Lyfta lóðum, mála veggi og rækta pottaplöntur í samkomubanni Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. mars 2020 22:20 Íslendingar sitja ekki auðum höndum þó svo að þeir haldi sig heima í samkomubanninu. Þegar þeir lyfta ekki lóðum í stofunni hjá sér eru landsmenn í óðaönn við að mála íbúðina, parketleggja eða rækta pottaplöntur. Þeir fara þó sjaldnar í búðina en versla meira í hvert skipti. Kórónuveiran og meðfylgjandi samkomubann hafa haft marktæk áhrif á kauphegðun Íslendinga. Markaðsvakt Meniga sýnir þannig að algjör sprenging hafi orðið í sölu á hvers kyns íþróttatólum og tækjum til heimabrúks. Eftir að tilkynnt var um samkomubann þrefaldaðist salan á milli ára og var fimmfalt meiri í fyrstu viku samkomubannsins, samanborið við sömu viku í fyrra. Þá hafa Íslendingar farið að leigja búnað, til að mynda hjá líkamsræktarstöðinni Hress í Hafnarfirði. „Hjólin voru mjög vinsæl, pallar og handlóð - þau voru virkilega vinsæl. Ég er búin að fá mikið af spurningum um ketilbjöllur,“ segir Nótt Jónsdóttir. „Það er í rauninni bara allt. Það er búið að bjóða yfirverð í leigutækin en við vildum tryggja að okkar viðskiptavinir gætu æft heima og við settum þá í forgang,“ Aukin hreyfing kallar á aukna næringu. Þannig hafa kaup Íslendinga í matvöruverslunum verið allt að helmingi meiri eftir samkomubann en þau voru á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Meniga. Aftur á móti hefur búðarferðum þeirra ekki fjölgað að ráði, þannig að ljóst er að landsmenn fara nú sjaldnar að kaupa í matinn en versla meira í hvert skipti. Íslendingar nýta heimaveruna þó ekki aðeins til matseldar, heldur jafnframt til framkvæmda. „Fólk er mikið að leggja parket og mála. Svo sjáum við líka blöndunartæki og annað slíkt,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Íslendingar sitja ekki auðum höndum þó svo að þeir haldi sig heima í samkomubanninu. Þegar þeir lyfta ekki lóðum í stofunni hjá sér eru landsmenn í óðaönn við að mála íbúðina, parketleggja eða rækta pottaplöntur. Þeir fara þó sjaldnar í búðina en versla meira í hvert skipti. Kórónuveiran og meðfylgjandi samkomubann hafa haft marktæk áhrif á kauphegðun Íslendinga. Markaðsvakt Meniga sýnir þannig að algjör sprenging hafi orðið í sölu á hvers kyns íþróttatólum og tækjum til heimabrúks. Eftir að tilkynnt var um samkomubann þrefaldaðist salan á milli ára og var fimmfalt meiri í fyrstu viku samkomubannsins, samanborið við sömu viku í fyrra. Þá hafa Íslendingar farið að leigja búnað, til að mynda hjá líkamsræktarstöðinni Hress í Hafnarfirði. „Hjólin voru mjög vinsæl, pallar og handlóð - þau voru virkilega vinsæl. Ég er búin að fá mikið af spurningum um ketilbjöllur,“ segir Nótt Jónsdóttir. „Það er í rauninni bara allt. Það er búið að bjóða yfirverð í leigutækin en við vildum tryggja að okkar viðskiptavinir gætu æft heima og við settum þá í forgang,“ Aukin hreyfing kallar á aukna næringu. Þannig hafa kaup Íslendinga í matvöruverslunum verið allt að helmingi meiri eftir samkomubann en þau voru á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Meniga. Aftur á móti hefur búðarferðum þeirra ekki fjölgað að ráði, þannig að ljóst er að landsmenn fara nú sjaldnar að kaupa í matinn en versla meira í hvert skipti. Íslendingar nýta heimaveruna þó ekki aðeins til matseldar, heldur jafnframt til framkvæmda. „Fólk er mikið að leggja parket og mála. Svo sjáum við líka blöndunartæki og annað slíkt,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira