Dagur tvö: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. mars 2020 10:30 Garpur Elísabetarson ferðast einn um Ísland á tímum kórónuveiru. Vísir/Garpur Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Dag tvö í ferðadagbók hans má finna hér fyrir neðan. Í dag má segja að hringferðin í kringum Ísland hafi tekið af stað. Ég gisti á Hótel Rangá þar sem var hugsað mjög vel um mig. Ég byrjaði á því að kíkja á Nauthúsagil, sem er staður, þokkalega falinn mörgum. Ég var reyndar mest forvitinn að finna gönguskó dóttur minnar sem gleymdust þarna fyrir nokkrum mánuðum. Ég fann þá ekki. En það var ófært að ganga gilið, þannig ég lét mér nægja að fylla flöskuna af fersku vatni og halda áfram. Klippa: Dagur 2 - Ferðalangur í eigin landi Ég stoppaði stutt við Seljalandsfoss, þar sem vegurinn fyrir aftan fossinn var lokaður vegna snjóþyngdar. Því næst fór ég að Skógafossi. Þar var ég aleinn í heiminum og fylgdist ég með snjókornunum blandast vatninu í máttugum fossinum. Snjókornin við Skógafoss fönguðu athyglina.Vísir/Garpur Það góða við að vera einn á Skógafossi er að þá eru tröppurnar sem leiða mann upp fyrir fossinn auðar. Eitthvað sem ég hef aldrei fengið út af fyrir mig áður. Ég nýtti því tækifærið og hljóp upp. Eða, ég hljóp þar til ég gat ekki hlaupið lengur og skreið svo restina af þessum rúmlega 400 tröppum. Það voru engir ferðamenn sjáanlegir í Reynisfjöru í gær.Vísir/Garpur Ég endaði svo daginn í Reynisfjöru þar sem ég fylgdist dáleiddur með ógnvæglegum öldunum berja svarta sandinn. Það er auðvelt að gleyma sér í Reynisfjöru og auðvitað um leið stórhættulegt. Ég gisti í Vík í kvöld, eða rétt fyrir utan á Hótel Kötlu, en á morgun bíða mín nokkur ævintýri í kringum bæinn áður en ég held ferð minni áfram austur. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalangur í eigin landi Ferðalög Tengdar fréttir Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. 24. mars 2020 14:30 Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Dag tvö í ferðadagbók hans má finna hér fyrir neðan. Í dag má segja að hringferðin í kringum Ísland hafi tekið af stað. Ég gisti á Hótel Rangá þar sem var hugsað mjög vel um mig. Ég byrjaði á því að kíkja á Nauthúsagil, sem er staður, þokkalega falinn mörgum. Ég var reyndar mest forvitinn að finna gönguskó dóttur minnar sem gleymdust þarna fyrir nokkrum mánuðum. Ég fann þá ekki. En það var ófært að ganga gilið, þannig ég lét mér nægja að fylla flöskuna af fersku vatni og halda áfram. Klippa: Dagur 2 - Ferðalangur í eigin landi Ég stoppaði stutt við Seljalandsfoss, þar sem vegurinn fyrir aftan fossinn var lokaður vegna snjóþyngdar. Því næst fór ég að Skógafossi. Þar var ég aleinn í heiminum og fylgdist ég með snjókornunum blandast vatninu í máttugum fossinum. Snjókornin við Skógafoss fönguðu athyglina.Vísir/Garpur Það góða við að vera einn á Skógafossi er að þá eru tröppurnar sem leiða mann upp fyrir fossinn auðar. Eitthvað sem ég hef aldrei fengið út af fyrir mig áður. Ég nýtti því tækifærið og hljóp upp. Eða, ég hljóp þar til ég gat ekki hlaupið lengur og skreið svo restina af þessum rúmlega 400 tröppum. Það voru engir ferðamenn sjáanlegir í Reynisfjöru í gær.Vísir/Garpur Ég endaði svo daginn í Reynisfjöru þar sem ég fylgdist dáleiddur með ógnvæglegum öldunum berja svarta sandinn. Það er auðvelt að gleyma sér í Reynisfjöru og auðvitað um leið stórhættulegt. Ég gisti í Vík í kvöld, eða rétt fyrir utan á Hótel Kötlu, en á morgun bíða mín nokkur ævintýri í kringum bæinn áður en ég held ferð minni áfram austur. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalangur í eigin landi Ferðalög Tengdar fréttir Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. 24. mars 2020 14:30 Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. 24. mars 2020 14:30
Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30