Hefur staðfest reglur um einangrun og sóttkví Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 13:33 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sést hér með Ölmu Möller, landlækni, og Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur staðfest reglur um einangrun og sóttkví vegna COVID-19. Reglurnar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum en í þeim er meðal annars kveðið á um það hverjir eru skyldugir til þess að sæta sóttkví og hvaða reglur gilda í sóttkví. Þá er þess einnig getið í reglunum að brot gegn þeim getur varðað sektum eða fangelsisvist. Samkvæmt reglunum felst eftirfarandi í því að vera í sóttkví: a. Einstaklingur má ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til, svo sem til að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. b. Einstaklingur má ekki taka á móti gestum á heimili sínu meðan sóttkví stendur yfir. c. Einstaklingur má ekki nota almenningssamgöngur eða leigubíla. d. Einstaklingur má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. e. Einstaklingur má hvorki fara á mannamót né á staði þar sem margir koma saman, þ.m.t. í verslanir eða lyfjabúðir. f. Einstaklingur má ekki dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, svo sem stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum/útivistarsvæðum, nema á leið inn og út. Sóttvarnalæknir hefur síðan gefið út nánari leiðbeiningar fyrir almenning um sóttkví sem fylgir reglunum og sjá má hér á vef landlæknis. Þá gilda sérstakar reglur um einangrun: „Einstaklingar sem eru með staðfesta sýkingu af COVID-19 eða ætla má að þeir kunni að vera smitaðir, en þurfa ekki á sjúkrahúsdvöl að halda, skulu vera í einangrun í heimahúsi eða á stað sem almannavarnir og heilsugæsla á hverjum stað tilgreina. Einstaklingur í einangrun á að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta, sbr. leiðbeiningar sóttvarnalæknis. Ákvæði 4. og 5. gr. eiga einnig við um þá sem sæta einangrun nema strangari reglur eigi við. Að jafnaði skal einstaklingur sem er smitaður vera einsamall í einangrun. Aðrir heimilismenn geta þó verið í sóttkví á sama stað ef þeir vilja ekki eða geta ekki farið af heimilinu en þeir eiga að takmarka snertingu við þann sem er í einangrun eins og raunhæft er og helst að halda sig í a.m.k. 1 m fjarlægð frá hinum smitaða. Ef fleiri veikjast á heimilinu lengir það tíma sem aðrir heimilismenn þurfa að vera í sóttkví og mögulega einangrun. Sóttvarnalæknir hefur gefið út nánari leiðbeiningar fyrir almenning um einangrun, sbr. fylgiskjal 2 með reglum þessum. Einnig getur hann mælt sérstaklega fyrir um hvernig einangrun skuli háttað í einstaka tilfellum, telji hann tilefni til. Einangrun vegna COVID-19 má læknir aflétta þegar 14 dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í a.m.k. sjö daga.“ Reglur um einangrun og sóttkví má lesa í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur staðfest reglur um einangrun og sóttkví vegna COVID-19. Reglurnar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum en í þeim er meðal annars kveðið á um það hverjir eru skyldugir til þess að sæta sóttkví og hvaða reglur gilda í sóttkví. Þá er þess einnig getið í reglunum að brot gegn þeim getur varðað sektum eða fangelsisvist. Samkvæmt reglunum felst eftirfarandi í því að vera í sóttkví: a. Einstaklingur má ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til, svo sem til að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. b. Einstaklingur má ekki taka á móti gestum á heimili sínu meðan sóttkví stendur yfir. c. Einstaklingur má ekki nota almenningssamgöngur eða leigubíla. d. Einstaklingur má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. e. Einstaklingur má hvorki fara á mannamót né á staði þar sem margir koma saman, þ.m.t. í verslanir eða lyfjabúðir. f. Einstaklingur má ekki dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, svo sem stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum/útivistarsvæðum, nema á leið inn og út. Sóttvarnalæknir hefur síðan gefið út nánari leiðbeiningar fyrir almenning um sóttkví sem fylgir reglunum og sjá má hér á vef landlæknis. Þá gilda sérstakar reglur um einangrun: „Einstaklingar sem eru með staðfesta sýkingu af COVID-19 eða ætla má að þeir kunni að vera smitaðir, en þurfa ekki á sjúkrahúsdvöl að halda, skulu vera í einangrun í heimahúsi eða á stað sem almannavarnir og heilsugæsla á hverjum stað tilgreina. Einstaklingur í einangrun á að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta, sbr. leiðbeiningar sóttvarnalæknis. Ákvæði 4. og 5. gr. eiga einnig við um þá sem sæta einangrun nema strangari reglur eigi við. Að jafnaði skal einstaklingur sem er smitaður vera einsamall í einangrun. Aðrir heimilismenn geta þó verið í sóttkví á sama stað ef þeir vilja ekki eða geta ekki farið af heimilinu en þeir eiga að takmarka snertingu við þann sem er í einangrun eins og raunhæft er og helst að halda sig í a.m.k. 1 m fjarlægð frá hinum smitaða. Ef fleiri veikjast á heimilinu lengir það tíma sem aðrir heimilismenn þurfa að vera í sóttkví og mögulega einangrun. Sóttvarnalæknir hefur gefið út nánari leiðbeiningar fyrir almenning um einangrun, sbr. fylgiskjal 2 með reglum þessum. Einnig getur hann mælt sérstaklega fyrir um hvernig einangrun skuli háttað í einstaka tilfellum, telji hann tilefni til. Einangrun vegna COVID-19 má læknir aflétta þegar 14 dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í a.m.k. sjö daga.“ Reglur um einangrun og sóttkví má lesa í heild sinni hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira