Erlent

Tólf smit staðfest á meginlandi Kína í gær

Sylvía Hall skrifar
Um 83 þúsund smit hafa verið staðfest í Kína.
Um 83 þúsund smit hafa verið staðfest í Kína. Vísir/Getty

Tólf ný smit voru staðfest á meginlandi Kína í gær samanborið við sextán á laugardag. Engin dauðsföll voru skráð vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 í landinu í gær samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum þar í landi.

Átta af tólf smitum sem greindust í gær voru innflutt og fjögur sem smituðust innanlands. Þrjú þeirra sem smituðust innanlands voru í Heilongjiang-héraði, nyrsta héraði Kína. Í daglegu upplýsingabréfi heilbrigðisyfirvalda segir jafnframt að 49 til viðbótar væru nú einkennalausir eftir smit.

Á vef Reuters kemur fram að alls hafi hátt í 83 þúsund smit verið staðfest á meginlandi Kína og 4.632 látist.


Tengdar fréttir

Hagkerfi Kína dróst saman í fyrsta sinn í áratugi

Hagkerfi Kína dróst saman á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan yfirvöld landsins byrjuðu að taka hagtölur saman yfir ársfjórðunga árið 1992.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×