Er góð hugmynd að taka út séreignina? Björn Berg Gunnarsson skrifar 26. mars 2020 08:00 Meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa ráðist í til að bregðast við efnahagsáhrifum COVID-19 veirunnar er að opna fyrir úttekt séreignarsparnaðar. Heimildin er á þennan veg: Opin öllum óháð aldri Hámarksútgreiðsla er 800.000 kr. á mánuði í 15 mánuði = 12 milljónir króna Greiddur er skattur af úttektinni Úttektin hefur ekki áhrif á greiðslur barnabóta, vaxtabóta og ellilífeyris TR Þessi tímabundna heimild kemur ekki til af góðu heldur er ætlað að létta undir með þeim sem sjá fram á fjárhagslega erfiðleika vegna ástandsins. Hvers vegna greiðum við í séreignarsparnað? Ef við viljum megum við greiða 2-4% af launum okkar í viðbótarlífeyrissparnað (séreignarsparnað) og eigum þá rétt á 2% framlagi frá vinnuveitanda á móti. Þetta er í raun launahækkun og því ættu allir að greiða í séreignarsparnað, þó ekki sé nema til þess að fá þessa viðbótargreiðslu. Auk þess hefur um skeið verið boðið upp á sérstaka ráðstöfun séreignar inn á íbúðalán eða til útborgunar í fyrstu íbúð og er slíkt skattfrjálst. Séreignarsparnaður er annars að öllu jöfnu bundinn til 60 ára aldurs og þá er úttekt frjáls. Ástæða þess er að ef ekki er sparað með þessum hætti er hætt við að tekjur okkar lækki til muna þegar við hættum að vinna þar sem reglulegar greiðslur úr lífeyrissjóðum eru yfirleitt talsvert lægri en launin okkar voru á vinnumarkaði. Séreign er með öðrum orðum mikilvægur þáttur þess að hafa það betra þegar við verðum eldri og það hefur ekki breyst, þrátt fyrir þessa tímabundnu heimild til úttektar. Kærkomið í brýnni neyð Þar sem séreign mun reynast okkur afar dýrmæt þegar við verðum eldri er stór ákvörðun að nýta þá fjármuni í dag. En nú er hætt við að fjárhagur margra muni versna, vonandi bara tímabundið, en höggið getur orðið þungt. Þá getur verið dýrmætt að geta nýtt séreignina til að komast í gegnum erfiðasta skaflinn. Úttekt við slíkar aðstæður er ekki bara skiljanleg heldur getur verið æskileg og nauðsynleg. Þau sem ekki hafa brýna þörf á úttekt ættu þó að hafa upphaflegt hlutverk séreignar í huga. Með úttekt í dag getur miklum hagsmunum í framtíð verið fórnað. Þó opnað sé fyrir úttekt tímabundið er ekki þar með sagt að við ættum öll að nýta þá heimild. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenskir bankar Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Sjá meira
Meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa ráðist í til að bregðast við efnahagsáhrifum COVID-19 veirunnar er að opna fyrir úttekt séreignarsparnaðar. Heimildin er á þennan veg: Opin öllum óháð aldri Hámarksútgreiðsla er 800.000 kr. á mánuði í 15 mánuði = 12 milljónir króna Greiddur er skattur af úttektinni Úttektin hefur ekki áhrif á greiðslur barnabóta, vaxtabóta og ellilífeyris TR Þessi tímabundna heimild kemur ekki til af góðu heldur er ætlað að létta undir með þeim sem sjá fram á fjárhagslega erfiðleika vegna ástandsins. Hvers vegna greiðum við í séreignarsparnað? Ef við viljum megum við greiða 2-4% af launum okkar í viðbótarlífeyrissparnað (séreignarsparnað) og eigum þá rétt á 2% framlagi frá vinnuveitanda á móti. Þetta er í raun launahækkun og því ættu allir að greiða í séreignarsparnað, þó ekki sé nema til þess að fá þessa viðbótargreiðslu. Auk þess hefur um skeið verið boðið upp á sérstaka ráðstöfun séreignar inn á íbúðalán eða til útborgunar í fyrstu íbúð og er slíkt skattfrjálst. Séreignarsparnaður er annars að öllu jöfnu bundinn til 60 ára aldurs og þá er úttekt frjáls. Ástæða þess er að ef ekki er sparað með þessum hætti er hætt við að tekjur okkar lækki til muna þegar við hættum að vinna þar sem reglulegar greiðslur úr lífeyrissjóðum eru yfirleitt talsvert lægri en launin okkar voru á vinnumarkaði. Séreign er með öðrum orðum mikilvægur þáttur þess að hafa það betra þegar við verðum eldri og það hefur ekki breyst, þrátt fyrir þessa tímabundnu heimild til úttektar. Kærkomið í brýnni neyð Þar sem séreign mun reynast okkur afar dýrmæt þegar við verðum eldri er stór ákvörðun að nýta þá fjármuni í dag. En nú er hætt við að fjárhagur margra muni versna, vonandi bara tímabundið, en höggið getur orðið þungt. Þá getur verið dýrmætt að geta nýtt séreignina til að komast í gegnum erfiðasta skaflinn. Úttekt við slíkar aðstæður er ekki bara skiljanleg heldur getur verið æskileg og nauðsynleg. Þau sem ekki hafa brýna þörf á úttekt ættu þó að hafa upphaflegt hlutverk séreignar í huga. Með úttekt í dag getur miklum hagsmunum í framtíð verið fórnað. Þó opnað sé fyrir úttekt tímabundið er ekki þar með sagt að við ættum öll að nýta þá heimild. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar