Gefur eftir helming launa sinna Anton Ingi Leifsson skrifar 24. mars 2020 19:00 Mikael Nikulásson er þjálfari Njarðvíkur sem og spekingur í hlaðvarpsþættinum vinsæla Dr. Football. vísir/skjáskot Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa eftir hluta af launum sínum sem þjálfari liðsins en mörg lið róa lífróður þessa daganna vegna ástandsins sem upp er komin vegna kórónuveirunnar. Mikael tilkynnti þetta í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær en Kjartan Atli Kjartansson hitti Mikael í dag þar sem hann fór yfir ákvörðun Mikaels. Innslagið var svo sýnt í Sportið í dag. „Ég tel það mína skyldu. Við erum ekki búnir að æfa í rúma viku og ég sé ekki fram á að fyrsta æfing verði fyrr en í fyrsta lagi 15. apríl. Vonandi þá. Á þessum mánuði er ég ekki að fara á neinar æfingar. Ég set upp prógram fyrir strákana og þarf ekki að keyra til Keflavíkur og er ekkert að æfa frekar en aðrir,“ sagði Mikael í þætti dagsins. Klippa: Sportið í dag: Mikael gefur eftir laun „Það er hart í ári hjá öllum liðum og ég legg mitt að mörkum að reyna halda þeim leikmönnum sem við erum búnir að semja við fyrir tímabilið. Við erum með tvo útlendinga sem kosta. Ég vil halda þeim og ég gef eftir helminginn af laununum mínum í mars og væntanlega apríl líka.“ En hvetur Mikael aðra leikmenn og þjálfara til að gera slíkt hið sama? „Ég held að margir leikmenn og þjálfarar hafa tök á því og ef menn hafa tök á því þá tel ég að þeir eigi að gera það. Það hjálpar til í öllum rekstrinum og það gefur gott inn í klúbbinn og leikmannahópinn að menn séu að sína samstöðu.“ „Það kostar að reka þetta og það er lítið til hjá mörgum og verður væntanlega minna. Ég myndi telja að menn ættu að fara að þessu fordæmi ef menn virkilega geta það. Ef hver og einn myndi gefa eitthvað smotterí af laununum sínum, eins og í stóru liðunum í efstu deild, þá myndi það hjálpa heilmikið og gera félögin sterkari.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa eftir hluta af launum sínum sem þjálfari liðsins en mörg lið róa lífróður þessa daganna vegna ástandsins sem upp er komin vegna kórónuveirunnar. Mikael tilkynnti þetta í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær en Kjartan Atli Kjartansson hitti Mikael í dag þar sem hann fór yfir ákvörðun Mikaels. Innslagið var svo sýnt í Sportið í dag. „Ég tel það mína skyldu. Við erum ekki búnir að æfa í rúma viku og ég sé ekki fram á að fyrsta æfing verði fyrr en í fyrsta lagi 15. apríl. Vonandi þá. Á þessum mánuði er ég ekki að fara á neinar æfingar. Ég set upp prógram fyrir strákana og þarf ekki að keyra til Keflavíkur og er ekkert að æfa frekar en aðrir,“ sagði Mikael í þætti dagsins. Klippa: Sportið í dag: Mikael gefur eftir laun „Það er hart í ári hjá öllum liðum og ég legg mitt að mörkum að reyna halda þeim leikmönnum sem við erum búnir að semja við fyrir tímabilið. Við erum með tvo útlendinga sem kosta. Ég vil halda þeim og ég gef eftir helminginn af laununum mínum í mars og væntanlega apríl líka.“ En hvetur Mikael aðra leikmenn og þjálfara til að gera slíkt hið sama? „Ég held að margir leikmenn og þjálfarar hafa tök á því og ef menn hafa tök á því þá tel ég að þeir eigi að gera það. Það hjálpar til í öllum rekstrinum og það gefur gott inn í klúbbinn og leikmannahópinn að menn séu að sína samstöðu.“ „Það kostar að reka þetta og það er lítið til hjá mörgum og verður væntanlega minna. Ég myndi telja að menn ættu að fara að þessu fordæmi ef menn virkilega geta það. Ef hver og einn myndi gefa eitthvað smotterí af laununum sínum, eins og í stóru liðunum í efstu deild, þá myndi það hjálpa heilmikið og gera félögin sterkari.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira