Svona er lífið í Húsdýragarðinum þegar hann er lokaður gestum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. mars 2020 20:30 Þrátt fyrir að Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hafi verið lokað vegna kórónuveirunnar er starfsemi þar enn í fullum gangi. Starfsmenn bíða nú eftir því að taka á móti kiðlingum og eru þeir sammála um að vinnustaðurinn sé ákveðinn griðarstaður frá áhyggjum af faraldrinum. Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hefur verið lokað fyrir gesti vegna faraldurs kórónuveirunnar. Dýrin þurfa þó enn á fæði, umsjón og alúð að halda líkt og við mannfólkið. Endurskipuleggja þurfti starfsemi garðsins og eru nær allir starfsmenn skrifstofu Húsdýragarðsins orðnir dýrahirðar. Hér má sjá grísina Trítil, Trausta, Trölla og Tralla sem heita eftir flugeldapakka Björgunarsveitarinnar og eru þriggja vikna gamlir. „Ég hugsa að það séu ágætar líkur á því að þessir litlu grísir hafi litla hugmynd um það hvernig ástandið er í heiminum í dag. En þó að gestum sé óheimilt að koma í garðinn vegna ástandsins þá fá þeir næga athygli frá starfsmönnum.“ Líkt og sjá má er enginn á ferli í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum enda lokaður.Arnar Halldórsson Mikið er um nýtt líf í garðinum. Þessir kálfar í sjónvarpsfréttinni eru nokkurra vikna og svo er mikil spenna fyrir kiðlingum sem starfsmenn bíða nú eftir að taka á móti. Deildarstjóri segir að gestir garðsins séu alltaf spenntir fyrir kiðlingum. „Það eru að koma páskar og þá er það oft þannig að fólk vill gera sér dagamun og kíkja í heimsókn til okkar. Kíkja á kiðlingana en ég veit ekki hvernig það verður þetta árið. Kannski verðum við að horfa á þá í einhverju streymi,“ sagði Sigrún Thorlacius, deildarstjóri fræðslu-, nýsköpunar og umhverfismála hjá Húsdýragarðinum. Vinnan ákveðinn griðarstaður Dýrin í garðinum eru flest vön gestagangi og því ákveðin viðbrigði fyrir þau að sjá fáa á ferli. „Það virðist vera róleg stemning yfir þeim. Kannski helst að það kemur þeim á óvart þegar við göngum í gegnum húsin. Til dæmis opnaði ég dyrnar fyrir utan fjárhúsin og hestunum krossbrá að það væri einhver að ganga um,“ sagði Guðrún Pála Jónsdóttir, dýrahirðir í Húsdýragarðinum. Guðrún segir Húsdýragarðinn ákveðinn griðarstað frá áhyggjum af ástandinu í heiminum „Þetta er rosa mikill griðarstaður og búið að bjarga geðheilsunni að geta komið og verið í kringum dýrin. Maður gleymir sér alveg þegar maður er að vinna hér,“ sagði Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Reykjavík Grín og gaman Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Sjá meira
Þrátt fyrir að Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hafi verið lokað vegna kórónuveirunnar er starfsemi þar enn í fullum gangi. Starfsmenn bíða nú eftir því að taka á móti kiðlingum og eru þeir sammála um að vinnustaðurinn sé ákveðinn griðarstaður frá áhyggjum af faraldrinum. Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hefur verið lokað fyrir gesti vegna faraldurs kórónuveirunnar. Dýrin þurfa þó enn á fæði, umsjón og alúð að halda líkt og við mannfólkið. Endurskipuleggja þurfti starfsemi garðsins og eru nær allir starfsmenn skrifstofu Húsdýragarðsins orðnir dýrahirðar. Hér má sjá grísina Trítil, Trausta, Trölla og Tralla sem heita eftir flugeldapakka Björgunarsveitarinnar og eru þriggja vikna gamlir. „Ég hugsa að það séu ágætar líkur á því að þessir litlu grísir hafi litla hugmynd um það hvernig ástandið er í heiminum í dag. En þó að gestum sé óheimilt að koma í garðinn vegna ástandsins þá fá þeir næga athygli frá starfsmönnum.“ Líkt og sjá má er enginn á ferli í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum enda lokaður.Arnar Halldórsson Mikið er um nýtt líf í garðinum. Þessir kálfar í sjónvarpsfréttinni eru nokkurra vikna og svo er mikil spenna fyrir kiðlingum sem starfsmenn bíða nú eftir að taka á móti. Deildarstjóri segir að gestir garðsins séu alltaf spenntir fyrir kiðlingum. „Það eru að koma páskar og þá er það oft þannig að fólk vill gera sér dagamun og kíkja í heimsókn til okkar. Kíkja á kiðlingana en ég veit ekki hvernig það verður þetta árið. Kannski verðum við að horfa á þá í einhverju streymi,“ sagði Sigrún Thorlacius, deildarstjóri fræðslu-, nýsköpunar og umhverfismála hjá Húsdýragarðinum. Vinnan ákveðinn griðarstaður Dýrin í garðinum eru flest vön gestagangi og því ákveðin viðbrigði fyrir þau að sjá fáa á ferli. „Það virðist vera róleg stemning yfir þeim. Kannski helst að það kemur þeim á óvart þegar við göngum í gegnum húsin. Til dæmis opnaði ég dyrnar fyrir utan fjárhúsin og hestunum krossbrá að það væri einhver að ganga um,“ sagði Guðrún Pála Jónsdóttir, dýrahirðir í Húsdýragarðinum. Guðrún segir Húsdýragarðinn ákveðinn griðarstað frá áhyggjum af ástandinu í heiminum „Þetta er rosa mikill griðarstaður og búið að bjarga geðheilsunni að geta komið og verið í kringum dýrin. Maður gleymir sér alveg þegar maður er að vinna hér,“ sagði Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Reykjavík Grín og gaman Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Sjá meira