Allt skólahald lagt niður í Skútustaðahrepp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. mars 2020 20:15 Öllum skólum hefur verið lokað í Skútustaðahrepp. Vísir/Vilhelm Skólahald í Skútustaðahrepp hefur verið lagt niður vegna kórónuveirunnar bæði í leikskólanum Yl og Reykjahlíðarskóla. Aðgerðirnar taka gildi strax á morgun og munu standa yfir um óákveðinn tíma. Þá hefur íþróttamiðstöðinni einnig verið lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Skútustaðahrepps. Ákvörðunin um þessar hertu aðgerðir var tekin nú í dag vegna hertari aðgerða heilbrigðisyfirvalda sem kynntar voru í dag og þar sem staðfest hefur verið eitt smit hjá íbúa sveitarfélagsins. Þá var það tilkynnt í gær að á annan tug íslenskra ferðamanna sem dvöldust í Mývatnssveit um síðustu helgi er smitaður af veirunni. Þrátt fyrir að skólum hafi verið lokað munu kennarar Reykjahlíðaskóla halda úti fjarkennslu og þá verður tónlistarkennsla áfram í formi fjarkennslu. Þá kemur fram í tilkynningunni að viðbragðshópur sveitarfélagsins og forstöðumenn muni funda reglulega til að afla upplýsinga og endurmeta stöðuna í sveitarfélaginu. „Nemendur og starfsfólk leik- og grunnskóla Skútustaðahrepps hefur staðið mjög vel á erfiðum tímum. Nýjar áskoranir koma upp á hverjum degi en með samtakamætti og auðmýkt tekst okkur að komast í gegnum þennan skafla,“ segir í tilkynningunni. Skútustaðahreppur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samkomubannið hert: Ekki fleiri en 20 manns á sama stað Ákvörðunin tekur gildi á miðnætti annað kvöld 22. mars 2020 18:03 Doktor í lýðheilsuvísindum gagnrýnir aðgerðir stjórnvalda: „Því fyrr sem þú lokar skólum því betra“ Allar rannsóknir benda til þess að skólalokanir skili meiri árangri í baráttunni við veirufaraldra á borð við kórónufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum heldur en sóttkví og samkomubönn. Þetta segir Chris McClure, doktor í lýðheilsuvísindum. 21. mars 2020 15:55 Hlíðarfjalli og öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrar lokað Skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og öllum öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar hefur verið lokað vegna tilmæla frá sóttvarnarlækni. Lokunin mun standa á meðan að á samkomubanni og takmarkanir á skólastarfi gilda. Ekki mun þó þurfa að loka sundlaugum. 20. mars 2020 22:37 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Skólahald í Skútustaðahrepp hefur verið lagt niður vegna kórónuveirunnar bæði í leikskólanum Yl og Reykjahlíðarskóla. Aðgerðirnar taka gildi strax á morgun og munu standa yfir um óákveðinn tíma. Þá hefur íþróttamiðstöðinni einnig verið lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Skútustaðahrepps. Ákvörðunin um þessar hertu aðgerðir var tekin nú í dag vegna hertari aðgerða heilbrigðisyfirvalda sem kynntar voru í dag og þar sem staðfest hefur verið eitt smit hjá íbúa sveitarfélagsins. Þá var það tilkynnt í gær að á annan tug íslenskra ferðamanna sem dvöldust í Mývatnssveit um síðustu helgi er smitaður af veirunni. Þrátt fyrir að skólum hafi verið lokað munu kennarar Reykjahlíðaskóla halda úti fjarkennslu og þá verður tónlistarkennsla áfram í formi fjarkennslu. Þá kemur fram í tilkynningunni að viðbragðshópur sveitarfélagsins og forstöðumenn muni funda reglulega til að afla upplýsinga og endurmeta stöðuna í sveitarfélaginu. „Nemendur og starfsfólk leik- og grunnskóla Skútustaðahrepps hefur staðið mjög vel á erfiðum tímum. Nýjar áskoranir koma upp á hverjum degi en með samtakamætti og auðmýkt tekst okkur að komast í gegnum þennan skafla,“ segir í tilkynningunni.
Skútustaðahreppur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samkomubannið hert: Ekki fleiri en 20 manns á sama stað Ákvörðunin tekur gildi á miðnætti annað kvöld 22. mars 2020 18:03 Doktor í lýðheilsuvísindum gagnrýnir aðgerðir stjórnvalda: „Því fyrr sem þú lokar skólum því betra“ Allar rannsóknir benda til þess að skólalokanir skili meiri árangri í baráttunni við veirufaraldra á borð við kórónufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum heldur en sóttkví og samkomubönn. Þetta segir Chris McClure, doktor í lýðheilsuvísindum. 21. mars 2020 15:55 Hlíðarfjalli og öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrar lokað Skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og öllum öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar hefur verið lokað vegna tilmæla frá sóttvarnarlækni. Lokunin mun standa á meðan að á samkomubanni og takmarkanir á skólastarfi gilda. Ekki mun þó þurfa að loka sundlaugum. 20. mars 2020 22:37 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Samkomubannið hert: Ekki fleiri en 20 manns á sama stað Ákvörðunin tekur gildi á miðnætti annað kvöld 22. mars 2020 18:03
Doktor í lýðheilsuvísindum gagnrýnir aðgerðir stjórnvalda: „Því fyrr sem þú lokar skólum því betra“ Allar rannsóknir benda til þess að skólalokanir skili meiri árangri í baráttunni við veirufaraldra á borð við kórónufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum heldur en sóttkví og samkomubönn. Þetta segir Chris McClure, doktor í lýðheilsuvísindum. 21. mars 2020 15:55
Hlíðarfjalli og öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrar lokað Skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og öllum öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar hefur verið lokað vegna tilmæla frá sóttvarnarlækni. Lokunin mun standa á meðan að á samkomubanni og takmarkanir á skólastarfi gilda. Ekki mun þó þurfa að loka sundlaugum. 20. mars 2020 22:37