Erlent

Áskorendamótið í Katrínarborg slegið af í bili

Jakob Bjarnar skrifar
Grischuk og Nepo olnbogast við upphaf sinnar skákar. Mótinu hefur verið frestað og verið að koma keppendum heim.
Grischuk og Nepo olnbogast við upphaf sinnar skákar. Mótinu hefur verið frestað og verið að koma keppendum heim.

Hið æsispennandi og sögulega Áskorendamót í Úralfjöllum, þar sem átta fremstu skákmenn heims hafa barist um það hver fær að skora á heimsmeistarann Magnús Carlsen, hefur verið slegið af. Þetta er tilkynnt í yfirlýsingu sem forseti FIDE, Arkady Dvorkovich, undirritar.

Mótshaldið hefur verið umdeilt vegna stöðunnar sem komin er upp vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hafa nokkrir keppenda talið vert að því yrði að aflýsa svo sem hinn rússneski Alexander Grischuk. Hann hefur siglt lygnan sjó þannig að ekki er hægt að væna hann um að vilja hætta vegna slaks gengis.

Efstir eftir sjö umferðir eru hins vegar þeir Vachier-Lagrave og Ian Nepomniachtchi.

Í áðurnefndri yfirlýsingu Arkady Dvorkovich segir reyndar að mótinu hafi verið frestað. Og boðað að því verði fram haldið seinna, nánari dagsetningar verða kynntar seinna. Nefnt er að rússnesk yfirvöld hafi gefið það út að flug frá landinu yrði í skötulíki og því sé ekki hægt að ábyrgjast það að keppendur komist heim.

Vísir hefur fylgst grannt með mótinu, fékk Hrafn Jökulsson sérstaklega til að fjalla um það. Hrafn er nú í þessum orðum töluðum að vinna að úttekt um mótið og fara nánar yfir stöðu mála.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×