Fjármálaráðherra hefur ekki áhyggjur af verðbólguskoti Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2020 12:23 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði óundirbúnum fyrirspurnum úr pontu á Alþingi í morgun. Vísir/vilhelm Þingmenn lýstu áhyggjum af stöðu heimilanna og fyrirtækja sem væru að missa allar tekjur sínar þessa dagana á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra segir fleiri aðgerðir eiga eftir að líta dagsins ljós og ekkert benti til að verðbólga færi úr böndunum. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun lýsti Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins yfir stuðningi við þær aðgerðir sem þegar hefði verið ákveðið að grípa til. Mörg fyrirtæki væru hins vegar í þeirri stöðu að hafa engar tekjur á meðan á þessu ástandi varir. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, varpaði spurningu sinni til fjármálaráðherra.vísir/hanna „Ég velti því fyrir mér hvernig þessir aðilar eiga að eiga við það ef þeir eiga að borga 25 prósent af launum til að halda í starfsmenn. Þau hafa enga innkomu. Hafa skuldbindingar, hafa fjárfestingar. En það er ekkert að koma í kassann,“ segir Gunnar Bragi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þakkaði stuðninginn við þær aðgerðir sem komanr væru fram. „En þeim er ekki fylgt eftir með orðunum þetta er nóg. Þeim er fylgt eftir með orðunum þetta er það sem við teljum rétt að gera á þessu stigi málsins. Þannig að ég vil ítreka að við erum ekki að fulyrða eitt eða neitt um að þetta sé nóg. Það eru sterk rök fyrir því að ef þessi krísa dregst á langinn þurfi að gera meira," sagði Bjarni. Ríkisstjórnin hafi boðað að bæta þurfi í og endurskoða allar áætlanir. Guðmundur Ingi Kristinsson hefur áhyggjur af verðtryggingunni.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins lýsti miklum áhyggjum af stöðu heimilanna í landinu ef verðbólgan færi á skrifð. „Og ég vil bara spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra; hvað ætlar hann að gera í sambandi við verðbólguna. Vegna þess að verðbólgudraugurinn mun koma upp og það mun koma stökkbreyting á verðtryggð lán heimilanna," sagði Guðmundur Ingi. Fjármálaráðherra sagði að enn sem komið væri hægt að lesa annað út úr viðbrögðum markaðarins en ekki væri búist við miklu verðbólguskoti. „Ég vek athygli á því að eftir yfirlýsingu Seðlabankans frá því í morgun hafa vextir á verðtryggðum lánum fallið niður í núll, núll prósent. Ekki bara til skamms tíma heldur allt fram til ársins 2026. Markaðurinn er að gera ráð fyrir því að vextir verði lágir ekki bara á þessu ári heldur mörg næstu ár," sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Þingmenn lýstu áhyggjum af stöðu heimilanna og fyrirtækja sem væru að missa allar tekjur sínar þessa dagana á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra segir fleiri aðgerðir eiga eftir að líta dagsins ljós og ekkert benti til að verðbólga færi úr böndunum. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun lýsti Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins yfir stuðningi við þær aðgerðir sem þegar hefði verið ákveðið að grípa til. Mörg fyrirtæki væru hins vegar í þeirri stöðu að hafa engar tekjur á meðan á þessu ástandi varir. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, varpaði spurningu sinni til fjármálaráðherra.vísir/hanna „Ég velti því fyrir mér hvernig þessir aðilar eiga að eiga við það ef þeir eiga að borga 25 prósent af launum til að halda í starfsmenn. Þau hafa enga innkomu. Hafa skuldbindingar, hafa fjárfestingar. En það er ekkert að koma í kassann,“ segir Gunnar Bragi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þakkaði stuðninginn við þær aðgerðir sem komanr væru fram. „En þeim er ekki fylgt eftir með orðunum þetta er nóg. Þeim er fylgt eftir með orðunum þetta er það sem við teljum rétt að gera á þessu stigi málsins. Þannig að ég vil ítreka að við erum ekki að fulyrða eitt eða neitt um að þetta sé nóg. Það eru sterk rök fyrir því að ef þessi krísa dregst á langinn þurfi að gera meira," sagði Bjarni. Ríkisstjórnin hafi boðað að bæta þurfi í og endurskoða allar áætlanir. Guðmundur Ingi Kristinsson hefur áhyggjur af verðtryggingunni.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins lýsti miklum áhyggjum af stöðu heimilanna í landinu ef verðbólgan færi á skrifð. „Og ég vil bara spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra; hvað ætlar hann að gera í sambandi við verðbólguna. Vegna þess að verðbólgudraugurinn mun koma upp og það mun koma stökkbreyting á verðtryggð lán heimilanna," sagði Guðmundur Ingi. Fjármálaráðherra sagði að enn sem komið væri hægt að lesa annað út úr viðbrögðum markaðarins en ekki væri búist við miklu verðbólguskoti. „Ég vek athygli á því að eftir yfirlýsingu Seðlabankans frá því í morgun hafa vextir á verðtryggðum lánum fallið niður í núll, núll prósent. Ekki bara til skamms tíma heldur allt fram til ársins 2026. Markaðurinn er að gera ráð fyrir því að vextir verði lágir ekki bara á þessu ári heldur mörg næstu ár," sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira