„Við verðum líka að muna að þetta líður hjá" Andri Eysteinsson skrifar 20. mars 2020 19:39 Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Um og yfir 2000 manns gætu verið greindir með kórónuveirusmit samkvæmt verstu spám teymis sem sér um að reikna út spálíkön vegna faraldurs kórónuveirunnar. Einn þeirra sem starfar að verkefninu, Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir að besta spá gerir ráð fyrir um 1000 greindum smitum en bæti við að þessar tölur telji einungis þá sem verða prófaðir og greinast með veiruna. Thor ræddi kórónuveiruna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Nú er alveg þekkt að það er þokkalega stór hópur sem með veiruna en hún kemur ekki fram, einkennin eru væg og það ber ekkert á því. Sumir eru að meta þann hóp allt upp í þriðjung, segir Thor. Thor segir tölurnar ekki gefa það til kynna að meirihluti landsmanna veikist af kórónuveirunni, því sé í raun ekki ástæða til þess að „panikka“ vegna faraldursins. „Við verðum líka að muna að þetta líður hjá. Það gerist í svona faraldri, hann fer niður og við erum enn að spá í hvort þetta snúi ekki við um miðjan apríl, þá förum við að sjá það að fleiri jafni sig heldur en smitist,“ segir Thor og minnir á að þó verði enn eitthvað um að fólk veikist jafnvel fram á sumar. „Ef okkur tekst að vinna, eins og við erum að gera núna, passa upp á eldri fólkið, halda okkur til hlés og virða sóttkvíið. Þá mun rætast þessi spá að milli 1000 og 2000 muni smitast," sagði Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Dálítil væta en fremur hlýtt Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Bolsonaro í stofufangelsi Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Um og yfir 2000 manns gætu verið greindir með kórónuveirusmit samkvæmt verstu spám teymis sem sér um að reikna út spálíkön vegna faraldurs kórónuveirunnar. Einn þeirra sem starfar að verkefninu, Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir að besta spá gerir ráð fyrir um 1000 greindum smitum en bæti við að þessar tölur telji einungis þá sem verða prófaðir og greinast með veiruna. Thor ræddi kórónuveiruna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Nú er alveg þekkt að það er þokkalega stór hópur sem með veiruna en hún kemur ekki fram, einkennin eru væg og það ber ekkert á því. Sumir eru að meta þann hóp allt upp í þriðjung, segir Thor. Thor segir tölurnar ekki gefa það til kynna að meirihluti landsmanna veikist af kórónuveirunni, því sé í raun ekki ástæða til þess að „panikka“ vegna faraldursins. „Við verðum líka að muna að þetta líður hjá. Það gerist í svona faraldri, hann fer niður og við erum enn að spá í hvort þetta snúi ekki við um miðjan apríl, þá förum við að sjá það að fleiri jafni sig heldur en smitist,“ segir Thor og minnir á að þó verði enn eitthvað um að fólk veikist jafnvel fram á sumar. „Ef okkur tekst að vinna, eins og við erum að gera núna, passa upp á eldri fólkið, halda okkur til hlés og virða sóttkvíið. Þá mun rætast þessi spá að milli 1000 og 2000 muni smitast," sagði Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Dálítil væta en fremur hlýtt Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Bolsonaro í stofufangelsi Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira