Kórónuveirusmit á sængurlegudeild Nadine Guðrún Yaghi og Andri Eysteinsson skrifa 29. mars 2020 12:00 Faðirinn hafði verið á sængurlegudeild og vökudeild Landspítalans. vísir/vilhelm Kórónuveirusmit kom upp á sængurlegudeild Landspítalans í gærkvöldi. Nýbakaður faðir, sem reyndist smitaður, hafði verið á spítalanum með móður og barni í fimm daga - meðal annars verið á vökudeild. Yfirljósmóðir segir að reglur hafi nú verið hertar. Barn fólksins fæddist síðasta þriðjudag. Fjölskyldan var send á sængurlegudeildina en þar dvelja börn og foreldrar sem geta ekki farið strax heim eftir fæðingu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði fólkið verið nokkuð mikið á vökudeild síðustu daga. Í gærmorgun fékk maðurinn einkenni COVID-19 sjúkdómsins og var prófaður fyrir veirunni. Í gærkvöldi var smit svo staðfest. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir, staðfestir að smit hafi komið upp á sængurkvennadeildinni. „Þegar grunur kemur upp um smit og við getum staðfest smit erum við í samstarfi við farsóttarnefnd Landspítala og það er farið í að rekja ferðir þeirra. Það eru allir skoðaðir sem viðkomandi hefur hitt og sett í sóttkví sá hópur sem viðkomandi hefur verið í námunda við,“ segir Ingibjörg. „Þetta getur verið alveg töluvert stór hópur. Starfsemin er mjög viðkvæm, hún er mjög sérhæfð eins og öll önnur starfsemi á spítalanum og við getum auðveldlega misst niður alla starfsemi ef að smit breiðist víða út“ Ingibjörg segir að þetta sé mikið áhyggjuefni. „Þetta er langur tími og við þurfum nú að fara vel yfir hverjir hafa verið að hitta viðkomandi. Auðvitað er þetta virkilega mikið áhyggjuefni en við verðum bara að taka einn dag í einu.“ Sem fyrr segir hafði maðurinn verið á spítalanum í fimm daga. Ingibjörg segir að nú þegar hafi verið búið að gera miklar ráðstafanir. Nú hafi reglur verið hertar. „Ég get staðfest að sú erfiða ákvörðun var tekin af stjórnendum fæðingarþjónustunnar að makar geta ekki móður og nýbura á meðgöngu- og sængurlegudeildina eftir fæðingu. Þetta er ekki auðveld ákvörðun en hún er talin nauðsynleg til að sporna við útbreiðslu af COVID-19,“ segir Ingibjörg. Reglurnar séu í stöðugri endurskoðun. „Eftir því sem á gengur faraldurinn verðum við að endurskoða hvernig staðan er hjá okkur með tilliti til þess að vernda þennan viðkvæma hóp sem er móðir og barn. Makar fá að vera til staðar við fæðingu eins og staðan er í dag, ef þeir eru ekki með smit eða grun um smit en það er endurmetið dag frá degi. Það gæti breyst, þess vegna á morgun,“ sagði Ingibjörg Hreiðarsdóttir yfirljósmóðir í hádegisfréttum Bylgjunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Kórónuveirusmit kom upp á sængurlegudeild Landspítalans í gærkvöldi. Nýbakaður faðir, sem reyndist smitaður, hafði verið á spítalanum með móður og barni í fimm daga - meðal annars verið á vökudeild. Yfirljósmóðir segir að reglur hafi nú verið hertar. Barn fólksins fæddist síðasta þriðjudag. Fjölskyldan var send á sængurlegudeildina en þar dvelja börn og foreldrar sem geta ekki farið strax heim eftir fæðingu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði fólkið verið nokkuð mikið á vökudeild síðustu daga. Í gærmorgun fékk maðurinn einkenni COVID-19 sjúkdómsins og var prófaður fyrir veirunni. Í gærkvöldi var smit svo staðfest. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir, staðfestir að smit hafi komið upp á sængurkvennadeildinni. „Þegar grunur kemur upp um smit og við getum staðfest smit erum við í samstarfi við farsóttarnefnd Landspítala og það er farið í að rekja ferðir þeirra. Það eru allir skoðaðir sem viðkomandi hefur hitt og sett í sóttkví sá hópur sem viðkomandi hefur verið í námunda við,“ segir Ingibjörg. „Þetta getur verið alveg töluvert stór hópur. Starfsemin er mjög viðkvæm, hún er mjög sérhæfð eins og öll önnur starfsemi á spítalanum og við getum auðveldlega misst niður alla starfsemi ef að smit breiðist víða út“ Ingibjörg segir að þetta sé mikið áhyggjuefni. „Þetta er langur tími og við þurfum nú að fara vel yfir hverjir hafa verið að hitta viðkomandi. Auðvitað er þetta virkilega mikið áhyggjuefni en við verðum bara að taka einn dag í einu.“ Sem fyrr segir hafði maðurinn verið á spítalanum í fimm daga. Ingibjörg segir að nú þegar hafi verið búið að gera miklar ráðstafanir. Nú hafi reglur verið hertar. „Ég get staðfest að sú erfiða ákvörðun var tekin af stjórnendum fæðingarþjónustunnar að makar geta ekki móður og nýbura á meðgöngu- og sængurlegudeildina eftir fæðingu. Þetta er ekki auðveld ákvörðun en hún er talin nauðsynleg til að sporna við útbreiðslu af COVID-19,“ segir Ingibjörg. Reglurnar séu í stöðugri endurskoðun. „Eftir því sem á gengur faraldurinn verðum við að endurskoða hvernig staðan er hjá okkur með tilliti til þess að vernda þennan viðkvæma hóp sem er móðir og barn. Makar fá að vera til staðar við fæðingu eins og staðan er í dag, ef þeir eru ekki með smit eða grun um smit en það er endurmetið dag frá degi. Það gæti breyst, þess vegna á morgun,“ sagði Ingibjörg Hreiðarsdóttir yfirljósmóðir í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira