Leigubílstjóri sem hefur skutlað sjúklingum frítt á spítala á Spáni fékk heldur fallegar móttökur á sjúkrahúsi þar í landi eftir að hafa verið beðinn um að sækja sjúkling á sjúkrahúsið. Þegar hann mætti á svæðið fögnuðu læknar og hjúkrunarfræðingar honum með lófaklappi og peningagjöf.
Myndband af atvikinu hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og bílstjóranum hrósað í hástert fyrir sitt framtak í þágu sjúklinga þar í landi.
Gripið hefur verið til harðra aðgerða á Spáni til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, en veiran hefur leikið Spánverja sérstaklega grátt. Greint var frá því í gær að skráð dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 í landinu séu nú fleiri en 20 þúsund. Skráð smit í landinu eru nú rúmlega 200 þúsund.
Hér að neðan má sjá myndband af móttökunum.
I'm not crying you are.
— Giles Paley-Phillips (@eliistender10) April 19, 2020
A taxi driver in Spain who has taken patients to the hospital, free of charge, got a call to pickup a patient from the hospital.
When he arrived, doctors and nurses surprised him with a standing ovation, plus an envelope of money. pic.twitter.com/lOdCele0G3