Áhyggjuefni að fólk sé farið að slaka á samkomubanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2020 15:11 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Það er áhyggjuefni að strax sé farið að bera á því fólk sé farið að slaka í samkomubanninu, það er eitthvað sem hafi verið öflugt framan af þegar bannið tók gildi síðastliðinn mánudag sé nú ekki eins gott. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Þar var hann spurður að því hvernig fylgst væri með því hvort verið væri að fara eftir samkomubanninu. Nefndi fréttamaður á fundinum að hann hefði farið í verslun í gær þar sem ekki var talið inn í búðina og aðeins einn dunkur með sótthreinsandi efni fyrir viðskiptavini sjáanlegur. „Við fylgjumst fyrst og fremst með því í gegnum svona ábendingar eins og þessa og reynum að koma á framfæri við viðkomandi upplýsingum og hvetja menn til þess að vera ábyrgir og sýna þátttöku í þessu. En þetta er auðvitað áhyggjuefni finnst okkur aðeins núna. Við erum ekki nema á fimmta degi í þessu samkomubanni og við erum strax að sjá fleiri dæmi um það að menn séu eitthvað að slaka á í því sem menn voru mjög öflugir í á mánudaginn. Það er áhyggjuefni,“ sagði Víðir. Ekki blanda saman hópum utan skóla eða vinnu Þá var spurt út í það hvort að börn mættu leika sér saman úti. Víðir svaraði því til að í dag yrði skerpt á reglum varðandi þetta. Það væri þá þannig að börn sem ekki væru í sama hóp í skólanum ættu heldur ekki að blandast utan skólatíma. Þannig væri í lagi að leika við bekkjarfélagana en ekki aðra skólafélaga eða krakka úr öðrum skólum. Það sama gilti um fullorðna sem ynnu á vinnustað sem búið væri að skipta upp í svæði. Fólk sem væri ekki að vinna á sama svæði ætti ekki að blandast heldur utan vinnutíma, til dæmis ekki vera að fara á kaffihús saman eftir vinnu eða út að borða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Það er áhyggjuefni að strax sé farið að bera á því fólk sé farið að slaka í samkomubanninu, það er eitthvað sem hafi verið öflugt framan af þegar bannið tók gildi síðastliðinn mánudag sé nú ekki eins gott. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Þar var hann spurður að því hvernig fylgst væri með því hvort verið væri að fara eftir samkomubanninu. Nefndi fréttamaður á fundinum að hann hefði farið í verslun í gær þar sem ekki var talið inn í búðina og aðeins einn dunkur með sótthreinsandi efni fyrir viðskiptavini sjáanlegur. „Við fylgjumst fyrst og fremst með því í gegnum svona ábendingar eins og þessa og reynum að koma á framfæri við viðkomandi upplýsingum og hvetja menn til þess að vera ábyrgir og sýna þátttöku í þessu. En þetta er auðvitað áhyggjuefni finnst okkur aðeins núna. Við erum ekki nema á fimmta degi í þessu samkomubanni og við erum strax að sjá fleiri dæmi um það að menn séu eitthvað að slaka á í því sem menn voru mjög öflugir í á mánudaginn. Það er áhyggjuefni,“ sagði Víðir. Ekki blanda saman hópum utan skóla eða vinnu Þá var spurt út í það hvort að börn mættu leika sér saman úti. Víðir svaraði því til að í dag yrði skerpt á reglum varðandi þetta. Það væri þá þannig að börn sem ekki væru í sama hóp í skólanum ættu heldur ekki að blandast utan skólatíma. Þannig væri í lagi að leika við bekkjarfélagana en ekki aðra skólafélaga eða krakka úr öðrum skólum. Það sama gilti um fullorðna sem ynnu á vinnustað sem búið væri að skipta upp í svæði. Fólk sem væri ekki að vinna á sama svæði ætti ekki að blandast heldur utan vinnutíma, til dæmis ekki vera að fara á kaffihús saman eftir vinnu eða út að borða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira