Innlent

Bátur strandaði við höfnina á Drangs­nesi

Atli Ísleifsson skrifar
Ákveðið var að taka áhöfnina í land og bíða eftir flóði í þeirri von að losa bátinn þannig.
Ákveðið var að taka áhöfnina í land og bíða eftir flóði í þeirri von að losa bátinn þannig. Björgunarsveitin Björg

Bátur strandaði við höfnina við Kokkálsvík á Drangsnesi í gærkvöldi.

Björgunarsveitin Björg greinir frá því á Facebook-síðu sinni að aðstoðarbeiðni hafi borist og hafi björgunarsveitarmenn farið á bátnum Pólstjörnunni og skoðað aðstæður.

Var í kjölfarið ákveðið að taka áhöfnina í land og bíða eftir flóði í þeirri von að losa bátinn þannig.

„Svo var farið kl 06:00 og báturinn dreginn af strandstað á Pólstjörnunni og gat báturinn siglt undir eigin vélarafli í höfn,“ segir í færslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×