Marshall-áætlun FIFA í bígerð Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 19:30 FIFA ætlar að bregðast við vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirunnar. VÍSIR/GETTY FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur úr gríðarháum fjárhæðum að moða til að hlaupa undir bagga með knattspyrnufélögum og deildum sem um allan heim finna fyrir efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt frétt Reuters er FIFA nú komið vel á veg með að útbúa „Fótbolta Marshall-áætlun“ í anda aðstoðarinnar sem Bandaríkin ákváðu að veita löndum í Vestur- og Suður-Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina. FIFA býr yfir digrum sjóðum sem metnir eru á 2,7 milljarða Bandaríkjadala eða hátt í 400 milljarða króna, en óvíst er hve djúpt í þá sjóði sambandið er tilbúið að fara. Starfshópur á vegum FIFA hefur undanfarið kannað þau efnahagslegu áhrif sem kórónuveiran hefur í för með sér fyrir fótboltaheiminn og talsmaður FIFA sagði við Reuters að sambandið gerði sér vel grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingarnar væru. Margir munu standa eftir afar illa staddir „Þetta getur valdið truflunum og hamlað getu aðildarsambanda FIFA og annarra aðila eins og deilda og knattspyrnufélaga til að þróa, fjármagna og halda áfram fótboltastarfi á öllum stigum leiksins, hvort sem er á atvinnumannastigi eða ekki, eða í yngri flokkum og grasrótarstarfi,“ sagði talsmaður FIFA og bætti við: „Það er fyrirséð að í mörgum hlutum heimsins munu stóri hópar fólks sem tengjast fótbolta, leikmenn úr röðum karla og kvenna, standa eftir í gríðarlega erfiðum fjárhagsaðstæðum.“ Segir talsmaður FIFA það skyldu sambandsins að koma til hjálpar. Hins vegar er óljóst með hvaða hætti það verður útfært en FIFA mun ráðfæra sig í þessari viku við aðildarsambönd sín. Nær öllum fótboltakeppnum heimsins hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins og keppnir á borð við EM karla og Copa America, sem fara áttu fram í sumar, færðar til ársins 2021. FIFA Fótbolti Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Sjá meira
FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur úr gríðarháum fjárhæðum að moða til að hlaupa undir bagga með knattspyrnufélögum og deildum sem um allan heim finna fyrir efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt frétt Reuters er FIFA nú komið vel á veg með að útbúa „Fótbolta Marshall-áætlun“ í anda aðstoðarinnar sem Bandaríkin ákváðu að veita löndum í Vestur- og Suður-Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina. FIFA býr yfir digrum sjóðum sem metnir eru á 2,7 milljarða Bandaríkjadala eða hátt í 400 milljarða króna, en óvíst er hve djúpt í þá sjóði sambandið er tilbúið að fara. Starfshópur á vegum FIFA hefur undanfarið kannað þau efnahagslegu áhrif sem kórónuveiran hefur í för með sér fyrir fótboltaheiminn og talsmaður FIFA sagði við Reuters að sambandið gerði sér vel grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingarnar væru. Margir munu standa eftir afar illa staddir „Þetta getur valdið truflunum og hamlað getu aðildarsambanda FIFA og annarra aðila eins og deilda og knattspyrnufélaga til að þróa, fjármagna og halda áfram fótboltastarfi á öllum stigum leiksins, hvort sem er á atvinnumannastigi eða ekki, eða í yngri flokkum og grasrótarstarfi,“ sagði talsmaður FIFA og bætti við: „Það er fyrirséð að í mörgum hlutum heimsins munu stóri hópar fólks sem tengjast fótbolta, leikmenn úr röðum karla og kvenna, standa eftir í gríðarlega erfiðum fjárhagsaðstæðum.“ Segir talsmaður FIFA það skyldu sambandsins að koma til hjálpar. Hins vegar er óljóst með hvaða hætti það verður útfært en FIFA mun ráðfæra sig í þessari viku við aðildarsambönd sín. Nær öllum fótboltakeppnum heimsins hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins og keppnir á borð við EM karla og Copa America, sem fara áttu fram í sumar, færðar til ársins 2021.
FIFA Fótbolti Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Sjá meira