Innlent

Kórónuveirusmit greindist í starfsmanni Hrafnistu

Andri Eysteinsson skrifar
Smit hefur greinst í einum starfsmanna Hrafnistu í Laugarási.
Smit hefur greinst í einum starfsmanna Hrafnistu í Laugarási. Vísir/Vilhelm

Kórónuveirusmit hefur greinst í starfsmanni á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Laugarási, allir starfsmenn á sömu deild og hinn smitaði eru nú komnir í sóttkví.

RÚV greinir frá að starfsmaðurinn hafi verið í sóttkví frá 15. mars síðastliðnum þegar hann var síðast við vinnu á hjúkrunarheimilinu, jákvæð niðurstaða við kórónuveiruprófi fékkst svo í gær.

Í tilkynningu frá Hrafnistu segir að engin einkenni hafi greinst á meðal íbúa deildarinnar né í öðrum starfsmönnum hennar. Fólkið verði í sóttkví á meðan að smitrakningarteymi sóttvarnarlæknis vinni að málinu með neyðarstjórn Hrafnistu.

Aðstandendum heimilismanna á deildinni hefur verið gert viðvart um stöðuna og verður sendur daglegur upplýsingapóstur til þeirra frá og með deginum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×