Ferðatakmarkanir gildi til skamms tíma í senn Birgir Olgeirsson skrifar 20. apríl 2020 18:38 Sóttvarnalæknir hefur lagt til að allir sem koma hingað til lands, útlendingar sem Íslendingar, sæti tveggja vikna sóttkví. Slík ferðatakmörkun mun standa yfir til 15. maí. Sóttvarnalæknir hefur í dágóðan boðað ferðatakmarkanir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Heilbrigðisráðherra fékk tillögur sóttvarnalæknis í dag sem verða teknar fyrir á fundi ríkisstjórnar á morgun. „Mínar tillögur eru þær að allir einstaklingar sem eru að koma hingað til lands, hvort sem það eru útlendingar eða Íslendingar, að þeir þurfa að sæta sóttkví í tvær vikur,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hugmyndin er að ferðatakmarkanir gildi til skamms tíma svo hægt sé að endurmeta stöðuna eftir þróun faraldursins. „Og þá endurskoðum við það þegar fram líða stundir, bæði hvernig þetta hefur gefist, hvernig hefur hegðað sér hér og í öðrum löndum, hvort við getum tekið upp einhverskonar aðrar áætlanir þá, en það er ekki tímabært að nefna það núna.“ Veittar verða undanþágur frá þessum ferðatakmörkunum fari ráðherra eftir tillögu sóttvarnalæknis. „Fólk sem er í flutningum, er í flugi og jafnvel í skipum. Það er líka hægt að fá undanþágu varðandi sóttkví B. Það er kannski fólk sem er kemur hingað og er að vinna að ákveðnum verkum. Þá er hægt að útbúa sérstaka sóttkví fyrir slíkt fólk.“ Íslenska ríkið tók upp ferðatakmarkanir sem vörðuðu ytri landamæri Schengen-ríkisins fyrr í vetur. Verði tillaga sóttvarnalæknis samþykkt munu takmarkanirnar einnig ná til innri landamæra Íslands. Landamæravarsla hér á landi yrði þá til að tryggja að þeir sem koma hingað til landsins hafi gengið frá því að þeir geti uppfyllt skilyrði um sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur lagt til að allir sem koma hingað til lands, útlendingar sem Íslendingar, sæti tveggja vikna sóttkví. Slík ferðatakmörkun mun standa yfir til 15. maí. Sóttvarnalæknir hefur í dágóðan boðað ferðatakmarkanir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Heilbrigðisráðherra fékk tillögur sóttvarnalæknis í dag sem verða teknar fyrir á fundi ríkisstjórnar á morgun. „Mínar tillögur eru þær að allir einstaklingar sem eru að koma hingað til lands, hvort sem það eru útlendingar eða Íslendingar, að þeir þurfa að sæta sóttkví í tvær vikur,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hugmyndin er að ferðatakmarkanir gildi til skamms tíma svo hægt sé að endurmeta stöðuna eftir þróun faraldursins. „Og þá endurskoðum við það þegar fram líða stundir, bæði hvernig þetta hefur gefist, hvernig hefur hegðað sér hér og í öðrum löndum, hvort við getum tekið upp einhverskonar aðrar áætlanir þá, en það er ekki tímabært að nefna það núna.“ Veittar verða undanþágur frá þessum ferðatakmörkunum fari ráðherra eftir tillögu sóttvarnalæknis. „Fólk sem er í flutningum, er í flugi og jafnvel í skipum. Það er líka hægt að fá undanþágu varðandi sóttkví B. Það er kannski fólk sem er kemur hingað og er að vinna að ákveðnum verkum. Þá er hægt að útbúa sérstaka sóttkví fyrir slíkt fólk.“ Íslenska ríkið tók upp ferðatakmarkanir sem vörðuðu ytri landamæri Schengen-ríkisins fyrr í vetur. Verði tillaga sóttvarnalæknis samþykkt munu takmarkanirnar einnig ná til innri landamæra Íslands. Landamæravarsla hér á landi yrði þá til að tryggja að þeir sem koma hingað til landsins hafi gengið frá því að þeir geti uppfyllt skilyrði um sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira