Tveir þingmenn Viðreisnar í sóttkví Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2020 21:12 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, og Hanna Katrín Friðrikson, þingmaður flokksins, eru báðar farnar í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Þingkonurnar tilkynntu um þetta á Facebook-síðum sínum í kvöld. Þorgerður Katrín skrifar að fjölskylda hennar sé öll komin í sóttkví, þar á meðal móðir hennar á tíræðisaldri. „Það er ekkert annað í stöðunni en að taka þessu alvarlega og fara að fyrirmælum sóttvarnateymisins. Þetta er fúlasta alvara. Pössum upp á fólkið okkar, elsku vinir, og gerum þetta rétt. Því lífið heldur áfram,“ skrifar þingmaðurinn. Í samtali við Vísis segir Þorgerður Katrín að sóttvarnateymi hafi hringt í fjölskylduna í gær en þá kom í ljós að hún hafði umgengist manneskju sem greindist síðar smituð. Ekkert þeirra sé þó með einkenni. „Við gerum það sem þarf að gera, það er ekkert annað í boði. Sem betur fer er nútímatækni þóþannig að það er hægt að gera mjög margt og fylgjast með mjög mörgu og tala við marga," segir Þorgerður Katrín. Hanna Katrín segir að bæði hún og Ragnhildur Sverrisdóttir, eiginkona hennar, séu sóttkví. Þær séu einkennalausar og hressar ennþá. „Sem betur fer er Alþingi búið að koma upp eðal fjarfundabúnaði fyrir nefndafundi svo við sem erum í sóttkví, getum áfram lagt okkar af mörkum þar sem þörf krefur,“ skrifar hún. Þorgerður Katrín segir að sem betur fer sé þingið búið að koma sér upp góðum fjarfundarbúnaði fyrir nefndir. Þingmenn geti þó ekki greitt atkvæði. Hún veltir fyrir sér hvort að við stjórnarskrárvinnu sem nú stendur yfir ætti til þess að hægt verði að breyta fyrirkomulagi atkvæðagreiðsla á þingi við aðstæður eins og þær sem nú eru uppi í faraldrinum. „En að öðru leyti er þingið alltaf að verða betra og betra í því að nýta tæknina,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Viðreisn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, og Hanna Katrín Friðrikson, þingmaður flokksins, eru báðar farnar í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Þingkonurnar tilkynntu um þetta á Facebook-síðum sínum í kvöld. Þorgerður Katrín skrifar að fjölskylda hennar sé öll komin í sóttkví, þar á meðal móðir hennar á tíræðisaldri. „Það er ekkert annað í stöðunni en að taka þessu alvarlega og fara að fyrirmælum sóttvarnateymisins. Þetta er fúlasta alvara. Pössum upp á fólkið okkar, elsku vinir, og gerum þetta rétt. Því lífið heldur áfram,“ skrifar þingmaðurinn. Í samtali við Vísis segir Þorgerður Katrín að sóttvarnateymi hafi hringt í fjölskylduna í gær en þá kom í ljós að hún hafði umgengist manneskju sem greindist síðar smituð. Ekkert þeirra sé þó með einkenni. „Við gerum það sem þarf að gera, það er ekkert annað í boði. Sem betur fer er nútímatækni þóþannig að það er hægt að gera mjög margt og fylgjast með mjög mörgu og tala við marga," segir Þorgerður Katrín. Hanna Katrín segir að bæði hún og Ragnhildur Sverrisdóttir, eiginkona hennar, séu sóttkví. Þær séu einkennalausar og hressar ennþá. „Sem betur fer er Alþingi búið að koma upp eðal fjarfundabúnaði fyrir nefndafundi svo við sem erum í sóttkví, getum áfram lagt okkar af mörkum þar sem þörf krefur,“ skrifar hún. Þorgerður Katrín segir að sem betur fer sé þingið búið að koma sér upp góðum fjarfundarbúnaði fyrir nefndir. Þingmenn geti þó ekki greitt atkvæði. Hún veltir fyrir sér hvort að við stjórnarskrárvinnu sem nú stendur yfir ætti til þess að hægt verði að breyta fyrirkomulagi atkvæðagreiðsla á þingi við aðstæður eins og þær sem nú eru uppi í faraldrinum. „En að öðru leyti er þingið alltaf að verða betra og betra í því að nýta tæknina,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Viðreisn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira