Lyfta lóðum, mála veggi og rækta pottaplöntur í samkomubanni Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. mars 2020 22:20 Íslendingar sitja ekki auðum höndum þó svo að þeir haldi sig heima í samkomubanninu. Þegar þeir lyfta ekki lóðum í stofunni hjá sér eru landsmenn í óðaönn við að mála íbúðina, parketleggja eða rækta pottaplöntur. Þeir fara þó sjaldnar í búðina en versla meira í hvert skipti. Kórónuveiran og meðfylgjandi samkomubann hafa haft marktæk áhrif á kauphegðun Íslendinga. Markaðsvakt Meniga sýnir þannig að algjör sprenging hafi orðið í sölu á hvers kyns íþróttatólum og tækjum til heimabrúks. Eftir að tilkynnt var um samkomubann þrefaldaðist salan á milli ára og var fimmfalt meiri í fyrstu viku samkomubannsins, samanborið við sömu viku í fyrra. Þá hafa Íslendingar farið að leigja búnað, til að mynda hjá líkamsræktarstöðinni Hress í Hafnarfirði. „Hjólin voru mjög vinsæl, pallar og handlóð - þau voru virkilega vinsæl. Ég er búin að fá mikið af spurningum um ketilbjöllur,“ segir Nótt Jónsdóttir. „Það er í rauninni bara allt. Það er búið að bjóða yfirverð í leigutækin en við vildum tryggja að okkar viðskiptavinir gætu æft heima og við settum þá í forgang,“ Aukin hreyfing kallar á aukna næringu. Þannig hafa kaup Íslendinga í matvöruverslunum verið allt að helmingi meiri eftir samkomubann en þau voru á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Meniga. Aftur á móti hefur búðarferðum þeirra ekki fjölgað að ráði, þannig að ljóst er að landsmenn fara nú sjaldnar að kaupa í matinn en versla meira í hvert skipti. Íslendingar nýta heimaveruna þó ekki aðeins til matseldar, heldur jafnframt til framkvæmda. „Fólk er mikið að leggja parket og mála. Svo sjáum við líka blöndunartæki og annað slíkt,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Íslendingar sitja ekki auðum höndum þó svo að þeir haldi sig heima í samkomubanninu. Þegar þeir lyfta ekki lóðum í stofunni hjá sér eru landsmenn í óðaönn við að mála íbúðina, parketleggja eða rækta pottaplöntur. Þeir fara þó sjaldnar í búðina en versla meira í hvert skipti. Kórónuveiran og meðfylgjandi samkomubann hafa haft marktæk áhrif á kauphegðun Íslendinga. Markaðsvakt Meniga sýnir þannig að algjör sprenging hafi orðið í sölu á hvers kyns íþróttatólum og tækjum til heimabrúks. Eftir að tilkynnt var um samkomubann þrefaldaðist salan á milli ára og var fimmfalt meiri í fyrstu viku samkomubannsins, samanborið við sömu viku í fyrra. Þá hafa Íslendingar farið að leigja búnað, til að mynda hjá líkamsræktarstöðinni Hress í Hafnarfirði. „Hjólin voru mjög vinsæl, pallar og handlóð - þau voru virkilega vinsæl. Ég er búin að fá mikið af spurningum um ketilbjöllur,“ segir Nótt Jónsdóttir. „Það er í rauninni bara allt. Það er búið að bjóða yfirverð í leigutækin en við vildum tryggja að okkar viðskiptavinir gætu æft heima og við settum þá í forgang,“ Aukin hreyfing kallar á aukna næringu. Þannig hafa kaup Íslendinga í matvöruverslunum verið allt að helmingi meiri eftir samkomubann en þau voru á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Meniga. Aftur á móti hefur búðarferðum þeirra ekki fjölgað að ráði, þannig að ljóst er að landsmenn fara nú sjaldnar að kaupa í matinn en versla meira í hvert skipti. Íslendingar nýta heimaveruna þó ekki aðeins til matseldar, heldur jafnframt til framkvæmda. „Fólk er mikið að leggja parket og mála. Svo sjáum við líka blöndunartæki og annað slíkt,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira