„Virðumst vera frekar að stefna í svartsýnu spána“ Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2020 16:35 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Nokkur aukning hefur verið í fjölda nýgreindra kórónuveirusmita hér á landi síðustu daga og náði aukningin hámarki í gær þegar 95 smit bættust við á einum sólarhring. Hópur vísindamanna frá Háskóla Íslands, Embætti Landlæknis og Landspítala kynntu fyrir helgi fyrsta spálíkanið um líklega þróun COVID-19 faraldursins á Íslandi. Þar voru settar fram tvær meginspár, líklegustu spá og svartsýn spá. Aðspurður um það á upplýsingafundinum í dag hvort þessar nýju smittölur færi okkur nær svartsýnu spánni sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að svo virðast vera. Þó bæri að taka því með fyrirvara þar sem margt geti enn breyst. „Við eigum eftir að sjá líkanið og tölur milli daga geta breytt líkaninu töluvert. Eins og tölurnar eru núna þá virðumst við vera frekar að stefna í svartsýnu spána en það getur bara margt breyst og línurnar á þessu stigi málsins liggja bara mjög nálægt hvor annarri. Svo það þarf ekki mikið til að hreyfa spánna í aðra átt. Þannig er bara staðan í dag.“ Sjá einnig: Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár Fram kom á fundinum í dag að allar áætlanir heilbrigðisyfiralda og almannavarna miði að því að undirbúa kerfið vel undir svartsýnu spánna. Hið sama kom skýrt fram í máli Ragnars Freys Ingvarssonar, læknis sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans, nú fyrir helgi. „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það.“ Þá sagðist hann aldrei hafa séð viðlíka samvinnu og þá sem sé í gangi á Landspítalanum þessa dagana. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svona var tuttugasti og annar upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar vegna kórónuveiru klukkan 14. 22. mars 2020 13:42 568 staðfest smit: Aldrei verið eins mikil aukning á einum sólarhring Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru nú orðin 568, samkvæmt nýuppfærðum tölum. Staðfest smit voru í gær 473 talsins og hefur þeim því fjölgað um 95 frá því að síðast var greint frá fjölda smita. 22. mars 2020 11:00 Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Nokkur aukning hefur verið í fjölda nýgreindra kórónuveirusmita hér á landi síðustu daga og náði aukningin hámarki í gær þegar 95 smit bættust við á einum sólarhring. Hópur vísindamanna frá Háskóla Íslands, Embætti Landlæknis og Landspítala kynntu fyrir helgi fyrsta spálíkanið um líklega þróun COVID-19 faraldursins á Íslandi. Þar voru settar fram tvær meginspár, líklegustu spá og svartsýn spá. Aðspurður um það á upplýsingafundinum í dag hvort þessar nýju smittölur færi okkur nær svartsýnu spánni sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að svo virðast vera. Þó bæri að taka því með fyrirvara þar sem margt geti enn breyst. „Við eigum eftir að sjá líkanið og tölur milli daga geta breytt líkaninu töluvert. Eins og tölurnar eru núna þá virðumst við vera frekar að stefna í svartsýnu spána en það getur bara margt breyst og línurnar á þessu stigi málsins liggja bara mjög nálægt hvor annarri. Svo það þarf ekki mikið til að hreyfa spánna í aðra átt. Þannig er bara staðan í dag.“ Sjá einnig: Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár Fram kom á fundinum í dag að allar áætlanir heilbrigðisyfiralda og almannavarna miði að því að undirbúa kerfið vel undir svartsýnu spánna. Hið sama kom skýrt fram í máli Ragnars Freys Ingvarssonar, læknis sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans, nú fyrir helgi. „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það.“ Þá sagðist hann aldrei hafa séð viðlíka samvinnu og þá sem sé í gangi á Landspítalanum þessa dagana.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svona var tuttugasti og annar upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar vegna kórónuveiru klukkan 14. 22. mars 2020 13:42 568 staðfest smit: Aldrei verið eins mikil aukning á einum sólarhring Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru nú orðin 568, samkvæmt nýuppfærðum tölum. Staðfest smit voru í gær 473 talsins og hefur þeim því fjölgað um 95 frá því að síðast var greint frá fjölda smita. 22. mars 2020 11:00 Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Svona var tuttugasti og annar upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar vegna kórónuveiru klukkan 14. 22. mars 2020 13:42
568 staðfest smit: Aldrei verið eins mikil aukning á einum sólarhring Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru nú orðin 568, samkvæmt nýuppfærðum tölum. Staðfest smit voru í gær 473 talsins og hefur þeim því fjölgað um 95 frá því að síðast var greint frá fjölda smita. 22. mars 2020 11:00
Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34