Sakar framkvæmdastjórn SÁÁ um „ofbeldi og einelti gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. mars 2020 17:28 Mikillar ólgu hefur gætt innan SÁÁ síðustu daga. Vísir/Vihelm Hörður J. Oddfríðarson, varastjórnarmaður í aðalstjórn SÁÁ og dagskrárstjóri samtakanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir ljóst að SÁÁ ætli sér að halda áfram „ofbeldi sínu og einelti“ gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum samtakanna, eins og hann orðar það sjálfur. Í tilkynningunni kemur fram að á fundi aðalstjórnar samtakanna í fyrradag hafi tillaga hans, sem skoraði á framkvæmdastjórn SÁÁ að finna aðra leið fyrir 31.mars 2020 til að leysa úr fjárhagsvanda SÁÁ vegna Coronu veirunnar á annan hátt en með því að segja upp sálfræðingum og ráðgjöfum á meðferðarsviði samtakanna, verið samþykkt. „Framkvæmdastjórn SÁÁ hefur ekki verið kölluð saman ennþá eftir stjórnarfundinn og þar með ljóst að framkvæmdastjórn ætlar að hafa að engu samþykktir aðalstjórnar SÁÁ og halda áfram ofbeldi sínu og einelti gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum SÁÁ,“ segir einnig í tilkynningunni. Þá segir Hörður að með aðgerðarleysi hafi framkvæmdastjórnin sýnt fram á að „getuleysi hennar er algert, hún öllu trausti rúin og meðlimir aðalstjórnar SÁÁ hafðir af fíflum.“ Mikillar ólgu hefur gætt innan SÁÁ síðustu daga eftir að fregnir bárust af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Valgerður hefur sjálf sagt að ástæða starfslokanna sé djúpstæður ágreiningur við formann SÁÁ, Arnþór Jónsson. Valgerður sagði sjálf í viðtölum við fjölmiðla í liðinni viku að hún hefði ekki getað sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki á Vogi, án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Átta starfsmönnum var sagt upp á Vogi í síðustu viku, mestmegnis sálfræðingum. Skipulagsbreytingarnar hafa sagðar verið tilkomnar vegna þeirrar stöðu sem nú blasir við vegna kórónuveirunnar. Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 30. mars 2020 19:00 Felldu vantrauststillögu á framkvæmdastjórn SÁÁ Vantrauststillaga sem borin var fram á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ var felld á stjórnarfundi samtakanna í gærkvöld. 30. mars 2020 09:09 Starfsfólk lýsir yfir vantrausti á framkvæmdastjórn og kalla eftir því að uppsagnir verði dregnar til baka Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. 28. mars 2020 18:23 Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira
Hörður J. Oddfríðarson, varastjórnarmaður í aðalstjórn SÁÁ og dagskrárstjóri samtakanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir ljóst að SÁÁ ætli sér að halda áfram „ofbeldi sínu og einelti“ gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum samtakanna, eins og hann orðar það sjálfur. Í tilkynningunni kemur fram að á fundi aðalstjórnar samtakanna í fyrradag hafi tillaga hans, sem skoraði á framkvæmdastjórn SÁÁ að finna aðra leið fyrir 31.mars 2020 til að leysa úr fjárhagsvanda SÁÁ vegna Coronu veirunnar á annan hátt en með því að segja upp sálfræðingum og ráðgjöfum á meðferðarsviði samtakanna, verið samþykkt. „Framkvæmdastjórn SÁÁ hefur ekki verið kölluð saman ennþá eftir stjórnarfundinn og þar með ljóst að framkvæmdastjórn ætlar að hafa að engu samþykktir aðalstjórnar SÁÁ og halda áfram ofbeldi sínu og einelti gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum SÁÁ,“ segir einnig í tilkynningunni. Þá segir Hörður að með aðgerðarleysi hafi framkvæmdastjórnin sýnt fram á að „getuleysi hennar er algert, hún öllu trausti rúin og meðlimir aðalstjórnar SÁÁ hafðir af fíflum.“ Mikillar ólgu hefur gætt innan SÁÁ síðustu daga eftir að fregnir bárust af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Valgerður hefur sjálf sagt að ástæða starfslokanna sé djúpstæður ágreiningur við formann SÁÁ, Arnþór Jónsson. Valgerður sagði sjálf í viðtölum við fjölmiðla í liðinni viku að hún hefði ekki getað sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki á Vogi, án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Átta starfsmönnum var sagt upp á Vogi í síðustu viku, mestmegnis sálfræðingum. Skipulagsbreytingarnar hafa sagðar verið tilkomnar vegna þeirrar stöðu sem nú blasir við vegna kórónuveirunnar.
Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 30. mars 2020 19:00 Felldu vantrauststillögu á framkvæmdastjórn SÁÁ Vantrauststillaga sem borin var fram á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ var felld á stjórnarfundi samtakanna í gærkvöld. 30. mars 2020 09:09 Starfsfólk lýsir yfir vantrausti á framkvæmdastjórn og kalla eftir því að uppsagnir verði dregnar til baka Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. 28. mars 2020 18:23 Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira
Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 30. mars 2020 19:00
Felldu vantrauststillögu á framkvæmdastjórn SÁÁ Vantrauststillaga sem borin var fram á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ var felld á stjórnarfundi samtakanna í gærkvöld. 30. mars 2020 09:09
Starfsfólk lýsir yfir vantrausti á framkvæmdastjórn og kalla eftir því að uppsagnir verði dregnar til baka Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. 28. mars 2020 18:23
Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02