Loftbrú frá Kína til Evrópu með milljónir andlitsgríma Kristján Már Unnarsson skrifar 28. mars 2020 11:57 Hjálpargögnunum frá Kína var hlaðið um borð í herbíla á flugvellinum í Getafe sem flytja þau áfram til hinna ýmsu Evrópuríkja. Mynd/Airbus Breiðþota með yfir fjórar milljónir andlitsgríma frá Kína lenti á Spáni snemma í morgun. Þetta er hluti af loftbrú sem evrópski Airbus-flugvélaframleiðandinn hefur skipulagt til að koma hjálpargögnum sem Kínverjar hafa aflögu sem hraðast til ríkja Evrópu í baráttunni gegn kórónu-faraldrinum. Bæði farangursrými og farþegarými þotunnar voru hlaðin kössum með andlitsgrímum. Á flugvellinum komu hermenn og flugvallarstarfsmenn hjálpargögnunum um borð í herbíla sem flytja þau áfram til sjúkrastofnana og stjórnsýslumiðstöðva þar sem þörfin er talin mest; á Spáni, í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Farþegasætin og töskugeymslunar fyrir ofan voru hlaðin hjálpargögnum en einnig vörulestirnar undir farþegarýminu.Mynd/Airbus Flugvélin, af gerðinni Airbus A330, lagði upp frá borginni Getafe í útjaðri Madríd-borgar á fimmtudagskvöld og lenti í borginni Tianjin í Kína í gær. Hún lenti svo með farminn á Spáni um fjögurleytið í morgun að staðartíma. Þotan lagði upp frá Getafe sunnan Madríd-borgar á fimmtudagskvöld.Mynd/Airbus. Undanfarna daga hefur Airbus farið nokkur slík flug milli Evrópu og Kína og gefið andlitsgrímur til sjúkrastofnana og opinberra aðila víðsvegar um Evrópu, en flugmenn Airbus fljúga vélunum. Í upphaflegu útgáfu fréttarinnar mátti skilja að Kína væri að gefa grímurnar en það er Airbus sem er að gefa þær frá Kína. Hér má sjá myndband frá komu þotunnar til Getafe í morgun: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Kína Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Wuhan opnuð að nýju Lestaferðir til kínversku borgarinnar Wuhan hafa verið leyfðar á ný. 28. mars 2020 08:55 Kína og Bandaríkin taka höndum saman í baráttunni við veiruna Leiðtogar risaveldanna Kína og Bandaríkjanna ræddu saman á símafundi í nótt þar sem faraldur kórónuveiru var að sjálfsögðu aðal umræðuefnið. 27. mars 2020 08:08 Yfir 5000 látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni Meira en 5000 manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni en tilkynnt var um 832 dauðsföll til viðbótar í nótt 28. mars 2020 12:11 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Breiðþota með yfir fjórar milljónir andlitsgríma frá Kína lenti á Spáni snemma í morgun. Þetta er hluti af loftbrú sem evrópski Airbus-flugvélaframleiðandinn hefur skipulagt til að koma hjálpargögnum sem Kínverjar hafa aflögu sem hraðast til ríkja Evrópu í baráttunni gegn kórónu-faraldrinum. Bæði farangursrými og farþegarými þotunnar voru hlaðin kössum með andlitsgrímum. Á flugvellinum komu hermenn og flugvallarstarfsmenn hjálpargögnunum um borð í herbíla sem flytja þau áfram til sjúkrastofnana og stjórnsýslumiðstöðva þar sem þörfin er talin mest; á Spáni, í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Farþegasætin og töskugeymslunar fyrir ofan voru hlaðin hjálpargögnum en einnig vörulestirnar undir farþegarýminu.Mynd/Airbus Flugvélin, af gerðinni Airbus A330, lagði upp frá borginni Getafe í útjaðri Madríd-borgar á fimmtudagskvöld og lenti í borginni Tianjin í Kína í gær. Hún lenti svo með farminn á Spáni um fjögurleytið í morgun að staðartíma. Þotan lagði upp frá Getafe sunnan Madríd-borgar á fimmtudagskvöld.Mynd/Airbus. Undanfarna daga hefur Airbus farið nokkur slík flug milli Evrópu og Kína og gefið andlitsgrímur til sjúkrastofnana og opinberra aðila víðsvegar um Evrópu, en flugmenn Airbus fljúga vélunum. Í upphaflegu útgáfu fréttarinnar mátti skilja að Kína væri að gefa grímurnar en það er Airbus sem er að gefa þær frá Kína. Hér má sjá myndband frá komu þotunnar til Getafe í morgun:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Kína Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Wuhan opnuð að nýju Lestaferðir til kínversku borgarinnar Wuhan hafa verið leyfðar á ný. 28. mars 2020 08:55 Kína og Bandaríkin taka höndum saman í baráttunni við veiruna Leiðtogar risaveldanna Kína og Bandaríkjanna ræddu saman á símafundi í nótt þar sem faraldur kórónuveiru var að sjálfsögðu aðal umræðuefnið. 27. mars 2020 08:08 Yfir 5000 látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni Meira en 5000 manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni en tilkynnt var um 832 dauðsföll til viðbótar í nótt 28. mars 2020 12:11 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Wuhan opnuð að nýju Lestaferðir til kínversku borgarinnar Wuhan hafa verið leyfðar á ný. 28. mars 2020 08:55
Kína og Bandaríkin taka höndum saman í baráttunni við veiruna Leiðtogar risaveldanna Kína og Bandaríkjanna ræddu saman á símafundi í nótt þar sem faraldur kórónuveiru var að sjálfsögðu aðal umræðuefnið. 27. mars 2020 08:08
Yfir 5000 látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni Meira en 5000 manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni en tilkynnt var um 832 dauðsföll til viðbótar í nótt 28. mars 2020 12:11