Liðið sem var sæti neðar fékk að fara upp | „Algjörlega fáránlegt“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 08:00 Halldór Stefán Haraldsson var með Volda í 3. sæti þegar mótið í Noregi var blásið af. MYND/VOLDA Volda, liðið sem Halldór Stefán Haraldsson þjálfar í Noregi, var í 3. sæti næstefstu deildar kvenna í handbolta þegar mótið var blásið af vegna kórónuveirunnar. Hins vegar mun liðið í 4. sæti fara upp í úrvalsdeild en ekki Volda. Norska handknattleikssambandið ákvað að þrjú lið úr 1. deild myndu komast upp í úrvalsdeild. Jafnframt var ákveðið að það yrðu þau þrjú lið sem flest stig hefðu fengið að meðaltali í sínum leikjum á leiktíðinni, vegna þess að mismunandi er hve mörgum leikjum liðin höfðu lokið. Volda var með 29 stig eftir 21 leik en Rælingen með 28 stig eftir 20 leiki. Það þýðir að meðaltalið var 0,019 stigum betra hjá Rælingen sem var þar með boðið úrvalsdeildarsæti. Þriðja sæti 1. deildar myndi vanalega gilda sem umspilssæti gegn liði úr úrvalsdeildinni, og Halldór Stefán segist í samtali við mbl.is því ekki hafa kallað sérstaklega eftir því að Volda fengi að fara upp um deild þegar ljóst var að ekki yrði meira spilað á tímabilinu. Hins vegar er hann afar ósáttur við að Oslóarlið Rælingen skyldi fá úrvalsdeildarsæti á kostnað smábæjarliðsins Volda: „Maður er í raun bara sjokkeraður því manni finnst í raun bara á manni brotið ef svo má segja. Við vorum alls ekki að kalla neitt eftir því að við myndum fara upp um deild yfirhöfuð. Okkur hefði fundist eðlilegt, fyrir fram í það minnsta, að þar sem við vorum í þessu svokallaða umspilssæti þegar leiktíðinni var slaufað þá yrði það bara dæmt dautt og gilt og aðeins tvö lið myndu fara upp um deild. Það að liðið sem er svo í fjórða sæti B-deildarinnar skuli fara upp um deild er algjörlega fáránlegt,“ sagði Halldór Stefán við mbl.is. Stig Quille hjá norska handknattleikssambandinu segist hafa skilning á afstöðu Volda. „Við reyndum að finna aðferð sem væri hægt að beita á allar deildirnar og væri réttlátust í heildina. Volda olli vandræðum sem við vörðum miklum tíma í að skoða. Ákvörðunin var ekki einföld en við viljum meina að þetta sé besta aðferðin ef við viljum beita sömu aðferð á allar deildir,“ sagði Quille við TV2. Sagði hann ljóst að hægt væri að áfrýja ákvörðun sambandsins og það hyggjast forráðamenn Volda gera. Norski handboltinn Tengdar fréttir Tímabilið í norska handboltanum flautað af vegna veirunnar Tímabilinu í norska handboltanum er lokið. Ákveðið hefur verið að aflýsa því vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 13:06 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Volda, liðið sem Halldór Stefán Haraldsson þjálfar í Noregi, var í 3. sæti næstefstu deildar kvenna í handbolta þegar mótið var blásið af vegna kórónuveirunnar. Hins vegar mun liðið í 4. sæti fara upp í úrvalsdeild en ekki Volda. Norska handknattleikssambandið ákvað að þrjú lið úr 1. deild myndu komast upp í úrvalsdeild. Jafnframt var ákveðið að það yrðu þau þrjú lið sem flest stig hefðu fengið að meðaltali í sínum leikjum á leiktíðinni, vegna þess að mismunandi er hve mörgum leikjum liðin höfðu lokið. Volda var með 29 stig eftir 21 leik en Rælingen með 28 stig eftir 20 leiki. Það þýðir að meðaltalið var 0,019 stigum betra hjá Rælingen sem var þar með boðið úrvalsdeildarsæti. Þriðja sæti 1. deildar myndi vanalega gilda sem umspilssæti gegn liði úr úrvalsdeildinni, og Halldór Stefán segist í samtali við mbl.is því ekki hafa kallað sérstaklega eftir því að Volda fengi að fara upp um deild þegar ljóst var að ekki yrði meira spilað á tímabilinu. Hins vegar er hann afar ósáttur við að Oslóarlið Rælingen skyldi fá úrvalsdeildarsæti á kostnað smábæjarliðsins Volda: „Maður er í raun bara sjokkeraður því manni finnst í raun bara á manni brotið ef svo má segja. Við vorum alls ekki að kalla neitt eftir því að við myndum fara upp um deild yfirhöfuð. Okkur hefði fundist eðlilegt, fyrir fram í það minnsta, að þar sem við vorum í þessu svokallaða umspilssæti þegar leiktíðinni var slaufað þá yrði það bara dæmt dautt og gilt og aðeins tvö lið myndu fara upp um deild. Það að liðið sem er svo í fjórða sæti B-deildarinnar skuli fara upp um deild er algjörlega fáránlegt,“ sagði Halldór Stefán við mbl.is. Stig Quille hjá norska handknattleikssambandinu segist hafa skilning á afstöðu Volda. „Við reyndum að finna aðferð sem væri hægt að beita á allar deildirnar og væri réttlátust í heildina. Volda olli vandræðum sem við vörðum miklum tíma í að skoða. Ákvörðunin var ekki einföld en við viljum meina að þetta sé besta aðferðin ef við viljum beita sömu aðferð á allar deildir,“ sagði Quille við TV2. Sagði hann ljóst að hægt væri að áfrýja ákvörðun sambandsins og það hyggjast forráðamenn Volda gera.
Norski handboltinn Tengdar fréttir Tímabilið í norska handboltanum flautað af vegna veirunnar Tímabilinu í norska handboltanum er lokið. Ákveðið hefur verið að aflýsa því vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 13:06 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Tímabilið í norska handboltanum flautað af vegna veirunnar Tímabilinu í norska handboltanum er lokið. Ákveðið hefur verið að aflýsa því vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 13:06