Dagur 6 og 7: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2020 12:00 Í leit að hvölum. Garpur Elísabetarson ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég ferðaðist eftir þjóðveginum í vesturátt. Stuðmenn ómuðu í útvarpinu og bílstjórinn söng hástöfum með. Fyrsti áfangastaður var Dettifoss. Foss allra fossa. Foss sem er sá kröftugasti í Evrópu. Ég var búinn að bíða spenntur eftir að hitta hann á ný. En þegar ég beygði inn veginn að fossinum þá tók á móti mér erfið sjón. Vegurinn að fossinum var ófær og þar af leiðandi lokaður. Þó svo að það hafi verið svekkjandi, þá kveikti ég bara í Stuðmönnum á ný og hækkaði róminn. Klippa: Dagur 6 og 7 - Ferðalangur í eigin landi Ég kom svo að Mývatni. Ég rúntaði hringinn í kring og stoppaði á nokkrum stöðum í kringum fallegt vatnið. Þó vindurinn blési, þá skein sólin og fjalladýrðin í kringum vatnið naut sýn vel. Ég stoppaði svo við Goðafoss. Hann beið þar, einn og yfirgefinn. Eins og venjulega var enginn á fossinum. Ég stóð þar um stund og við áttum einlægt samtal áður en ég skildi hann eftir með sjálfum sér í þungum þönkum. GoðafossVísir/Garpur ElísabetarsonEinmannalegt við GoðafossVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Leið mín lá til Húsavíkur þar sem ég ætlaði að reyna sjá hval. Það var eiginlega ekki í boði að reyna allavega ekki og því hafði ég samband við vini mína Heimi og Hörð, fallegustu feðga í norðrinu og eigendur Norður Siglingar. og þó víðar væri leitað. Vísir/Garpur Elísabetarson Þeir buðu mér um borð og við sigldum af stað. Hvalirnir eru greinilega í dvala eins og erlendu ferðamennirnir en úr varð yndisleg sigling í sólinni. Bjössi Sör frá Húsavík.Vísir/Garpur Elísabetarson Ég keyrði svo til Akureyrar þar sem bærinn tók á móti mér í kyrrð og ró í sólsetri. Þær tvær nætur sem ég gisti í höfuðborg norðursins eyddi ég hjá Hotel Kea, með fallegu útsýni yfir sjóinn. Vísir/Garpur Elísabetarson Því næst liggur leið mín áfram vestur, og leyfi ég tómum þjóðveginum bara að teyma mig áfram í leit að næsta áfangastað. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Sjá meira
Ég ferðaðist eftir þjóðveginum í vesturátt. Stuðmenn ómuðu í útvarpinu og bílstjórinn söng hástöfum með. Fyrsti áfangastaður var Dettifoss. Foss allra fossa. Foss sem er sá kröftugasti í Evrópu. Ég var búinn að bíða spenntur eftir að hitta hann á ný. En þegar ég beygði inn veginn að fossinum þá tók á móti mér erfið sjón. Vegurinn að fossinum var ófær og þar af leiðandi lokaður. Þó svo að það hafi verið svekkjandi, þá kveikti ég bara í Stuðmönnum á ný og hækkaði róminn. Klippa: Dagur 6 og 7 - Ferðalangur í eigin landi Ég kom svo að Mývatni. Ég rúntaði hringinn í kring og stoppaði á nokkrum stöðum í kringum fallegt vatnið. Þó vindurinn blési, þá skein sólin og fjalladýrðin í kringum vatnið naut sýn vel. Ég stoppaði svo við Goðafoss. Hann beið þar, einn og yfirgefinn. Eins og venjulega var enginn á fossinum. Ég stóð þar um stund og við áttum einlægt samtal áður en ég skildi hann eftir með sjálfum sér í þungum þönkum. GoðafossVísir/Garpur ElísabetarsonEinmannalegt við GoðafossVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Leið mín lá til Húsavíkur þar sem ég ætlaði að reyna sjá hval. Það var eiginlega ekki í boði að reyna allavega ekki og því hafði ég samband við vini mína Heimi og Hörð, fallegustu feðga í norðrinu og eigendur Norður Siglingar. og þó víðar væri leitað. Vísir/Garpur Elísabetarson Þeir buðu mér um borð og við sigldum af stað. Hvalirnir eru greinilega í dvala eins og erlendu ferðamennirnir en úr varð yndisleg sigling í sólinni. Bjössi Sör frá Húsavík.Vísir/Garpur Elísabetarson Ég keyrði svo til Akureyrar þar sem bærinn tók á móti mér í kyrrð og ró í sólsetri. Þær tvær nætur sem ég gisti í höfuðborg norðursins eyddi ég hjá Hotel Kea, með fallegu útsýni yfir sjóinn. Vísir/Garpur Elísabetarson Því næst liggur leið mín áfram vestur, og leyfi ég tómum þjóðveginum bara að teyma mig áfram í leit að næsta áfangastað.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Sjá meira
Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00