Salmond sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2020 10:44 Alex Salmond yfirgefur dómshús í Edinborg við upphaf réttarhaldanna yfir honum fyrr í þessum mánuði. Hann hefur meðal annars stýrst sjónvarpsþætti á rússnesku ríkissjónvarpsstöðinni RT undanfarin ár. Vísir/EPA Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi. Salmond var sýknaður af tólf ákæruliðum en sök hans var ekki talin sönnuð í þeim þrettánda. Saksóknarar höfðu áður fellt niður ákæru fyrir kynferðisofbeldi gegn tíundu konunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingkona Skoska þjóðarflokksins (SNP), starfsmaður flokksins og nokkrir núverandi og fyrrverandi opinberir starfsmenn og embættismenn voru á meðal þeirra kvenna sem báru Salmond sökum. Hann var meðal annars ákærður fyrir tilraun til nauðgunar. Sum brotin áttu sér stað í Bláa húsinu, forsætisráðherrabústaðnum í Edinborg. Sjá einnig: Salmond ákærður í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Salmond bar því við fyrir dómi að þær hefðu logið upp á hann eða ýkt atvik. Verjendur hans héldu því fram fyrir dómi að háttsettur embættismaður, sem sakaði Salmond um kynferðisbrot, hefði verið í sambandi við nokkrar af hinum konunum áður en Salmond var ákærður. Eftir að dómurinn lá fyrir í gær sagði Salmond að hann hefði viljað leggja ákveðin sönnunargöng fram en að það hafi ekki verið hægt „af ýmsum ástæðum“. „Á einhverjum tímapunkti munu þær staðreyndir og sannanir líta dagsins ljós,“ boðaði Salmond. Nicola Sturgeon, núverandi oddviti heimastjórnarinnar sem tók við af Salmond árið 2014, sagði að virða yrði niðurstöðu kviðdómsins. Hún taki fagnandi rannsókn skoska þingsins á hvernig ríkisstjórn hennar brást við ásökunum á hendur Salmond. Heimastjórnin gekkst við því í janúar að hún hefði brotið lög við rannsókn á ásökunum með því að skipa rannsakanda sem hafði komið að málinu á fyrri stigum. Skotland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi. Salmond var sýknaður af tólf ákæruliðum en sök hans var ekki talin sönnuð í þeim þrettánda. Saksóknarar höfðu áður fellt niður ákæru fyrir kynferðisofbeldi gegn tíundu konunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingkona Skoska þjóðarflokksins (SNP), starfsmaður flokksins og nokkrir núverandi og fyrrverandi opinberir starfsmenn og embættismenn voru á meðal þeirra kvenna sem báru Salmond sökum. Hann var meðal annars ákærður fyrir tilraun til nauðgunar. Sum brotin áttu sér stað í Bláa húsinu, forsætisráðherrabústaðnum í Edinborg. Sjá einnig: Salmond ákærður í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Salmond bar því við fyrir dómi að þær hefðu logið upp á hann eða ýkt atvik. Verjendur hans héldu því fram fyrir dómi að háttsettur embættismaður, sem sakaði Salmond um kynferðisbrot, hefði verið í sambandi við nokkrar af hinum konunum áður en Salmond var ákærður. Eftir að dómurinn lá fyrir í gær sagði Salmond að hann hefði viljað leggja ákveðin sönnunargöng fram en að það hafi ekki verið hægt „af ýmsum ástæðum“. „Á einhverjum tímapunkti munu þær staðreyndir og sannanir líta dagsins ljós,“ boðaði Salmond. Nicola Sturgeon, núverandi oddviti heimastjórnarinnar sem tók við af Salmond árið 2014, sagði að virða yrði niðurstöðu kviðdómsins. Hún taki fagnandi rannsókn skoska þingsins á hvernig ríkisstjórn hennar brást við ásökunum á hendur Salmond. Heimastjórnin gekkst við því í janúar að hún hefði brotið lög við rannsókn á ásökunum með því að skipa rannsakanda sem hafði komið að málinu á fyrri stigum.
Skotland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira