Grípa til ráðstafana vegna stöðu hælisleitenda sem bíða brottvísunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. mars 2020 19:35 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hafa í hyggju að gera ráðstafanir varðandi stöðu hælisleitenda og brottvísanir í ljósi kórónuveirufaraldursins. Þannig hefur Útlendingastofnun ákveðið að breyta mati sínu á þeim aðstæðum sem geta leitt til þess að svokölluð Dyflinnarmál og verndarmál verði tekin til efnismeðferðar hér á landi og mun afturkalla sömu mál frá kærunefnd útlendingamála. Ráðstafanirnar kalla ekki á laga- eða relgugerðarbreytingu. Sem stendur eru um 240 mál til meðferðar í kerfinu, það er hjá Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála eða sem bíða brottvísunar. Ekki liggur fyrir nákvæmlega til hversu margra af þeim hópi breyttar ráðstafanir munu hafa áhrif á en unnið er að því að taka það saman. „Þetta mun leiða til þess að mál umsækjenda í Dyflinnar- og verndarmálum sem áður hafa fengið neikvæða niðurstöðu og eru enn hér á landi eiga möguleika á að fá efnismeðferð hjá Útlendingastofnun og þar af leiðandi vernd hér á landi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Þetta muni meðal annars ná til fjölskyldna sem hlotið hafa vernd í Grikklandi og Ítalíu. Þetta þýðir þó ekki að brottvísunum verði alfarið hætt þótt þeim sé ekki beitt líkt og sakir standa nú. „Endursendingar eru ekki framkvæmanlegar núna en við viljum eyða þeirri óvissu sem er uppi fyrir ákveðinn hóp sem bíður hér eftir niðurstöðu eða brottvísun og eiga þá möguleika á að sá hópur geti fengið upptöku sinna mála og efnislega meðferð sinna mála,“ segir Áslaug. „Það er alveg ljóst að með þeim hætti erum við að veita fleirum vernd af því að fjöldi af þessum hópi hefur nú þegar fengið þá viðurkenningu annars staðar í Evrópu.“ Áslaug segir ekki ljóst hve hátt hlutfall þeirra mála sem tekin verða til efnismeðferðar muni fá jákvæða niðurstöðu. Hún kveðst þó gera ráð fyrir að hlutfallið verði nokkuð hátt þar sem töluverður fjöldi í hópi þeirra sem umræddar breytingar ná til hafi þegar hlotið viðurkenningu á alþjóðlegri vernd. „Markmiðið með breyttu mati er að draga úr óvissu umsækjenda, ekki síst barna sem bíða nú í kerfinu og ljóst er að verði hér í einhvern lengri tíma vegna COVID-19,“ segir Áslaug. Faraldurinn hafi vissulega áhrif á málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd líkt og alla aðra. „Við þurfum auðvitað að bregðast við í þessum málum líkt og öðrum vegna þessa ástands sem að uppi er og það er ljóst að staðan í Evrópu og víðar er með þeim hætti að það er ekki stætt að senda Dyflinnar- eða verndarmál, þá sem hafa hlotið vernd í öðru ríki í Evrópu eða komi hér á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til baka. Hælisleitendur Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Stjórnvöld hafa í hyggju að gera ráðstafanir varðandi stöðu hælisleitenda og brottvísanir í ljósi kórónuveirufaraldursins. Þannig hefur Útlendingastofnun ákveðið að breyta mati sínu á þeim aðstæðum sem geta leitt til þess að svokölluð Dyflinnarmál og verndarmál verði tekin til efnismeðferðar hér á landi og mun afturkalla sömu mál frá kærunefnd útlendingamála. Ráðstafanirnar kalla ekki á laga- eða relgugerðarbreytingu. Sem stendur eru um 240 mál til meðferðar í kerfinu, það er hjá Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála eða sem bíða brottvísunar. Ekki liggur fyrir nákvæmlega til hversu margra af þeim hópi breyttar ráðstafanir munu hafa áhrif á en unnið er að því að taka það saman. „Þetta mun leiða til þess að mál umsækjenda í Dyflinnar- og verndarmálum sem áður hafa fengið neikvæða niðurstöðu og eru enn hér á landi eiga möguleika á að fá efnismeðferð hjá Útlendingastofnun og þar af leiðandi vernd hér á landi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Þetta muni meðal annars ná til fjölskyldna sem hlotið hafa vernd í Grikklandi og Ítalíu. Þetta þýðir þó ekki að brottvísunum verði alfarið hætt þótt þeim sé ekki beitt líkt og sakir standa nú. „Endursendingar eru ekki framkvæmanlegar núna en við viljum eyða þeirri óvissu sem er uppi fyrir ákveðinn hóp sem bíður hér eftir niðurstöðu eða brottvísun og eiga þá möguleika á að sá hópur geti fengið upptöku sinna mála og efnislega meðferð sinna mála,“ segir Áslaug. „Það er alveg ljóst að með þeim hætti erum við að veita fleirum vernd af því að fjöldi af þessum hópi hefur nú þegar fengið þá viðurkenningu annars staðar í Evrópu.“ Áslaug segir ekki ljóst hve hátt hlutfall þeirra mála sem tekin verða til efnismeðferðar muni fá jákvæða niðurstöðu. Hún kveðst þó gera ráð fyrir að hlutfallið verði nokkuð hátt þar sem töluverður fjöldi í hópi þeirra sem umræddar breytingar ná til hafi þegar hlotið viðurkenningu á alþjóðlegri vernd. „Markmiðið með breyttu mati er að draga úr óvissu umsækjenda, ekki síst barna sem bíða nú í kerfinu og ljóst er að verði hér í einhvern lengri tíma vegna COVID-19,“ segir Áslaug. Faraldurinn hafi vissulega áhrif á málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd líkt og alla aðra. „Við þurfum auðvitað að bregðast við í þessum málum líkt og öðrum vegna þessa ástands sem að uppi er og það er ljóst að staðan í Evrópu og víðar er með þeim hætti að það er ekki stætt að senda Dyflinnar- eða verndarmál, þá sem hafa hlotið vernd í öðru ríki í Evrópu eða komi hér á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til baka.
Hælisleitendur Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira