Tölurnar sýna lítið smit á meðal barna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2020 14:23 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé sjáanlegt verulegt smit af kórónuveirunni á milli barna hér á landi. Þetta sýni nýjustu tölur bæði frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sem greinir sýni vegna veirunnar og frá Íslenskri erfðagreiningu sem er að skima fyrir veirunni. Þannig hafa þrjú börn yngri en 10 ára greinst á Landspítalanum af þeim 268 börnum sem tekin hafa verið sýni frá. Þá hefur ekkert barn greinst með veiruna hjá Íslenskri erfðagreiningu en þar hafa sýni úr meira en 400 börnum verið skimuð. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem hófst venju samkvæmt upp úr klukkan 14 í dag. Með vísan í þessar tölur sagði hann því að umræða um mikið smit hjá börnum og skólum væri ekki að raungerast núna, hvað svo sem síðar verði. Sagði Þórólfur það mjög góðar fréttir hversu lítið smit sé á meðal barna. Alls ellefu börn undir tíu ára aldri greinst með veiruna frá upphafi faraldursins hér á landi Samkvæmt tölfræðiupplýsingum á vefnum covid.is hafa ellefu börn yngri en tíu ára greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Vísir óskaði eftir upplýsingum frá embætti landlæknis um muninn á þessum tölum, það er þeim þremur börnum sem Þórólfur talaði um á fundinum og svo þeim ellefu sem talin eru á vefnum. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru þau þrjú börn sem sóttvarnalæknir nefndi ákveðið úrtak úr fjölda sýna síðustu daga. Það sem tekur við núna sé að skoða allan hópinn og þann heildarfjölda sýna sem tekinn hefur verið hjá börnum yngri en 10 ára, en alls hafa ellefu börn úr þessum aldurshópi greinst með veiruna frá upphafi faraldursins hérlendis. Sú tala sé rétt á covid.is. Við upphaf upplýsingafundarins kom Þórólfur einnig inn á það hversu fá ný tilfelli hafa greinst síðasta sólarhringinn; í gær voru staðfest smit 568 en í dag eru þau 588 samkvæmt upplýsingasíðunni covid.is. Til samanburðar fjölgaði staðfestum tilfellum um 95 frá laugardegi til sunnudags. Þórólfur sagði erfitt að útskýra þessa fækkun á milli daga en kvaðst hallast að því að um væri að ræða dagbundna sveiflu. Þá kynni fækkunin að skýrast af því að færri sýni voru tekin í gær heldur en dagana á undan. Fram kom í máli Þórólfs að nú væru alls þrettán inniliggjandi á spítalanum vegna veirunnar en enginn á gjörgæslu. Sjö hefðu verið útskrifaðir af spítalanum. Þórólfur sagði að faraldurinn væri enn í vexti hér á landi en þó ekki mjög miklum. Hins vegar þyrfti að taka lengra tímabil, nokkra daga í einu, til að hægt væri að tala um hvort faraldurinn væri í miklum eða litlum vexti. Fréttin var uppfærð kl. 15:45 með nánari upplýsingum um heildarfjölda þeirra barna undir tíu ára aldri sem greinst hafa með veiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé sjáanlegt verulegt smit af kórónuveirunni á milli barna hér á landi. Þetta sýni nýjustu tölur bæði frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sem greinir sýni vegna veirunnar og frá Íslenskri erfðagreiningu sem er að skima fyrir veirunni. Þannig hafa þrjú börn yngri en 10 ára greinst á Landspítalanum af þeim 268 börnum sem tekin hafa verið sýni frá. Þá hefur ekkert barn greinst með veiruna hjá Íslenskri erfðagreiningu en þar hafa sýni úr meira en 400 börnum verið skimuð. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem hófst venju samkvæmt upp úr klukkan 14 í dag. Með vísan í þessar tölur sagði hann því að umræða um mikið smit hjá börnum og skólum væri ekki að raungerast núna, hvað svo sem síðar verði. Sagði Þórólfur það mjög góðar fréttir hversu lítið smit sé á meðal barna. Alls ellefu börn undir tíu ára aldri greinst með veiruna frá upphafi faraldursins hér á landi Samkvæmt tölfræðiupplýsingum á vefnum covid.is hafa ellefu börn yngri en tíu ára greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Vísir óskaði eftir upplýsingum frá embætti landlæknis um muninn á þessum tölum, það er þeim þremur börnum sem Þórólfur talaði um á fundinum og svo þeim ellefu sem talin eru á vefnum. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru þau þrjú börn sem sóttvarnalæknir nefndi ákveðið úrtak úr fjölda sýna síðustu daga. Það sem tekur við núna sé að skoða allan hópinn og þann heildarfjölda sýna sem tekinn hefur verið hjá börnum yngri en 10 ára, en alls hafa ellefu börn úr þessum aldurshópi greinst með veiruna frá upphafi faraldursins hérlendis. Sú tala sé rétt á covid.is. Við upphaf upplýsingafundarins kom Þórólfur einnig inn á það hversu fá ný tilfelli hafa greinst síðasta sólarhringinn; í gær voru staðfest smit 568 en í dag eru þau 588 samkvæmt upplýsingasíðunni covid.is. Til samanburðar fjölgaði staðfestum tilfellum um 95 frá laugardegi til sunnudags. Þórólfur sagði erfitt að útskýra þessa fækkun á milli daga en kvaðst hallast að því að um væri að ræða dagbundna sveiflu. Þá kynni fækkunin að skýrast af því að færri sýni voru tekin í gær heldur en dagana á undan. Fram kom í máli Þórólfs að nú væru alls þrettán inniliggjandi á spítalanum vegna veirunnar en enginn á gjörgæslu. Sjö hefðu verið útskrifaðir af spítalanum. Þórólfur sagði að faraldurinn væri enn í vexti hér á landi en þó ekki mjög miklum. Hins vegar þyrfti að taka lengra tímabil, nokkra daga í einu, til að hægt væri að tala um hvort faraldurinn væri í miklum eða litlum vexti. Fréttin var uppfærð kl. 15:45 með nánari upplýsingum um heildarfjölda þeirra barna undir tíu ára aldri sem greinst hafa með veiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira