Skýlaus réttur til endurgreiðslu má ekki fara forgörðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2020 12:14 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Formaður Neytendasamtakanna hvetur bæði fyrirtæki og neytendur til að sýna skilning á tímum heimsfaraldurs. Skýlaus réttur neytenda til endurgreiðslu megi þó ekki fara forgörðum og vonar hann að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. Faraldur Kórónuveirunnar hefur haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna, en greinin er nánast tekjulaus. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að flestar ferðaskrifstofur fari í þrot verði lögum um endurgreiðslu ekki breytt. Evrópulöggjöf um að ferðaskrifstofur endurgreiði viðskiptavinum bókaðar ferðir sé afar íþyngjandi á þessum tímum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir ótækt að rýra rétt neytenda. „Það eru einhverjir sem vilja víkja frá þessum lögum og það tel ég ekki góða hugmynd, það er ekki hægt að rýra rétt neytenda og sérstaklega ekki eftir á,“ sagði Breki Karlsson. Breki bendir á að aðgerða sé þörf til að bjarga ferðaskrifstofum. Neytendasamtökin vilja að stjórnvöld fari sömu leið og Danir. „Það sem Danir gerðu var að sprauta 1,5 milljarði danskra króna inn í sjóð og úr þeim sjóði geta fyrirtæki sótt lán til að endurgreiða neytendum og þeir hafa svo 10 ár til að borga það til baka,“ sagði Breki. Breki segir þessa innspýtingu hafa verið hluti af aðgerðarpakka dönsku ríkisstjórnarinnar. Vonast hann til að íslenska ríkisstjórnin geri slíkt hið sama. „Það væri alveg lag að ríkisstjórnin horfði nú til þessarar dönsku leiðar sem virðist vera að þjóna bæði neytendum og fyrirtækjum,“ sagði Breki. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær greindum við einnig frá því að engar fleiri sýningar verði sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs. Þeir sem eiga miða á sýningu sem fellur niður vegna ástandsins fá nýja miða í haust. Samkvæmt markaðsdeildum leikhúsanna verða miðar ekki endurgreiddir nema við afar sérstakar aðstæður en leikhúsin munu bjóða upp á þann valmöguleika að fá inneign í stað nýs miða. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að bæði neytendur og fyrirtæki sýni skilning á ástandinu. „Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að leikhúsin bjóði nýjar dagsetningar fyrir leikhússesti sína og flott ef gestir geti nýtt þessar nýju dagsetningar, en ef þeir geta ekki gert það þá eiga þeir skýlausan rétt til endurgreiðslu,“ sagði Breki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Leikhús Tengdar fréttir Engar fleiri sýningar verða sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. 18. apríl 2020 20:30 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna hvetur bæði fyrirtæki og neytendur til að sýna skilning á tímum heimsfaraldurs. Skýlaus réttur neytenda til endurgreiðslu megi þó ekki fara forgörðum og vonar hann að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. Faraldur Kórónuveirunnar hefur haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna, en greinin er nánast tekjulaus. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að flestar ferðaskrifstofur fari í þrot verði lögum um endurgreiðslu ekki breytt. Evrópulöggjöf um að ferðaskrifstofur endurgreiði viðskiptavinum bókaðar ferðir sé afar íþyngjandi á þessum tímum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir ótækt að rýra rétt neytenda. „Það eru einhverjir sem vilja víkja frá þessum lögum og það tel ég ekki góða hugmynd, það er ekki hægt að rýra rétt neytenda og sérstaklega ekki eftir á,“ sagði Breki Karlsson. Breki bendir á að aðgerða sé þörf til að bjarga ferðaskrifstofum. Neytendasamtökin vilja að stjórnvöld fari sömu leið og Danir. „Það sem Danir gerðu var að sprauta 1,5 milljarði danskra króna inn í sjóð og úr þeim sjóði geta fyrirtæki sótt lán til að endurgreiða neytendum og þeir hafa svo 10 ár til að borga það til baka,“ sagði Breki. Breki segir þessa innspýtingu hafa verið hluti af aðgerðarpakka dönsku ríkisstjórnarinnar. Vonast hann til að íslenska ríkisstjórnin geri slíkt hið sama. „Það væri alveg lag að ríkisstjórnin horfði nú til þessarar dönsku leiðar sem virðist vera að þjóna bæði neytendum og fyrirtækjum,“ sagði Breki. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær greindum við einnig frá því að engar fleiri sýningar verði sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs. Þeir sem eiga miða á sýningu sem fellur niður vegna ástandsins fá nýja miða í haust. Samkvæmt markaðsdeildum leikhúsanna verða miðar ekki endurgreiddir nema við afar sérstakar aðstæður en leikhúsin munu bjóða upp á þann valmöguleika að fá inneign í stað nýs miða. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að bæði neytendur og fyrirtæki sýni skilning á ástandinu. „Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að leikhúsin bjóði nýjar dagsetningar fyrir leikhússesti sína og flott ef gestir geti nýtt þessar nýju dagsetningar, en ef þeir geta ekki gert það þá eiga þeir skýlausan rétt til endurgreiðslu,“ sagði Breki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Leikhús Tengdar fréttir Engar fleiri sýningar verða sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. 18. apríl 2020 20:30 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Engar fleiri sýningar verða sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. 18. apríl 2020 20:30
„Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36