Söfnuðu á augabragði fyrir fjörutíu spjaldtölvum fyrir sjúklinga á Landakoti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2020 17:06 Söfnunin gengur mjög vel. Þegar hefur verið safnað fyrir rúmlega fjörutíu spjaldtölvum en ljóst er að þær verða umtalsvert fleiri auk heyrnartóla. Vísir/Vilhelm Söfnun fyrir spjaldtölvum fyrir sjúklinga á öldrunarlækningadeildinni á Landakoti hefur gengið vonum framar. Upphaflegt markmið náðist á innan við sólarhring og skipuleggjendur eru í skýjunum og hvergi nærri hættir. „Við erum bara hrærð og ótrúlega þakklát,“ segir María Björk Steinarsdóttir líffræðingur sem starfar með iðjuþjálfum á Landakoti. Hún stendur fyrir söfnuninni á Karolina Fund ásamt Helgu Atladóttur hjúkrunarfræðingi og deildarstjóra á Landspítalanum. Spjaldtölvur geta stytt sjúklingum stundir í leikju, vafri á neti, hlustun á hlaðvörp og tónlist fyrir utan að geta haft samskipti við vini og ættingja í mynd. Eitthvað sem er dýrmætt á tímum sem þessu, Aldrei staðið í neinu svona María Björk segir söfnunina hafa farið af stað í gærkvöldi. Markmiðið, söfnun fyrir fjörutíu spjaldtölvum af ódýrustu gerð, náðist í dag en þær halda söfnun áfram. „Við höfum aldrei staðið í einhverju svona. Við ákváðum að hafa samband við Karolina fund. Vildum hafa söfnunina hóflega en gera samt eins mikið og við ímynduðum okkur að hægt væri að safna,“ segir María Björk. Það er auðheyrt á henni að hún er verulega ánægð með viðbrögðin. 81 pláss er á Landakoti þar sem gömlu fólki er sinnt. Landakot hefur fundið fyrir áhrifum kórónuveirunnar eftir að smit greindist hjá sjúklingum á tíræðisaldri. Um tíma var lokað fyrir innlagnir en forstjóri Landspítalans tilkynnti í dag að aftur væri opið fyrir innlagnir frá og með deginum í dag. María Björk segir ástandið vissulega hafa haft sín áhrif á sjúkraþjálfun sjúklinga, þó fólk fái alla þá þjónustu sem mögulega sé hægt að veita. Óumflýjanlega skapast hins vegar meiri frítími hjá sjúklingum, sem geta ekki fengið heimsóknir, og kærkomið að kenna þeim á spjaldtölvur. Tækni sem sumir reiknuðu aldrei með að kynnast „Komast í Sudoku, leiki og alla þess hluti. Og geta farið á netið! Iðjuþjálfarnir eru að fara að kenna þessu fólki og það verður gaman enda sumir líklega aldrei hugsað sér að geta tileinkað sér þessa tækni. Það verður mikið að gera hjá okkur að kenna fólkinu og aðstoða en við gerum allt af gleði og mikilli ánægju.“ Markmiðið hefur verið hækkað, í 250 prósent af upphaflegu markmiði. „Upphaflega ætluðum við að byrja á einni deild og safna fyrir öllum þar, sem voru átján sjúklingar,“ segir María. En svo hafi þeim liðið illa með að skilja aðrar deildir út undan og því hafi verið ákveðið að safna fyrir allar deildir spítalans. Þær hafi séð þennan ótrúlega meðbyr og nú vilja þær líka safna fyrir gamla fólkið sem dvelur á Vífilsstöðum. Þá þarf líka að safna fyrir heyrnartólum til að hjálpa fólki að hlusta og eiga samkskipti við fjölskyldu og vini. Vel á aðra milljón króna hefur safnast á innan við sólarhring og þakkar María Björk Karolina fund kærlega fyrir skjót viðbrögð og þjónustu. Þar hafi allir verið tilbúnir að bregðast skjótt við og leggja hönd á plóg. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Söfnun fyrir spjaldtölvum fyrir sjúklinga á öldrunarlækningadeildinni á Landakoti hefur gengið vonum framar. Upphaflegt markmið náðist á innan við sólarhring og skipuleggjendur eru í skýjunum og hvergi nærri hættir. „Við erum bara hrærð og ótrúlega þakklát,“ segir María Björk Steinarsdóttir líffræðingur sem starfar með iðjuþjálfum á Landakoti. Hún stendur fyrir söfnuninni á Karolina Fund ásamt Helgu Atladóttur hjúkrunarfræðingi og deildarstjóra á Landspítalanum. Spjaldtölvur geta stytt sjúklingum stundir í leikju, vafri á neti, hlustun á hlaðvörp og tónlist fyrir utan að geta haft samskipti við vini og ættingja í mynd. Eitthvað sem er dýrmætt á tímum sem þessu, Aldrei staðið í neinu svona María Björk segir söfnunina hafa farið af stað í gærkvöldi. Markmiðið, söfnun fyrir fjörutíu spjaldtölvum af ódýrustu gerð, náðist í dag en þær halda söfnun áfram. „Við höfum aldrei staðið í einhverju svona. Við ákváðum að hafa samband við Karolina fund. Vildum hafa söfnunina hóflega en gera samt eins mikið og við ímynduðum okkur að hægt væri að safna,“ segir María Björk. Það er auðheyrt á henni að hún er verulega ánægð með viðbrögðin. 81 pláss er á Landakoti þar sem gömlu fólki er sinnt. Landakot hefur fundið fyrir áhrifum kórónuveirunnar eftir að smit greindist hjá sjúklingum á tíræðisaldri. Um tíma var lokað fyrir innlagnir en forstjóri Landspítalans tilkynnti í dag að aftur væri opið fyrir innlagnir frá og með deginum í dag. María Björk segir ástandið vissulega hafa haft sín áhrif á sjúkraþjálfun sjúklinga, þó fólk fái alla þá þjónustu sem mögulega sé hægt að veita. Óumflýjanlega skapast hins vegar meiri frítími hjá sjúklingum, sem geta ekki fengið heimsóknir, og kærkomið að kenna þeim á spjaldtölvur. Tækni sem sumir reiknuðu aldrei með að kynnast „Komast í Sudoku, leiki og alla þess hluti. Og geta farið á netið! Iðjuþjálfarnir eru að fara að kenna þessu fólki og það verður gaman enda sumir líklega aldrei hugsað sér að geta tileinkað sér þessa tækni. Það verður mikið að gera hjá okkur að kenna fólkinu og aðstoða en við gerum allt af gleði og mikilli ánægju.“ Markmiðið hefur verið hækkað, í 250 prósent af upphaflegu markmiði. „Upphaflega ætluðum við að byrja á einni deild og safna fyrir öllum þar, sem voru átján sjúklingar,“ segir María. En svo hafi þeim liðið illa með að skilja aðrar deildir út undan og því hafi verið ákveðið að safna fyrir allar deildir spítalans. Þær hafi séð þennan ótrúlega meðbyr og nú vilja þær líka safna fyrir gamla fólkið sem dvelur á Vífilsstöðum. Þá þarf líka að safna fyrir heyrnartólum til að hjálpa fólki að hlusta og eiga samkskipti við fjölskyldu og vini. Vel á aðra milljón króna hefur safnast á innan við sólarhring og þakkar María Björk Karolina fund kærlega fyrir skjót viðbrögð og þjónustu. Þar hafi allir verið tilbúnir að bregðast skjótt við og leggja hönd á plóg.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira