Segir Covid-göngudeildina hafa skipt miklu máli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. apríl 2020 23:15 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 hér á Íslandi. Vísir „Við fylgdumst bara mjög vel með þessu og við vorum alltaf með aðra sviðsmynd með til þess að sýna sóttvarnaryfirvöldum að ef að smitin næðu meira inn í eldri aldurshópana þá yrði þessi kúrfa talsvert hærri og þá þyrfti ekkert mikið til að bregða út af. Þess vegna er svo merkilegt hvað hefur tekist að halda þessum faraldri frá okkar eldri borgurum.“ Þetta sagði Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands en hann var til viðtals í Víglínunni í dag. Hann sagði að vel hafi tekist til að halda kórónuveirusmitum í skefjum hér á landi. Spár sem teymi hans hjá Háskóla Íslands gerðu um líklega þróun Covid-19 hér á landi reyndust nokkuð nákvæmar en spálíkan HÍ gerði meðal annars ráð fyrir að toppi faraldursins yrði náð hér á landi í byrjun apríl. „Við erum komin á niðurleið og eins og við spáum hérna í mars þá myndum við toppa í byrjun apríl og það stóðst. Svo erum við á leiðinni niður þá erum við á leið nokkuð hratt virðist vera en það hefur líka gengið mjög vel að fylgjast með fólki hér á landi. Þessi göngudeild er greinilega að gera mjög góða hluti og heilsugæslan og heilbrigðiskerfið þannig að það er fylgst með fólki, hvenær það er búið að ná sér,“ sagði Thor. „Það kom okkur kannski aðeins á óvart hvað hraðinn í því hefur verið góður og þar erum við jafnvel betri en við þorðum að vona en enn sem komið er er þetta að fara hægt og rólega niður og þetta er ekki búið.“ Undanfarna daga hafa um tíu kórónuveirusmit greinst dag hvern og telur Thor það lofa mjög góðu. Stór hluti þeirra sem greinst hafa nýlega eru þó nokkuð ungir miðað við fyrri greiningar, en lang flestir sem greinst hafa undanfarna daga hafa verið í aldurshópnum 18-29 ára. Thor sagði óvíst hvað hægt sé að lesa úr því en að nóg verði um rannsóknarefni þegar fram líða stundir. Spálíkan HÍ um þróun Covid-19 hér á landi.Vísir/ HÞ „Við héldum að [virk smit] yrðu fleiri, við héldum að það yrðu fleiri veikir lengur en það varð ekki raunin þannig að svörtu punktarnir sem sýna virku smitin miðað við dökku línuna okkar sem er svona miðspáin, punktarnir fylgja þá frekar einhverju sem við hefðum getað sett á þessa mynd sem kalla mætti bjartsýnisspá. Þannig að hérna hefur tekist mjög vel að passa upp á veikindi fólks í þessum faraldri.“ Þá sagði hann gögn frá Kína hafa nýst vel þegar vinna hófst við að gera spálíkön fyrir Ísland. Þá hafi sú staðreynd að stjórn hafi náðst á útbreiðslu faraldursins hafa skipt sköpum. Gætt hefur á áhyggjum um að gögnum frá Kína sé ekki hægt að treysta en Thor sagði það óþarfi. Það sem mestu máli skipti sé að stjórn á faraldrinum hafi náðst. „Mér finnst algjör óþarfi að hafa áhyggjur af því að gögnin frá Kína, það er svolítið verið að velta því fyrir sér hvort hægt sé að treysta á þau, það er ekki eitthvað vandamál heldur þetta bara að þeir sýndu að það væri hægt að ná stjórn á faraldrinum,“ sagði Thor. „Hefðum við ekki haft neina svoleiðis vitneskju þegar við vorum að fara af stað með okkar spár að það væri hægt að hafa stjórn, þá hefðum við ekkert getað búið til svona sviðsmynd að hér næðist toppur og hann færi niður. Það er það sem við þurfum að nýta okkur, ekki endilega tölurnar sjálfar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Víglínan Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Við fylgdumst bara mjög vel með þessu og við vorum alltaf með aðra sviðsmynd með til þess að sýna sóttvarnaryfirvöldum að ef að smitin næðu meira inn í eldri aldurshópana þá yrði þessi kúrfa talsvert hærri og þá þyrfti ekkert mikið til að bregða út af. Þess vegna er svo merkilegt hvað hefur tekist að halda þessum faraldri frá okkar eldri borgurum.“ Þetta sagði Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands en hann var til viðtals í Víglínunni í dag. Hann sagði að vel hafi tekist til að halda kórónuveirusmitum í skefjum hér á landi. Spár sem teymi hans hjá Háskóla Íslands gerðu um líklega þróun Covid-19 hér á landi reyndust nokkuð nákvæmar en spálíkan HÍ gerði meðal annars ráð fyrir að toppi faraldursins yrði náð hér á landi í byrjun apríl. „Við erum komin á niðurleið og eins og við spáum hérna í mars þá myndum við toppa í byrjun apríl og það stóðst. Svo erum við á leiðinni niður þá erum við á leið nokkuð hratt virðist vera en það hefur líka gengið mjög vel að fylgjast með fólki hér á landi. Þessi göngudeild er greinilega að gera mjög góða hluti og heilsugæslan og heilbrigðiskerfið þannig að það er fylgst með fólki, hvenær það er búið að ná sér,“ sagði Thor. „Það kom okkur kannski aðeins á óvart hvað hraðinn í því hefur verið góður og þar erum við jafnvel betri en við þorðum að vona en enn sem komið er er þetta að fara hægt og rólega niður og þetta er ekki búið.“ Undanfarna daga hafa um tíu kórónuveirusmit greinst dag hvern og telur Thor það lofa mjög góðu. Stór hluti þeirra sem greinst hafa nýlega eru þó nokkuð ungir miðað við fyrri greiningar, en lang flestir sem greinst hafa undanfarna daga hafa verið í aldurshópnum 18-29 ára. Thor sagði óvíst hvað hægt sé að lesa úr því en að nóg verði um rannsóknarefni þegar fram líða stundir. Spálíkan HÍ um þróun Covid-19 hér á landi.Vísir/ HÞ „Við héldum að [virk smit] yrðu fleiri, við héldum að það yrðu fleiri veikir lengur en það varð ekki raunin þannig að svörtu punktarnir sem sýna virku smitin miðað við dökku línuna okkar sem er svona miðspáin, punktarnir fylgja þá frekar einhverju sem við hefðum getað sett á þessa mynd sem kalla mætti bjartsýnisspá. Þannig að hérna hefur tekist mjög vel að passa upp á veikindi fólks í þessum faraldri.“ Þá sagði hann gögn frá Kína hafa nýst vel þegar vinna hófst við að gera spálíkön fyrir Ísland. Þá hafi sú staðreynd að stjórn hafi náðst á útbreiðslu faraldursins hafa skipt sköpum. Gætt hefur á áhyggjum um að gögnum frá Kína sé ekki hægt að treysta en Thor sagði það óþarfi. Það sem mestu máli skipti sé að stjórn á faraldrinum hafi náðst. „Mér finnst algjör óþarfi að hafa áhyggjur af því að gögnin frá Kína, það er svolítið verið að velta því fyrir sér hvort hægt sé að treysta á þau, það er ekki eitthvað vandamál heldur þetta bara að þeir sýndu að það væri hægt að ná stjórn á faraldrinum,“ sagði Thor. „Hefðum við ekki haft neina svoleiðis vitneskju þegar við vorum að fara af stað með okkar spár að það væri hægt að hafa stjórn, þá hefðum við ekkert getað búið til svona sviðsmynd að hér næðist toppur og hann færi niður. Það er það sem við þurfum að nýta okkur, ekki endilega tölurnar sjálfar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Víglínan Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira