Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og verndun mannréttinda á tímum COVID19 Ellen Calmon skrifar 23. mars 2020 19:14 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldrar kórónuveiru eru margar skiljanlegar og einhverjar ágætar. En það eru tvær aðgerðir sem vekja sérstaka athygli mína og ég hef ákveðnar efasemdir um en þær varða fimmþúsundkallinn til allra eldri en 18 ára til að styrkja ferðaþjónustuna og svo barnabæturnar. Til stendur að greiða sérstakan barnabótaauka 1. júní 2020 með öllum börnum undir 18 ára aldri. Foreldrar með lægri meðaltekjur en 927 þúsund krónur á mánuði árið 2019 fá 40 þúsund krónur á hvert barn og aðrir 20 þúsund krónur. Þarf fólk með meðaltekjur sem nema um milljón eða meira á mánuði á þessum 20 þúsund krónum að halda? Munu tuttuguþúsund krónur breyta einhverju fyrir börnin þeirra? Ég held ekki. Þessi hluti aðgerðanna minnir mig helst á aðgerð í kjölfar efnahagshrunsins sem Miðflokksfólk, þá Framsóknarfólk, greip til og fólst í niðurgreiðslu húsnæðislána meðal annars til þokkalega vel stæðra einstaklinga. Kostnaður við þessar tvær framangreindar aðgerðir núverandi ríkisstjórnar er um 4,6 milljarður króna samkvæmt slæðusýningu á vef stjórnarráðsins sem hægt er að skoða hér. Fimmþúsundkallinn minn í sjálfstæða óháða mannréttindastofnun Ég vil setja minn fimmþúsundkall og sérstakar barnabætur í sjálfstæða óháða mannréttindastofnun. Slík stofnun hefur verið á dagskrá stjórnvalda í mörg ár en ekki hefur verið vilji til að raungera, þrátt fyrir ítrekaða áminningu, meðal annars frá Sameinuðu þjóðunum. Það kostar kannski um 60 milljónir að koma á sjálfstæðri óháðri mannréttindastofnun. Nú eru viðkvæmir hópar í enn meiri hættu en áður. Meiri hætta að á þeim verði brotið og að þjónusta við þá verði skert. Börn, konur, fatlaðar konur, fatlað fólk, veikt fólk, aldrað fólk og fleiri eru þar á meðal. Stjórnvöldum ber þjóðréttarleg skylda til að koma á fót sjálfstæðri óháðri mannréttindastofnun í samræmi við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Mannréttindi á Íslandi eins og hvert annað félagsstarf Á Íslandi höfum við nú Mannréttindaskrifstofu Íslands sem er í raun frjáls félagasamtök líkt og Hundaræktarfélag Íslands. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur tvo starfsmenn og hefur engan veginn bolmagn né stjórnskipulega stöðu til að sinna öllum þeim verkefnum sem frjáls og óháð mannréttindastofnun á að sinna. Eigum við að búa við það að litið sé á eftirlit og vernd með mannréttindum á Íslandi eins og hvert annað félagsstarf? Eftirlit og vernd mannréttinda er enn mikilvægari nú á tímum COVID19 en áður! Ellen Calmon er forman Mannréttindaskrifstofu Íslands, ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands og stjórnarkona í European Women‘s Lobby. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldrar kórónuveiru eru margar skiljanlegar og einhverjar ágætar. En það eru tvær aðgerðir sem vekja sérstaka athygli mína og ég hef ákveðnar efasemdir um en þær varða fimmþúsundkallinn til allra eldri en 18 ára til að styrkja ferðaþjónustuna og svo barnabæturnar. Til stendur að greiða sérstakan barnabótaauka 1. júní 2020 með öllum börnum undir 18 ára aldri. Foreldrar með lægri meðaltekjur en 927 þúsund krónur á mánuði árið 2019 fá 40 þúsund krónur á hvert barn og aðrir 20 þúsund krónur. Þarf fólk með meðaltekjur sem nema um milljón eða meira á mánuði á þessum 20 þúsund krónum að halda? Munu tuttuguþúsund krónur breyta einhverju fyrir börnin þeirra? Ég held ekki. Þessi hluti aðgerðanna minnir mig helst á aðgerð í kjölfar efnahagshrunsins sem Miðflokksfólk, þá Framsóknarfólk, greip til og fólst í niðurgreiðslu húsnæðislána meðal annars til þokkalega vel stæðra einstaklinga. Kostnaður við þessar tvær framangreindar aðgerðir núverandi ríkisstjórnar er um 4,6 milljarður króna samkvæmt slæðusýningu á vef stjórnarráðsins sem hægt er að skoða hér. Fimmþúsundkallinn minn í sjálfstæða óháða mannréttindastofnun Ég vil setja minn fimmþúsundkall og sérstakar barnabætur í sjálfstæða óháða mannréttindastofnun. Slík stofnun hefur verið á dagskrá stjórnvalda í mörg ár en ekki hefur verið vilji til að raungera, þrátt fyrir ítrekaða áminningu, meðal annars frá Sameinuðu þjóðunum. Það kostar kannski um 60 milljónir að koma á sjálfstæðri óháðri mannréttindastofnun. Nú eru viðkvæmir hópar í enn meiri hættu en áður. Meiri hætta að á þeim verði brotið og að þjónusta við þá verði skert. Börn, konur, fatlaðar konur, fatlað fólk, veikt fólk, aldrað fólk og fleiri eru þar á meðal. Stjórnvöldum ber þjóðréttarleg skylda til að koma á fót sjálfstæðri óháðri mannréttindastofnun í samræmi við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Mannréttindi á Íslandi eins og hvert annað félagsstarf Á Íslandi höfum við nú Mannréttindaskrifstofu Íslands sem er í raun frjáls félagasamtök líkt og Hundaræktarfélag Íslands. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur tvo starfsmenn og hefur engan veginn bolmagn né stjórnskipulega stöðu til að sinna öllum þeim verkefnum sem frjáls og óháð mannréttindastofnun á að sinna. Eigum við að búa við það að litið sé á eftirlit og vernd með mannréttindum á Íslandi eins og hvert annað félagsstarf? Eftirlit og vernd mannréttinda er enn mikilvægari nú á tímum COVID19 en áður! Ellen Calmon er forman Mannréttindaskrifstofu Íslands, ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands og stjórnarkona í European Women‘s Lobby.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun