Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2020 23:28 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. „Af því leiðir að við getum ekki nema að takmörkuðu leyti notfært okkur fyrri reynslu til að takast á við þetta; hún er ekki fyrir hendi. Þetta hefur ekki gerst áður. Ekki svona.“ Þetta segir Íris í pistli þar sem hún ávarpar Eyjamenn, en fyrr í kvöld var var tilkynnt að aðgerðastjórn almannavarna hefði hert reglur um samkomubann í Eyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. Tóku reglurnar gildi klukkan 18. Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 hið minnsta og eru að minnsta kosti 282 Eyjamenn í sóttkví, að því er fram kom í frétt Vísis í gærkvöldi. Íbúar þurfa að aðlagast Íris segir að á hverjum degi og jafnvel oft á dag þurfi íbúar við að tileinka sé nýja hluti og bregðast við aðstæðum sem stöðugt breytast. Jafnvel hafa íbúar þurft að aðlagast kringumstæðum sem þeir fyrir nokkrum vikum hefðu ekki getað ímyndað sér að kæmu upp. Hertar reglur í okkar eigin þágu „Í dag eru kynntar hertar aðgerðir sem fela í sér talsverðar breytingar á daglegu lífi okkar hér í Eyjum. Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu. Það skiptir miklu máli að við tökum höndum saman um þetta stóra samfélagsverkefni og förum að þeim fyrirmælum og tilmælum sem gefin eru hverju sinni sinni. En við verðum samt að muna að þetta tekur enda og það kemur bráðum sól og sumar. Höldum ró okkar og sýnum þann samtakamátt og samhug sem einkennir okkar góða og kraftmikla samfélag,“ segir Írís sem lýkur færslunni á að senda öllum Eyjamönnum rafrænt faðmlag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. „Af því leiðir að við getum ekki nema að takmörkuðu leyti notfært okkur fyrri reynslu til að takast á við þetta; hún er ekki fyrir hendi. Þetta hefur ekki gerst áður. Ekki svona.“ Þetta segir Íris í pistli þar sem hún ávarpar Eyjamenn, en fyrr í kvöld var var tilkynnt að aðgerðastjórn almannavarna hefði hert reglur um samkomubann í Eyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. Tóku reglurnar gildi klukkan 18. Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 hið minnsta og eru að minnsta kosti 282 Eyjamenn í sóttkví, að því er fram kom í frétt Vísis í gærkvöldi. Íbúar þurfa að aðlagast Íris segir að á hverjum degi og jafnvel oft á dag þurfi íbúar við að tileinka sé nýja hluti og bregðast við aðstæðum sem stöðugt breytast. Jafnvel hafa íbúar þurft að aðlagast kringumstæðum sem þeir fyrir nokkrum vikum hefðu ekki getað ímyndað sér að kæmu upp. Hertar reglur í okkar eigin þágu „Í dag eru kynntar hertar aðgerðir sem fela í sér talsverðar breytingar á daglegu lífi okkar hér í Eyjum. Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu. Það skiptir miklu máli að við tökum höndum saman um þetta stóra samfélagsverkefni og förum að þeim fyrirmælum og tilmælum sem gefin eru hverju sinni sinni. En við verðum samt að muna að þetta tekur enda og það kemur bráðum sól og sumar. Höldum ró okkar og sýnum þann samtakamátt og samhug sem einkennir okkar góða og kraftmikla samfélag,“ segir Írís sem lýkur færslunni á að senda öllum Eyjamönnum rafrænt faðmlag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45
Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48