Erlent

250 þúsund króna sekt eftir að hafa farið smitaður í gleðskap

Sylvía Hall skrifar
Á blaðamannafundi í dag kom fram að yfirvöld vonuðust til þess að ungt fólk færi að taka ástandinu alvarlega. 
Á blaðamannafundi í dag kom fram að yfirvöld vonuðust til þess að ungt fólk færi að taka ástandinu alvarlega.  Vísir/Getty

Ungur einstaklingur smitaður af kórónuveirunni í Noregi hefur verið sektaður um 20 þúsund norskar krónur fyrir að hafa farið í gleðskap um helgina. Sektin samsvarar um það bil 250 þúsund íslenskum krónum.

Viðkomandi var í gleðskap með öðrum ungmennum sem áttu að vera í sóttkví. Á blaðamannafundi í dag staðfesti lögreglan að einstaklingurinn hafði verið sektaður fyrir brot gegn sóttvarnarlögum. Verði sektin ekki greidd gæti viðkomandi átt yfir höfði sér fjörutíu daga fangelsi.

Noregur hefur gripið til hertra aðgerða til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Alls liggja 194 á sjúkrahúsi og þar af 41 í öndunarvél. Þá hafa tíu látist af völdum sjúkdómsins í landinu.


Tengdar fréttir

Norðmenn loka landamærunum

Norsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka flugvöllum og höfnum í landinu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×