Innlent

Opna fyrir rafræna skráningu meðmælenda

Sylvía Hall skrifar
Forsetakosningar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Forsetakosningar fara fram þann 27. júní næstkomandi. Vísir/Vilhelm

Opnað hefur verið fyrir rafræna skráningu á meðmælendalista vegna forsetakosninga sem fara fram þann 27. júní næstkomandi. Skráningin fer fram í meðmælendakerfi Þjóðskrár Íslands.

Breytingartillaga á lögum um framboð og kjör forseta Íslands tók gildi í vikunni og með þeim breytingum var heimilt að safna undirskriftum með þessum hætti.

Áfram verður hægt að safna meðmælendum með hefðbundnu sniði á pappír en í ljósi þess ástands sem ríkir í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins var ákveðið að bjóða upp á rafræna skráningu einnig. Frambjóðandi eða umboðsmaður hans sem óskar meðmælendum rafrænt skal þó tilkynna það til Þjóðskrár eins skjótt og auðið er til þess að tryggja að skráningin geti farið fram í meðmælendakerfinu.

Frambjóðandi skal skila inn meðmælum frá minnst fimmtán hundruð kosningabærum einstaklingum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir aukna rafræna stjórnsýslu vera mikilvægt framfaraskref en jafnframt nauðsynlega á þessum tímum vegna fjarlægðatakmarkana og samkomubanns.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×