Fjármálaráðherra hefur ekki áhyggjur af verðbólguskoti Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2020 12:23 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði óundirbúnum fyrirspurnum úr pontu á Alþingi í morgun. Vísir/vilhelm Þingmenn lýstu áhyggjum af stöðu heimilanna og fyrirtækja sem væru að missa allar tekjur sínar þessa dagana á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra segir fleiri aðgerðir eiga eftir að líta dagsins ljós og ekkert benti til að verðbólga færi úr böndunum. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun lýsti Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins yfir stuðningi við þær aðgerðir sem þegar hefði verið ákveðið að grípa til. Mörg fyrirtæki væru hins vegar í þeirri stöðu að hafa engar tekjur á meðan á þessu ástandi varir. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, varpaði spurningu sinni til fjármálaráðherra.vísir/hanna „Ég velti því fyrir mér hvernig þessir aðilar eiga að eiga við það ef þeir eiga að borga 25 prósent af launum til að halda í starfsmenn. Þau hafa enga innkomu. Hafa skuldbindingar, hafa fjárfestingar. En það er ekkert að koma í kassann,“ segir Gunnar Bragi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þakkaði stuðninginn við þær aðgerðir sem komanr væru fram. „En þeim er ekki fylgt eftir með orðunum þetta er nóg. Þeim er fylgt eftir með orðunum þetta er það sem við teljum rétt að gera á þessu stigi málsins. Þannig að ég vil ítreka að við erum ekki að fulyrða eitt eða neitt um að þetta sé nóg. Það eru sterk rök fyrir því að ef þessi krísa dregst á langinn þurfi að gera meira," sagði Bjarni. Ríkisstjórnin hafi boðað að bæta þurfi í og endurskoða allar áætlanir. Guðmundur Ingi Kristinsson hefur áhyggjur af verðtryggingunni.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins lýsti miklum áhyggjum af stöðu heimilanna í landinu ef verðbólgan færi á skrifð. „Og ég vil bara spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra; hvað ætlar hann að gera í sambandi við verðbólguna. Vegna þess að verðbólgudraugurinn mun koma upp og það mun koma stökkbreyting á verðtryggð lán heimilanna," sagði Guðmundur Ingi. Fjármálaráðherra sagði að enn sem komið væri hægt að lesa annað út úr viðbrögðum markaðarins en ekki væri búist við miklu verðbólguskoti. „Ég vek athygli á því að eftir yfirlýsingu Seðlabankans frá því í morgun hafa vextir á verðtryggðum lánum fallið niður í núll, núll prósent. Ekki bara til skamms tíma heldur allt fram til ársins 2026. Markaðurinn er að gera ráð fyrir því að vextir verði lágir ekki bara á þessu ári heldur mörg næstu ár," sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira
Þingmenn lýstu áhyggjum af stöðu heimilanna og fyrirtækja sem væru að missa allar tekjur sínar þessa dagana á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra segir fleiri aðgerðir eiga eftir að líta dagsins ljós og ekkert benti til að verðbólga færi úr böndunum. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun lýsti Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins yfir stuðningi við þær aðgerðir sem þegar hefði verið ákveðið að grípa til. Mörg fyrirtæki væru hins vegar í þeirri stöðu að hafa engar tekjur á meðan á þessu ástandi varir. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, varpaði spurningu sinni til fjármálaráðherra.vísir/hanna „Ég velti því fyrir mér hvernig þessir aðilar eiga að eiga við það ef þeir eiga að borga 25 prósent af launum til að halda í starfsmenn. Þau hafa enga innkomu. Hafa skuldbindingar, hafa fjárfestingar. En það er ekkert að koma í kassann,“ segir Gunnar Bragi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þakkaði stuðninginn við þær aðgerðir sem komanr væru fram. „En þeim er ekki fylgt eftir með orðunum þetta er nóg. Þeim er fylgt eftir með orðunum þetta er það sem við teljum rétt að gera á þessu stigi málsins. Þannig að ég vil ítreka að við erum ekki að fulyrða eitt eða neitt um að þetta sé nóg. Það eru sterk rök fyrir því að ef þessi krísa dregst á langinn þurfi að gera meira," sagði Bjarni. Ríkisstjórnin hafi boðað að bæta þurfi í og endurskoða allar áætlanir. Guðmundur Ingi Kristinsson hefur áhyggjur af verðtryggingunni.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins lýsti miklum áhyggjum af stöðu heimilanna í landinu ef verðbólgan færi á skrifð. „Og ég vil bara spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra; hvað ætlar hann að gera í sambandi við verðbólguna. Vegna þess að verðbólgudraugurinn mun koma upp og það mun koma stökkbreyting á verðtryggð lán heimilanna," sagði Guðmundur Ingi. Fjármálaráðherra sagði að enn sem komið væri hægt að lesa annað út úr viðbrögðum markaðarins en ekki væri búist við miklu verðbólguskoti. „Ég vek athygli á því að eftir yfirlýsingu Seðlabankans frá því í morgun hafa vextir á verðtryggðum lánum fallið niður í núll, núll prósent. Ekki bara til skamms tíma heldur allt fram til ársins 2026. Markaðurinn er að gera ráð fyrir því að vextir verði lágir ekki bara á þessu ári heldur mörg næstu ár," sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira