Ólympíulið Kanada hefur gefið það út að þeir munu ekki senda fólk á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar fari leikarnir fram. Lið Ástralíu hefur ekki tekið í sama streng en þeir hafa hins vegar kallað eftir því að mótinu verði frestað og búa sitt fólk undir Ólympíuleikana 2021.
IOC sagði í tilkynningu sinni í gær að þeir myndu ákveða á næstu fjórum vikum hvort að leikarnir myndu fara fram en margt íþróttafólk hefur átt erfitt með að æfa vegna veirunnar.
Lið Kanada hefur því tekið málið í sínar henur og segja að það muni ekkert íþróttafólk frá Kanada mæta á leikana á sumar fari þeir fram yfir höfuð. Í yfirlýsingu sinni kalla þeir einnig eftir því að leikunum verði frestað og segja að þetta snúist um meira en íþróttir.
#TeamCanada will not send athletes to Games in summer 2020 due to COVID-19 risks.
— Team Canada (@TeamCanada) March 23, 2020
https://t.co/AKmI2rbyeO pic.twitter.com/8McEbgirVp
Ástralía gekk ekki jafn langt og Kanada en þeir sendu hins vegar einnig frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir lýsa yfir miklum áhyggjum af mótinu og segir Ian Chestermann, einn starfsmanna sambandsins í Ástralíu, að keppninni ætti að vera frestað hið snarasta.
Hann segir að leikarnir geti ekki farið fram í júlí þar sem mikið stress og óvissa hefur ríkt á meðal keppanda. Leikarnir eiga að fara fram 24. júlí til 9. ágúst.
More than a performance, a record, or a medal.
— Team Canada (@TeamCanada) March 23, 2020
It s about being part of something bigger. #TeamCanada pic.twitter.com/93vvTRzDfE