Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2020 20:36 Hinn 51 árs gamli Gabriel Wortman var skotinn til bana í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð frá fyrsta staðnum sem hann réðst á. AP/Andrew Vaughan Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. Eldar sem kviknuðu í húsum sem árásarmaðurinn réðst á hafa þó gert rannsakendum erfitt fyrir og lögreglan telur líklegt að hinum látnu muni fjölga áfram. Árásin, sem stóð yfir í um tólf klukkustundir, er sú mannskæðasta í sögu Kanada. Hinn 51 árs gamli Gabriel Wortman var klæddur lögreglubúningi og keyrði um á bíl sem hann hafði látið breyta svo hann liti út eins og lögreglubíll. Hann fór um dreifbýlt svæði við Cobequid flóa og og skaut eins og áður segir, minnst átján til bana á aðfaranótt sunnudags. Þar á meðal lögreglukonu. Hann var svo skotinn til bana af lögreglu. Margir árásarstaðir Lögreglan hefur alls sextán vettvanga til rannsóknar og eru rúmir 50 kílómetrar á milli fyrsta vettvangsins og staðarins þar sem Wortman var skotinn, samkvæmt CBC í Kanada. Allir hinir látnu voru fullorðnir og Wortman þekkti einhverja þeirra. Yfirmenn lögreglunnar hafa ekki tjáð sig um margar hliðar málsins og segja það enn til rannsóknar. Þar á meðal eru tengsl Wortman við fórnarlömb hans. Hann var ekki þekktur af lögreglu og ekkert liggur fyrir um tilefni árásanna. Þó er talið líklegt að upphaf árásanna hafi ekki verið af handahófi. Lögreglan hefur leitt líkur að því að Wortman hafi skipulagt fyrsta hluta árásanna en farið svo að ráðast á fólk af handahófi. Yfirmaður lögreglunnar segist ekki telja að um hryðjuverk sé að ræða. Lögreglan hefur ekki viljað segja hvernig vopn Wortman notaði við árásina. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag kom fram í máli forsvarsmanna lögreglunnar að það reyndist lögregluþjónum erfiðara að finna Wortman vegna bílsins sem hann var á og fötunum sem hann var klæddur í. Fólk taldi lögregluþjón vera á ferðinni. Wortman vann við að gera falskar tennur og starfaði hann í bænum Dartmouth. Nágranni hans sem blaðamenn CBC ræddu við segir hann hafa búið bæði í Dartmouth og Portapique. Árásarmaðurinn vann við gerð falskra tanna.AP/Andrew Vaughan Fyrsta útkallið barst frá Portapique. Þar fundust nokkur lík. Skömmu seinna sáu íbúar eld þar skammt frá. Við það bættist annar eldur lengra frá ogsá þriðji enn fjær. Eins og áður hefur komið fram var leið Wortman löng. Svo virðist sem hann hafi farið inn á heimili fólks og skotið það til bana og kveikt í húsunum. Hann var að endingu felldur í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð frá vettvangi fyrstu árásarinnar. Það var við eina stærstu hraðbraut Nova Scotia. Nánar tiltekið á bensínstöð í bænum Enfield, 35 kílómetra norður af Halifax. Kanada Tengdar fréttir Sextán látnir eftir skotárásina í Kanada Sextán létust í skotárás í Nova Scotia um helgina eftir að árásarmaður hóf skothríð á nokkrum stöðum í fylkinu. 20. apríl 2020 07:40 Lögreglukona á meðal yfir tíu látinna í Portapique Á meðal þeirra sem létust í skotárás í smábænum Portapique í Kanada síðustu nótt var lögreglukonan Heidi Stevenson. 19. apríl 2020 21:18 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. Eldar sem kviknuðu í húsum sem árásarmaðurinn réðst á hafa þó gert rannsakendum erfitt fyrir og lögreglan telur líklegt að hinum látnu muni fjölga áfram. Árásin, sem stóð yfir í um tólf klukkustundir, er sú mannskæðasta í sögu Kanada. Hinn 51 árs gamli Gabriel Wortman var klæddur lögreglubúningi og keyrði um á bíl sem hann hafði látið breyta svo hann liti út eins og lögreglubíll. Hann fór um dreifbýlt svæði við Cobequid flóa og og skaut eins og áður segir, minnst átján til bana á aðfaranótt sunnudags. Þar á meðal lögreglukonu. Hann var svo skotinn til bana af lögreglu. Margir árásarstaðir Lögreglan hefur alls sextán vettvanga til rannsóknar og eru rúmir 50 kílómetrar á milli fyrsta vettvangsins og staðarins þar sem Wortman var skotinn, samkvæmt CBC í Kanada. Allir hinir látnu voru fullorðnir og Wortman þekkti einhverja þeirra. Yfirmenn lögreglunnar hafa ekki tjáð sig um margar hliðar málsins og segja það enn til rannsóknar. Þar á meðal eru tengsl Wortman við fórnarlömb hans. Hann var ekki þekktur af lögreglu og ekkert liggur fyrir um tilefni árásanna. Þó er talið líklegt að upphaf árásanna hafi ekki verið af handahófi. Lögreglan hefur leitt líkur að því að Wortman hafi skipulagt fyrsta hluta árásanna en farið svo að ráðast á fólk af handahófi. Yfirmaður lögreglunnar segist ekki telja að um hryðjuverk sé að ræða. Lögreglan hefur ekki viljað segja hvernig vopn Wortman notaði við árásina. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag kom fram í máli forsvarsmanna lögreglunnar að það reyndist lögregluþjónum erfiðara að finna Wortman vegna bílsins sem hann var á og fötunum sem hann var klæddur í. Fólk taldi lögregluþjón vera á ferðinni. Wortman vann við að gera falskar tennur og starfaði hann í bænum Dartmouth. Nágranni hans sem blaðamenn CBC ræddu við segir hann hafa búið bæði í Dartmouth og Portapique. Árásarmaðurinn vann við gerð falskra tanna.AP/Andrew Vaughan Fyrsta útkallið barst frá Portapique. Þar fundust nokkur lík. Skömmu seinna sáu íbúar eld þar skammt frá. Við það bættist annar eldur lengra frá ogsá þriðji enn fjær. Eins og áður hefur komið fram var leið Wortman löng. Svo virðist sem hann hafi farið inn á heimili fólks og skotið það til bana og kveikt í húsunum. Hann var að endingu felldur í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð frá vettvangi fyrstu árásarinnar. Það var við eina stærstu hraðbraut Nova Scotia. Nánar tiltekið á bensínstöð í bænum Enfield, 35 kílómetra norður af Halifax.
Kanada Tengdar fréttir Sextán látnir eftir skotárásina í Kanada Sextán létust í skotárás í Nova Scotia um helgina eftir að árásarmaður hóf skothríð á nokkrum stöðum í fylkinu. 20. apríl 2020 07:40 Lögreglukona á meðal yfir tíu látinna í Portapique Á meðal þeirra sem létust í skotárás í smábænum Portapique í Kanada síðustu nótt var lögreglukonan Heidi Stevenson. 19. apríl 2020 21:18 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Sextán látnir eftir skotárásina í Kanada Sextán létust í skotárás í Nova Scotia um helgina eftir að árásarmaður hóf skothríð á nokkrum stöðum í fylkinu. 20. apríl 2020 07:40
Lögreglukona á meðal yfir tíu látinna í Portapique Á meðal þeirra sem létust í skotárás í smábænum Portapique í Kanada síðustu nótt var lögreglukonan Heidi Stevenson. 19. apríl 2020 21:18