Íslenskt ferðasumar Brynjólfur Stefánsson skrifar 21. mars 2020 08:00 Íslenskt hagkerfi hefur breyst mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustan er orðin stór hluti af daglegu lífi okkar. Þessi þróun hefur auðgað tilveru okkar Íslendinga svo um munar, gert mannlífið fjölbreyttara og fært okkur aðeins nær stærri menningarsvæðum. Ferðaþjónustan er byggð upp af frumkvöðlum sem af óbilandi þrautseigju hafa nýtt nótt sem nýtan dag til að byggja upp fyrirtæki sín og lagt allt að veði til að gera heimsókn til Íslands áhugaverða og skemmtilega. Flugframboð til allra horna heimsins er langt umfram það sem hægt væri að búast við fyrir örfáar hræður á eyju lengst norður í Atlantshafi. Kaffihús, veitingastaðir og skemmtistaðir, hvort sem þau eru í miðbæ Reykjavíkur eða á Austfjörðum, eru orðin hversdagslegur hluti af tilveru okkar. Við getum notið áhugaverðrar gistingar eða dýft okkur í heita laug í óviðjafnanlegu útsýni nánast um allt land. Aukið aðgengi að íslenskum náttúrperlum og í sumum tilfellum aðgengi að stöðum sem voru ófærir áður, hafa gert okkur kleift að sjá landið í nýju ljósi. Ferðaþjónustuaðilar hafa byggt upp aðstöðu og aðgengi að stöðum sem langstærstur hluti landsmanna hefði annars aldrei haft möguleika á að skoða hvort sem það eru hraunhellar eða undirheimar jökulbreiða. Mörg þessara fyrirtækja væru líklega ekki í rekstri ef að fjölgun ferðamanna hefði ekki komið til og við værum fátækari fyrir vikið. Á þessum fordæmalausu tímum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar er hætta á að rekstrargrundvöllur margra ferðaþjónustufyrirtækja versni hratt. Hver áhrif veirunnar verða á endanum er erfitt að segja til um. Þegar kórónaveiran er gengin yfir er vonandi hægt að halda áfram þar sem frá var horfið. Líklega mun þó faraldurinn hafa einhverjar langtímabreytingar í för með sér. Mörg þessara fyrirtækja róa nú lífróður vegna þess algjörra hruns eftirspurnar sem er von á og er því líklegt að atvinnuleysi og gjaldþrot eigi eftir að aukast. Því væri vel til fundið að við hefðum það hugfast að ekkert af þeirri þjónustu sem við njótum í dag er sjálfsögð. Nýtum okkur veitinga- og kaffihúsin að því leyti sem það er hægt á tímum sóttkvíar t.d. með heimsendingum. Gerum ráð fyrir að ferðast innanlands í sumar og skoðum hvali og hella þegar samkomubanninu verður aflétt. Gistum á innlendum hótelum, nýtum sérþekkingar leiðsögumanna á staðháttum, bókum skoðunarferðir og gerum ráð fyrir að borga meira fyrir kleinuna á kaffihúsi úti á landi þó svo að hún sé miklu ódýrari í næstu lágvöruverslun. Þó svo að innlend eftirspurn eigi kannski ekki eftir að koma í staðinn fyrir fallið í komu erlendra ferðamanna, gæti þó verið að hún stuðli að því að sum ferðaþjónustufyrirtækin komist yfir versta hjallinn. Í versta falli njótum við þeirra gæða sem milljónir erlendra ferðamanna borga háar fjárhæðir til að upplifa hérna á Ísland. Í besta falli hjálpum við einhverjum fyrirtækjum yfir versta hjallann og tryggjum að þau haldi áfram að auðga mannlífið á Íslandi. Höfundur er sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Íslenskt hagkerfi hefur breyst mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustan er orðin stór hluti af daglegu lífi okkar. Þessi þróun hefur auðgað tilveru okkar Íslendinga svo um munar, gert mannlífið fjölbreyttara og fært okkur aðeins nær stærri menningarsvæðum. Ferðaþjónustan er byggð upp af frumkvöðlum sem af óbilandi þrautseigju hafa nýtt nótt sem nýtan dag til að byggja upp fyrirtæki sín og lagt allt að veði til að gera heimsókn til Íslands áhugaverða og skemmtilega. Flugframboð til allra horna heimsins er langt umfram það sem hægt væri að búast við fyrir örfáar hræður á eyju lengst norður í Atlantshafi. Kaffihús, veitingastaðir og skemmtistaðir, hvort sem þau eru í miðbæ Reykjavíkur eða á Austfjörðum, eru orðin hversdagslegur hluti af tilveru okkar. Við getum notið áhugaverðrar gistingar eða dýft okkur í heita laug í óviðjafnanlegu útsýni nánast um allt land. Aukið aðgengi að íslenskum náttúrperlum og í sumum tilfellum aðgengi að stöðum sem voru ófærir áður, hafa gert okkur kleift að sjá landið í nýju ljósi. Ferðaþjónustuaðilar hafa byggt upp aðstöðu og aðgengi að stöðum sem langstærstur hluti landsmanna hefði annars aldrei haft möguleika á að skoða hvort sem það eru hraunhellar eða undirheimar jökulbreiða. Mörg þessara fyrirtækja væru líklega ekki í rekstri ef að fjölgun ferðamanna hefði ekki komið til og við værum fátækari fyrir vikið. Á þessum fordæmalausu tímum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar er hætta á að rekstrargrundvöllur margra ferðaþjónustufyrirtækja versni hratt. Hver áhrif veirunnar verða á endanum er erfitt að segja til um. Þegar kórónaveiran er gengin yfir er vonandi hægt að halda áfram þar sem frá var horfið. Líklega mun þó faraldurinn hafa einhverjar langtímabreytingar í för með sér. Mörg þessara fyrirtækja róa nú lífróður vegna þess algjörra hruns eftirspurnar sem er von á og er því líklegt að atvinnuleysi og gjaldþrot eigi eftir að aukast. Því væri vel til fundið að við hefðum það hugfast að ekkert af þeirri þjónustu sem við njótum í dag er sjálfsögð. Nýtum okkur veitinga- og kaffihúsin að því leyti sem það er hægt á tímum sóttkvíar t.d. með heimsendingum. Gerum ráð fyrir að ferðast innanlands í sumar og skoðum hvali og hella þegar samkomubanninu verður aflétt. Gistum á innlendum hótelum, nýtum sérþekkingar leiðsögumanna á staðháttum, bókum skoðunarferðir og gerum ráð fyrir að borga meira fyrir kleinuna á kaffihúsi úti á landi þó svo að hún sé miklu ódýrari í næstu lágvöruverslun. Þó svo að innlend eftirspurn eigi kannski ekki eftir að koma í staðinn fyrir fallið í komu erlendra ferðamanna, gæti þó verið að hún stuðli að því að sum ferðaþjónustufyrirtækin komist yfir versta hjallinn. Í versta falli njótum við þeirra gæða sem milljónir erlendra ferðamanna borga háar fjárhæðir til að upplifa hérna á Ísland. Í besta falli hjálpum við einhverjum fyrirtækjum yfir versta hjallann og tryggjum að þau haldi áfram að auðga mannlífið á Íslandi. Höfundur er sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun