Lífið

Komu leigu­bíl­stjóra á ó­vart þegar hann sótti sjúk­ling

Sylvía Hall skrifar
Leigubílstjórinn var augljóslega snortinn yfir móttökunum.
Leigubílstjórinn var augljóslega snortinn yfir móttökunum. Skjáskot

Leigubílstjóri sem hefur skutlað sjúklingum frítt á spítala á Spáni fékk heldur fallegar móttökur á sjúkrahúsi þar í landi eftir að hafa verið beðinn um að sækja sjúkling á sjúkrahúsið. Þegar hann mætti á svæðið fögnuðu læknar og hjúkrunarfræðingar honum með lófaklappi og peningagjöf.

Myndband af atvikinu hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og bílstjóranum hrósað í hástert fyrir sitt framtak í þágu sjúklinga þar í landi.

Gripið hefur verið til harðra aðgerða á Spáni til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, en veiran hefur leikið Spánverja sérstaklega grátt. Greint var frá því í gær að skráð dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 í landinu séu nú fleiri en 20 þúsund. Skráð smit í landinu eru nú rúmlega 200 þúsund.

Hér að neðan má sjá myndband af móttökunum.


Tengdar fréttir

Rúm­lega 20 þúsund nú látnir á Spáni

Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan.

Yfir tvær milljónir smita staðfestar á heimsvísu

Staðfest tilfelli kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19 eru nú fleiri en tvær milljónir á heimsvísu. Flest eru smitin í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vefsíðu á vegum Johns Hopkins háskóla í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×