Innlent

Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðó­næmi þjóðarinnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Starfsmaður á Heilsugæslunni Höfða sést hér með einn veirupinna í annarri höndinni þegar hann tekur sýni fyrir kórónuveirunni hjá manneskju sem situr inni í bílnum.
Starfsmaður á Heilsugæslunni Höfða sést hér með einn veirupinna í annarri höndinni þegar hann tekur sýni fyrir kórónuveirunni hjá manneskju sem situr inni í bílnum. Vísir/Vilhelm

Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. Takist að lækka þessa tölu, sem miðað er að því að gera með aðgerðum stjórnvalda, má lækka hlutfall hjarðónæmis í samfélaginu sem þarf til að faraldurinn stöðvist. 

Þetta kemur fram í grein sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir skrifa í Morgunblaðið í dag.

Í greininni leggja Þórólfur, Alma, Víðir og Haraldur áherslu á að aðgerðir hingað til hafi miðast við að draga sem mest úr úrbreiðslu farsóttarinnar hér á landi og „hægja á faraldrinum með það fyrir augum að heilbrigðiskerfið geti sinnt sjúkum á hverjum tíma.“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi.Vísir/Vilhelm

Þá segir að útbreiðsla COVID-19 sé talin lúta útbreiðslutölunni Ro = 2,5, „sem merkir að hver smitandi einstaklingur smiti að meðaltali 2,5 aðra í næmri hjörð. Ef Ro er 1 verður engin útbreiðsla á faraldrinum. Ef Ro er Ef Ro er <1 fjarar faraldurinn út.“

Aðgerðir heilbrigðisyfirvalda hingað til, þ.e. að finna smitaða einstaklinga og einangra þá, að setja einkennalausa einstaklinga sem hafa verið í nánum tengslum við smitaða í sóttkví og stuðla að svokallaðri „félagsforðun“ (e. social distancing), miða að því að lækka þessa Ro-tölu.

„Sambandið á milli útbreiðslutölunnar Ro og hjarðónæmis (H) er athyglisvert (H = 1-1/Ro). Ef útbreiðslutalan er 2,5 þarf 60% þjóðarinnar að verða með ónæmi (mótefni) til að faraldurinn stöðvist. Takist að lækka Ro dregur umtalsvert úr hlutfalli þeirra sem þurfa að hafa ónæmi í samfélaginu til að faraldurinn stöðvist,“ segir í greininni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×