Tölurnar sýna lítið smit á meðal barna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2020 14:23 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé sjáanlegt verulegt smit af kórónuveirunni á milli barna hér á landi. Þetta sýni nýjustu tölur bæði frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sem greinir sýni vegna veirunnar og frá Íslenskri erfðagreiningu sem er að skima fyrir veirunni. Þannig hafa þrjú börn yngri en 10 ára greinst á Landspítalanum af þeim 268 börnum sem tekin hafa verið sýni frá. Þá hefur ekkert barn greinst með veiruna hjá Íslenskri erfðagreiningu en þar hafa sýni úr meira en 400 börnum verið skimuð. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem hófst venju samkvæmt upp úr klukkan 14 í dag. Með vísan í þessar tölur sagði hann því að umræða um mikið smit hjá börnum og skólum væri ekki að raungerast núna, hvað svo sem síðar verði. Sagði Þórólfur það mjög góðar fréttir hversu lítið smit sé á meðal barna. Alls ellefu börn undir tíu ára aldri greinst með veiruna frá upphafi faraldursins hér á landi Samkvæmt tölfræðiupplýsingum á vefnum covid.is hafa ellefu börn yngri en tíu ára greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Vísir óskaði eftir upplýsingum frá embætti landlæknis um muninn á þessum tölum, það er þeim þremur börnum sem Þórólfur talaði um á fundinum og svo þeim ellefu sem talin eru á vefnum. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru þau þrjú börn sem sóttvarnalæknir nefndi ákveðið úrtak úr fjölda sýna síðustu daga. Það sem tekur við núna sé að skoða allan hópinn og þann heildarfjölda sýna sem tekinn hefur verið hjá börnum yngri en 10 ára, en alls hafa ellefu börn úr þessum aldurshópi greinst með veiruna frá upphafi faraldursins hérlendis. Sú tala sé rétt á covid.is. Við upphaf upplýsingafundarins kom Þórólfur einnig inn á það hversu fá ný tilfelli hafa greinst síðasta sólarhringinn; í gær voru staðfest smit 568 en í dag eru þau 588 samkvæmt upplýsingasíðunni covid.is. Til samanburðar fjölgaði staðfestum tilfellum um 95 frá laugardegi til sunnudags. Þórólfur sagði erfitt að útskýra þessa fækkun á milli daga en kvaðst hallast að því að um væri að ræða dagbundna sveiflu. Þá kynni fækkunin að skýrast af því að færri sýni voru tekin í gær heldur en dagana á undan. Fram kom í máli Þórólfs að nú væru alls þrettán inniliggjandi á spítalanum vegna veirunnar en enginn á gjörgæslu. Sjö hefðu verið útskrifaðir af spítalanum. Þórólfur sagði að faraldurinn væri enn í vexti hér á landi en þó ekki mjög miklum. Hins vegar þyrfti að taka lengra tímabil, nokkra daga í einu, til að hægt væri að tala um hvort faraldurinn væri í miklum eða litlum vexti. Fréttin var uppfærð kl. 15:45 með nánari upplýsingum um heildarfjölda þeirra barna undir tíu ára aldri sem greinst hafa með veiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé sjáanlegt verulegt smit af kórónuveirunni á milli barna hér á landi. Þetta sýni nýjustu tölur bæði frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sem greinir sýni vegna veirunnar og frá Íslenskri erfðagreiningu sem er að skima fyrir veirunni. Þannig hafa þrjú börn yngri en 10 ára greinst á Landspítalanum af þeim 268 börnum sem tekin hafa verið sýni frá. Þá hefur ekkert barn greinst með veiruna hjá Íslenskri erfðagreiningu en þar hafa sýni úr meira en 400 börnum verið skimuð. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem hófst venju samkvæmt upp úr klukkan 14 í dag. Með vísan í þessar tölur sagði hann því að umræða um mikið smit hjá börnum og skólum væri ekki að raungerast núna, hvað svo sem síðar verði. Sagði Þórólfur það mjög góðar fréttir hversu lítið smit sé á meðal barna. Alls ellefu börn undir tíu ára aldri greinst með veiruna frá upphafi faraldursins hér á landi Samkvæmt tölfræðiupplýsingum á vefnum covid.is hafa ellefu börn yngri en tíu ára greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Vísir óskaði eftir upplýsingum frá embætti landlæknis um muninn á þessum tölum, það er þeim þremur börnum sem Þórólfur talaði um á fundinum og svo þeim ellefu sem talin eru á vefnum. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru þau þrjú börn sem sóttvarnalæknir nefndi ákveðið úrtak úr fjölda sýna síðustu daga. Það sem tekur við núna sé að skoða allan hópinn og þann heildarfjölda sýna sem tekinn hefur verið hjá börnum yngri en 10 ára, en alls hafa ellefu börn úr þessum aldurshópi greinst með veiruna frá upphafi faraldursins hérlendis. Sú tala sé rétt á covid.is. Við upphaf upplýsingafundarins kom Þórólfur einnig inn á það hversu fá ný tilfelli hafa greinst síðasta sólarhringinn; í gær voru staðfest smit 568 en í dag eru þau 588 samkvæmt upplýsingasíðunni covid.is. Til samanburðar fjölgaði staðfestum tilfellum um 95 frá laugardegi til sunnudags. Þórólfur sagði erfitt að útskýra þessa fækkun á milli daga en kvaðst hallast að því að um væri að ræða dagbundna sveiflu. Þá kynni fækkunin að skýrast af því að færri sýni voru tekin í gær heldur en dagana á undan. Fram kom í máli Þórólfs að nú væru alls þrettán inniliggjandi á spítalanum vegna veirunnar en enginn á gjörgæslu. Sjö hefðu verið útskrifaðir af spítalanum. Þórólfur sagði að faraldurinn væri enn í vexti hér á landi en þó ekki mjög miklum. Hins vegar þyrfti að taka lengra tímabil, nokkra daga í einu, til að hægt væri að tala um hvort faraldurinn væri í miklum eða litlum vexti. Fréttin var uppfærð kl. 15:45 með nánari upplýsingum um heildarfjölda þeirra barna undir tíu ára aldri sem greinst hafa með veiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira