Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 11:30 Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands þykir hafa staðið sig vel í viðbrögðum sínum við kórónuvírusfaraldrinum. Í skoðanakönnun sem var birt í gær sögðust níu af hverjum tíu vera ánægðir með störf hennar. Mikko Stig/Lehtikuva /AP Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. Um þriðjungur Finna býr í Uusimaa, eða 1,7 milljón manna, en þar hefur greinst helmingur af kórónuveirum smitum í landinu. Alls hafa greinst rétt rúmlega 1,000 smit í Finnlandi. Áður höfðu yfirvöld í Finnlandi lokað landamærum fyrir öllum nema íbúum landsins, lokað skólum og bannað samkomur fleiri en 10 manna. Með samgöngubanni á Uusimaa ætla þau í raun að skipta landinu í tvennt. „Lögregla mun hafa eftirlit með 30 til 40 vegum út úr Uusimaa og lögreglustjórinn í Helsinki sagði fyrr í dag að lögregla væri reiðubúin að bregðast við um leið og þingið samþykkir bannið,“ segir Mirja Kivimäki fréttastjóri hjá MTV sjónvarpsstöðinni. Hún sagði að fyrirliggjandi frumvarp gerði ráð fyrir að samgöngubannið hæfist á miðnætti í kvöld. Hernum hefur verið skipað að aðstoða lögreglu reynist þörf á því. Lögregla segist þegar hafa óskað eftir aðstoð. Síðustu daga hafa þúsundir Finna streymt út úr Helsinki og nærliggjandi svæðum. Búist er við að margir þeirra ætli að þrauka bannið, sem á að standa í þrjár vikur, í sumarhúsum sínum. Yfirvöld í sveitum og bæjum utan Uusimaa hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að yfirvofandi bann hafi með þessu ýtt undir ferðalög upp í sveitir og þannig valdið aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar. Eigendur matvöruverslana í sveitum Suður-Saavo, norðaustur af Helsinki, segja í viðtali við ríkisútvarpið YLE að mikil söluaukning hafi orðið hjá sér síðustu daga. Fulltrúi kaupfélagasambands í héraðinu segir aukninguna benda til að 30.000 manns hafi komið inn í héraðið á allra síðustu dögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Finnland Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. Um þriðjungur Finna býr í Uusimaa, eða 1,7 milljón manna, en þar hefur greinst helmingur af kórónuveirum smitum í landinu. Alls hafa greinst rétt rúmlega 1,000 smit í Finnlandi. Áður höfðu yfirvöld í Finnlandi lokað landamærum fyrir öllum nema íbúum landsins, lokað skólum og bannað samkomur fleiri en 10 manna. Með samgöngubanni á Uusimaa ætla þau í raun að skipta landinu í tvennt. „Lögregla mun hafa eftirlit með 30 til 40 vegum út úr Uusimaa og lögreglustjórinn í Helsinki sagði fyrr í dag að lögregla væri reiðubúin að bregðast við um leið og þingið samþykkir bannið,“ segir Mirja Kivimäki fréttastjóri hjá MTV sjónvarpsstöðinni. Hún sagði að fyrirliggjandi frumvarp gerði ráð fyrir að samgöngubannið hæfist á miðnætti í kvöld. Hernum hefur verið skipað að aðstoða lögreglu reynist þörf á því. Lögregla segist þegar hafa óskað eftir aðstoð. Síðustu daga hafa þúsundir Finna streymt út úr Helsinki og nærliggjandi svæðum. Búist er við að margir þeirra ætli að þrauka bannið, sem á að standa í þrjár vikur, í sumarhúsum sínum. Yfirvöld í sveitum og bæjum utan Uusimaa hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að yfirvofandi bann hafi með þessu ýtt undir ferðalög upp í sveitir og þannig valdið aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar. Eigendur matvöruverslana í sveitum Suður-Saavo, norðaustur af Helsinki, segja í viðtali við ríkisútvarpið YLE að mikil söluaukning hafi orðið hjá sér síðustu daga. Fulltrúi kaupfélagasambands í héraðinu segir aukninguna benda til að 30.000 manns hafi komið inn í héraðið á allra síðustu dögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Finnland Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira