd líkt og alla aðra. „Við þurfum auðvitað að bregðast við í þessum málum líkt og öðrum vegna þessa ástands sem að uppi er og það er ljóst að staðan í Evrópu og víðar er með þeim hætti að það er ekki stætt að senda Dyflinnar- eða verndarmál, þá sem hafa hlotið vernd í öðru ríki í Evrópu eða komi hér á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til baka. Hælisleitendur Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Stjórnvöld hafa í hyggju að gera ráðstafanir varðandi stöðu hælisleitenda og brottvísanir í ljósi kórónuveirufaraldursins. Þannig hefur Útlendingastofnun ákveðið að breyta mati sínu á þeim aðstæðum sem geta leitt til þess að svokölluð Dyflinnarmál og verndarmál verði tekin til efnismeðferðar hér á landi og mun afturkalla sömu mál frá kærunefnd útlendingamála. Ráðstafanirnar kalla ekki á laga- eða relgugerðarbreytingu. Sem stendur eru um 240 mál til meðferðar í kerfinu, það er hjá Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála eða sem bíða brottvísunar. Ekki liggur fyrir nákvæmlega til hversu margra af þeim hópi breyttar ráðstafanir munu hafa áhrif á en unnið er að því að taka það saman. „Þetta mun leiða til þess að mál umsækjenda í Dyflinnar- og verndarmálum sem áður hafa fengið neikvæða niðurstöðu og eru enn hér á landi eiga möguleika á að fá efnismeðferð hjá Útlendingastofnun og þar af leiðandi vernd hér á landi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Þetta muni meðal annars ná til fjölskyldna sem hlotið hafa vernd í Grikklandi og Ítalíu. Þetta þýðir þó ekki að brottvísunum verði alfarið hætt þótt þeim sé ekki beitt líkt og sakir standa nú. „Endursendingar eru ekki framkvæmanlegar núna en við viljum eyða þeirri óvissu sem er uppi fyrir ákveðinn hóp sem bíður hér eftir niðurstöðu eða brottvísun og eiga þá möguleika á að sá hópur geti fengið upptöku sinna mála og efnislega meðferð sinna mála,“ segir Áslaug. „Það er alveg ljóst að með þeim hætti erum við að veita fleirum vernd af því að fjöldi af þessum hópi hefur nú þegar fengið þá viðurkenningu annars staðar í Evrópu.“ Áslaug segir ekki ljóst hve hátt hlutfall þeirra mála sem tekin verða til efnismeðferðar muni fá jákvæða niðurstöðu. Hún kveðst þó gera ráð fyrir að hlutfallið verði nokkuð hátt þar sem töluverður fjöldi í hópi þeirra sem umræddar breytingar ná til hafi þegar hlotið viðurkenningu á alþjóðlegri vernd. „Markmiðið með breyttu mati er að draga úr óvissu umsækjenda, ekki síst barna sem bíða nú í kerfinu og ljóst er að verði hér í einhvern lengri tíma vegna COVID-19,“ segir Áslaug. Faraldurinn hafi vissulega áhrif á málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd líkt og alla aðra. „Við þurfum auðvitað að bregðast við í þessum málum líkt og öðrum vegna þessa ástands sem að uppi er og það er ljóst að staðan í Evrópu og víðar er með þeim hætti að það er ekki stætt að senda Dyflinnar- eða verndarmál, þá sem hafa hlotið vernd í öðru ríki í Evrópu eða komi hér á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til baka.
Hælisleitendur Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira