Áhyggjuefni að fólk sé farið að slaka á samkomubanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2020 15:11 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Það er áhyggjuefni að strax sé farið að bera á því fólk sé farið að slaka í samkomubanninu, það er eitthvað sem hafi verið öflugt framan af þegar bannið tók gildi síðastliðinn mánudag sé nú ekki eins gott. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Þar var hann spurður að því hvernig fylgst væri með því hvort verið væri að fara eftir samkomubanninu. Nefndi fréttamaður á fundinum að hann hefði farið í verslun í gær þar sem ekki var talið inn í búðina og aðeins einn dunkur með sótthreinsandi efni fyrir viðskiptavini sjáanlegur. „Við fylgjumst fyrst og fremst með því í gegnum svona ábendingar eins og þessa og reynum að koma á framfæri við viðkomandi upplýsingum og hvetja menn til þess að vera ábyrgir og sýna þátttöku í þessu. En þetta er auðvitað áhyggjuefni finnst okkur aðeins núna. Við erum ekki nema á fimmta degi í þessu samkomubanni og við erum strax að sjá fleiri dæmi um það að menn séu eitthvað að slaka á í því sem menn voru mjög öflugir í á mánudaginn. Það er áhyggjuefni,“ sagði Víðir. Ekki blanda saman hópum utan skóla eða vinnu Þá var spurt út í það hvort að börn mættu leika sér saman úti. Víðir svaraði því til að í dag yrði skerpt á reglum varðandi þetta. Það væri þá þannig að börn sem ekki væru í sama hóp í skólanum ættu heldur ekki að blandast utan skólatíma. Þannig væri í lagi að leika við bekkjarfélagana en ekki aðra skólafélaga eða krakka úr öðrum skólum. Það sama gilti um fullorðna sem ynnu á vinnustað sem búið væri að skipta upp í svæði. Fólk sem væri ekki að vinna á sama svæði ætti ekki að blandast heldur utan vinnutíma, til dæmis ekki vera að fara á kaffihús saman eftir vinnu eða út að borða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Sjá meira
Það er áhyggjuefni að strax sé farið að bera á því fólk sé farið að slaka í samkomubanninu, það er eitthvað sem hafi verið öflugt framan af þegar bannið tók gildi síðastliðinn mánudag sé nú ekki eins gott. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Þar var hann spurður að því hvernig fylgst væri með því hvort verið væri að fara eftir samkomubanninu. Nefndi fréttamaður á fundinum að hann hefði farið í verslun í gær þar sem ekki var talið inn í búðina og aðeins einn dunkur með sótthreinsandi efni fyrir viðskiptavini sjáanlegur. „Við fylgjumst fyrst og fremst með því í gegnum svona ábendingar eins og þessa og reynum að koma á framfæri við viðkomandi upplýsingum og hvetja menn til þess að vera ábyrgir og sýna þátttöku í þessu. En þetta er auðvitað áhyggjuefni finnst okkur aðeins núna. Við erum ekki nema á fimmta degi í þessu samkomubanni og við erum strax að sjá fleiri dæmi um það að menn séu eitthvað að slaka á í því sem menn voru mjög öflugir í á mánudaginn. Það er áhyggjuefni,“ sagði Víðir. Ekki blanda saman hópum utan skóla eða vinnu Þá var spurt út í það hvort að börn mættu leika sér saman úti. Víðir svaraði því til að í dag yrði skerpt á reglum varðandi þetta. Það væri þá þannig að börn sem ekki væru í sama hóp í skólanum ættu heldur ekki að blandast utan skólatíma. Þannig væri í lagi að leika við bekkjarfélagana en ekki aðra skólafélaga eða krakka úr öðrum skólum. Það sama gilti um fullorðna sem ynnu á vinnustað sem búið væri að skipta upp í svæði. Fólk sem væri ekki að vinna á sama svæði ætti ekki að blandast heldur utan vinnutíma, til dæmis ekki vera að fara á kaffihús saman eftir vinnu eða út að borða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Sjá meira