„Við erum ekkert að grínast með þetta“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. mars 2020 14:47 Víðir Reynisson með orðið á fundinum í dag. Júlíus sigurjónsson Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, leggur þunga áherslu á það að fólk hlíti samkomubanninu, sem var hert á miðnætti. Það sé mikilvægt að landsmenn fari eftir ákvæðum þess, eins og að passa að ekki safnist fleiri en 20 saman. „Við erum ekkert að grínast með þetta,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segir að heilt yfir hafi gengið vel að framfylgja samkomubanninu. Þó hafi almannavörnum borist nokkur fjöldi tilkynninga um hugsanleg brot á banninu, auk þess sem embættið hafi fengið ógrynni undanþágubeiðna. Sjá einnig: Hvað felst í hertu samkomubanni? Það taldi Víðir til marks um það að hópur landsmanna átti sig ekki á mikilvægi samkomubannsins í baráttunni gegn kórónuveirunni. „Fólk verður að taka þessu alvarlega og fara eftir leiðbeiningum,“ sagði Víðir. „Þetta er mjög snúið og það er ekkert í samfélaginu að fara að virka eðlilega.“ Vísaði hann þar m.a. til þess að fjöldi fyrirtækja hefur þurft að gjörbreyta starfsemi sinni eða jafnvel loka eftir að samkomubannið var hert. Má þarf nefna fjölda veitinga- og skemmtistaða, hárgreiðslu-, snyrti og nuddstofa. Að sama skapi séu lönd um allan heim að grípa til sambærilegra, eða jafnvel harðari aðgerða með tilheyrandi röskun á daglegu lífi. Það undirstriki alvarleika og mikilvægi málsins. Aðspurður um hvaða viðurlög séu við brotum á samkomubanninu sagði hann það ekki liggja nákvæmlega fyrir á þessari stundu. Þau skýrist þó mjög fljótlega eftir að upplýsingar berast frá ríkissaksóknara. Svar Víðis má sjá að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Tengdar fréttir Hert samkomubann hefur nú tekið gildi Hert samkomubann tók gildi nú á miðnætti sem felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera í sama rými. 24. mars 2020 00:00 Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Meirihluti þeirra sem greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring var í sóttkví Meirihluti þeirra sextíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring var í sóttkví eða um 60 prósent. 24. mars 2020 14:32 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Rannsókn með djúpborun í Krýsuvík hafin „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Lést í snjóflóði í Ölpunum „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Víða bjart yfir landinu í dag Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, leggur þunga áherslu á það að fólk hlíti samkomubanninu, sem var hert á miðnætti. Það sé mikilvægt að landsmenn fari eftir ákvæðum þess, eins og að passa að ekki safnist fleiri en 20 saman. „Við erum ekkert að grínast með þetta,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segir að heilt yfir hafi gengið vel að framfylgja samkomubanninu. Þó hafi almannavörnum borist nokkur fjöldi tilkynninga um hugsanleg brot á banninu, auk þess sem embættið hafi fengið ógrynni undanþágubeiðna. Sjá einnig: Hvað felst í hertu samkomubanni? Það taldi Víðir til marks um það að hópur landsmanna átti sig ekki á mikilvægi samkomubannsins í baráttunni gegn kórónuveirunni. „Fólk verður að taka þessu alvarlega og fara eftir leiðbeiningum,“ sagði Víðir. „Þetta er mjög snúið og það er ekkert í samfélaginu að fara að virka eðlilega.“ Vísaði hann þar m.a. til þess að fjöldi fyrirtækja hefur þurft að gjörbreyta starfsemi sinni eða jafnvel loka eftir að samkomubannið var hert. Má þarf nefna fjölda veitinga- og skemmtistaða, hárgreiðslu-, snyrti og nuddstofa. Að sama skapi séu lönd um allan heim að grípa til sambærilegra, eða jafnvel harðari aðgerða með tilheyrandi röskun á daglegu lífi. Það undirstriki alvarleika og mikilvægi málsins. Aðspurður um hvaða viðurlög séu við brotum á samkomubanninu sagði hann það ekki liggja nákvæmlega fyrir á þessari stundu. Þau skýrist þó mjög fljótlega eftir að upplýsingar berast frá ríkissaksóknara. Svar Víðis má sjá að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Tengdar fréttir Hert samkomubann hefur nú tekið gildi Hert samkomubann tók gildi nú á miðnætti sem felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera í sama rými. 24. mars 2020 00:00 Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Meirihluti þeirra sem greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring var í sóttkví Meirihluti þeirra sextíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring var í sóttkví eða um 60 prósent. 24. mars 2020 14:32 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Rannsókn með djúpborun í Krýsuvík hafin „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Lést í snjóflóði í Ölpunum „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Víða bjart yfir landinu í dag Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Hert samkomubann hefur nú tekið gildi Hert samkomubann tók gildi nú á miðnætti sem felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera í sama rými. 24. mars 2020 00:00
Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48
Meirihluti þeirra sem greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring var í sóttkví Meirihluti þeirra sextíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring var í sóttkví eða um 60 prósent. 24. mars 2020 14:32