Angel Di Maria, leikmaður PSG og argentínska landsliðsins, greinir frá því í samtali við fjölmiðilinn Telefe í heimalandinu að Real Madrid hafi sent honum skilaboð fyrir úrslitaleikinn á HM 2014 gegn Þýskalandi og reynt að fá hann til þess að sleppa að spila leikinn.
Di Maria átti góðu gengi að fagna hjá Real frá því að hann kom til félagsins frá 2014 en í miðju HM fór að anda köldu á milli Argentínumannsins og Real sem endaði með áðurnefndu bréfi.
„Ég meiddist gegn Belgíu og ég var einungis 90%. Lappirnar voru ekki klárar í leikinn en ég vildi gjarnan spila. Mér var alveg sama um hvort að ég myndi aldrei spila aftur. Ég fékk að vita að meiðslin gætu versnað en þetta var úrslitaleikur HM,“ sagði Di Maria og aðspurður út í bréfið svaraði hann:
„Ég vissi að þeir vildu selja mig. Og svo kom bréfið. Daniel Martinez, framkvæmdarstjóri landsliðsins, sagði að þetta var frá Real en ég vildi ekki einu sinni kíkja á það. Ég reif það í tætlur. Ég ákvað að fá sprautu og vildi reyna en eftir fund þá ákvað Alejandro Sabella, landsliðsþjálfari, að spila Enzo Perez í staðinn.“
Di Maria kom ekki inn á í leiknum sem endaði með 1-0 sigri Þýskalands. Síðar um sumarið var hann svo seldur til Manchester United þar sem hann náði ekki að sýna sitt rétta andlit og er nú kominn í frönsku höfuðborgina.
Angel Di Maria on receiving a letter from Real Madrid telling him to miss the 2014 World Cup final.
— Goal India (@Goal_India) March 30, 2020
"My leg wasn't right but I wanted to play, I didn't care if I never played football again. Real wanted to sell me. I didn't even want to look at the letter, I tore it up."
pic.twitter.com/fSfG1OF0UW