Munu ekki hika við að setja á útgöngubann ef talið er að þess þurfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2020 12:28 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir ekki komið að þeim tímapunkti í kórónuveirufaraldrinum hér á landi að setja þurfi á algjört útgöngubann. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. Verið sé að skoða aðrar hertari aðgerðir en þær sem eru í gildi núna með samkomubanninu, til dæmis sé verið að líta til þess að takmarka enn frekar þann fjölda sem megi koma saman á hverjum stað. Sú tala stendur nú í 100 manns og hún myndi þá lækka. Aðspurður segir Víðir að ný tala liggi ekki fyrir en þó verði ekki farið í eins lága tölu og gripið hefur verið til í Austurríki þar sem ekki mega koma saman fleiri en fimm manns. Ekki hertari aðgerðir almennt heldur mögulega á einstaka svæðum Víðir segir að væntanlega verði búið að móta hertari aðgerðir eftir hádegi í dag. „En þetta byggir á því að fækka heildarfjöldanum sem mega vera saman, að lækka þá tölu. Hugsanleg lokun einhverrar starfsemi sem er og þrenging á undanþágum. Við erum ekki að tala um útgöngubann eða loka alveg öllu, við erum ekki komin þangað, en svona herða á þessu út frá fjöldanum, það er það sem við erum að skoða og skoðun á einstaka starfsemi. Það getur vel verið að við förum ekki með þetta almennt heldur verður þessu beitt á afmörkuðum svæðum þar sem koma upp fjölmennari smit. Þetta er á þessum nótum,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Fjöldi fólks er nú í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir að tíu manns greindust þar með kórónuveirusmit. Þá kom togari þar til hafnar í gærkvöldi þar sem 17 af 20 skipverjum veikir. Þar af eru þrír mikið veikir og leikur grunur um smit.Vísir/Getty Mikill fjöldi fólks er nú í sóttkví í Vestmannaeyjum og Húnaþingi vestra eftir að smit komu upp þar. Spurður út í hvort að hertari aðgerðir muni þá til dæmis einungis beinast að þessum sveitarfélögum segir Víðir að það gæti einmitt verið. „Við tókum reyndar fjölmörg sýni í Vestmannaeyjum í gær og langstærstur hluti þeirra var neikvæður. Þannig að við erum að fylgjast með en við erum ekki búin að ákveða neinar hertari aðgerðir í Vestmannaeyjum en aðgerðastjórnin þar, lögreglustjóri og sóttvarnalæknir eru að „mónitora“ ástandið mjög vel.“ Spálíkön og þróunin gefa ekki til kynna að setja þurfi á útgöngubann Varðandi algjört útgöngubann segir Víðir að það sé mesta inngrip sem hægt sé að fara í faraldrinum. „Og þær þjóðir sem hafa gripið til þess eru að gera það sem neyðarráðstöfun vegna þess að kerfið er komið fram yfir eða er að fara fram yfir þau þolmörk sem þau hafa þannig að menn sjá að það verður að stoppa samfélagið algjörlega og stoppa öll samskipti manna á milli til þess að missa ekki alveg tökin á þessu. Okkar spár gefa ekki til kynna og eins og þróunin er búin að vera síðustu þrjá daga gefur spálíkanið ekki til kynna að við séum á leiðinni þangað heldur að með þessum aðgerðum sem við erum með séum við að ná að halda þessu alveg við þau mörk sem heilbrigðiskerfið okkar þolir. En möguleiki að við þurfum að herða þetta eitthvað aðeins eins og ég hef verið að nefna til þess að lækka kúrvuna þar sem óvissan getur verið hvort við ráðum við þetta eða ekki,“ segir Víðir. Spálíkön og þróunin hér á landi gefa ekki til kynna að faraldurinn fari hér yfir þolmörk heilbrigðiskerfisins að sögn Víðis.Vísir/Vilhelm Þá bendir hann á það að verið sé að vinna í því á fullu að bæta getu heilbrigðiskerfisins. Verið sé að sækja meiri búnað, þjálfa fleira fólk og gera fleiri bráðabirgðaaðstæður. Allt sé þetta hluti af áætlunum heilbrigðisstofnana um land allt. Útgöngubann ekki flókið í framkvæmd Þannig að útgöngubann er ekki eitthvað sem þið búist við að þurfa að setja á næstu daga? „Nei. Það er bara í öllum spálíkönunum og þróuninni sem við erum að bera saman, spálíkönin, þróunina og getu heilbrigðiskerfisins og þann sveigjanleika sem er verið að búa til í því þá erum við enn þá innan þessara marka. En ef við teljum það á einhverjum tímapunkti að það þyrfti að gera það, þá hikum við ekki við það, svo það sé alveg skýrt,“ segir Víðir. Þá segir hann aðspurður að áætlanir um útgöngubann séu ekki klárar. Það var tómlegt um að litast í Kringlunni fyrr í vikunni vegna samkomubannsins sem tók gildi á mánudag.Vísir/vilhelm „Það er bara mjög stutt síðan við ræddum þetta og niðurstaðan var sú að við værum það langt frá þeim tímapunkti að það væri engin þörf á að fara í einhverja umræðu eða útfærslu á því. Við teljum að við séum ekki á leiðinni þangað en eins og allt annað munum við skoða á hverjum degi hvort það sé ástæða til að gera einhver slík plön. Algjört útgöngubann er í sjálfu sér ekkert flókið í framkvæmd. Það er bara algjört útgöngubann og þá eru menn bara heima hjá sér. Svo eru einhverjir örfáir sem fá undanþágu á því. Stóru ákvarðanirnar, að loka fyrir allt saman og læsa eru auðveldar fyrir okkur. Það kallar ekki á neina útfærslu en um leið og við erum farin að segja að við ætlum að reyna að halda þessu og þessu gangandi þá þurfum við að koma með lausnir, undanþágurnar og hliðin fyrir þessa aðila til að fara í gegnum. En eins og aðrar þjóðir hafa gert, að loka öllu, það er bara fyrir stjórnendur auðveldast í heimi,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. Verið sé að skoða aðrar hertari aðgerðir en þær sem eru í gildi núna með samkomubanninu, til dæmis sé verið að líta til þess að takmarka enn frekar þann fjölda sem megi koma saman á hverjum stað. Sú tala stendur nú í 100 manns og hún myndi þá lækka. Aðspurður segir Víðir að ný tala liggi ekki fyrir en þó verði ekki farið í eins lága tölu og gripið hefur verið til í Austurríki þar sem ekki mega koma saman fleiri en fimm manns. Ekki hertari aðgerðir almennt heldur mögulega á einstaka svæðum Víðir segir að væntanlega verði búið að móta hertari aðgerðir eftir hádegi í dag. „En þetta byggir á því að fækka heildarfjöldanum sem mega vera saman, að lækka þá tölu. Hugsanleg lokun einhverrar starfsemi sem er og þrenging á undanþágum. Við erum ekki að tala um útgöngubann eða loka alveg öllu, við erum ekki komin þangað, en svona herða á þessu út frá fjöldanum, það er það sem við erum að skoða og skoðun á einstaka starfsemi. Það getur vel verið að við förum ekki með þetta almennt heldur verður þessu beitt á afmörkuðum svæðum þar sem koma upp fjölmennari smit. Þetta er á þessum nótum,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Fjöldi fólks er nú í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir að tíu manns greindust þar með kórónuveirusmit. Þá kom togari þar til hafnar í gærkvöldi þar sem 17 af 20 skipverjum veikir. Þar af eru þrír mikið veikir og leikur grunur um smit.Vísir/Getty Mikill fjöldi fólks er nú í sóttkví í Vestmannaeyjum og Húnaþingi vestra eftir að smit komu upp þar. Spurður út í hvort að hertari aðgerðir muni þá til dæmis einungis beinast að þessum sveitarfélögum segir Víðir að það gæti einmitt verið. „Við tókum reyndar fjölmörg sýni í Vestmannaeyjum í gær og langstærstur hluti þeirra var neikvæður. Þannig að við erum að fylgjast með en við erum ekki búin að ákveða neinar hertari aðgerðir í Vestmannaeyjum en aðgerðastjórnin þar, lögreglustjóri og sóttvarnalæknir eru að „mónitora“ ástandið mjög vel.“ Spálíkön og þróunin gefa ekki til kynna að setja þurfi á útgöngubann Varðandi algjört útgöngubann segir Víðir að það sé mesta inngrip sem hægt sé að fara í faraldrinum. „Og þær þjóðir sem hafa gripið til þess eru að gera það sem neyðarráðstöfun vegna þess að kerfið er komið fram yfir eða er að fara fram yfir þau þolmörk sem þau hafa þannig að menn sjá að það verður að stoppa samfélagið algjörlega og stoppa öll samskipti manna á milli til þess að missa ekki alveg tökin á þessu. Okkar spár gefa ekki til kynna og eins og þróunin er búin að vera síðustu þrjá daga gefur spálíkanið ekki til kynna að við séum á leiðinni þangað heldur að með þessum aðgerðum sem við erum með séum við að ná að halda þessu alveg við þau mörk sem heilbrigðiskerfið okkar þolir. En möguleiki að við þurfum að herða þetta eitthvað aðeins eins og ég hef verið að nefna til þess að lækka kúrvuna þar sem óvissan getur verið hvort við ráðum við þetta eða ekki,“ segir Víðir. Spálíkön og þróunin hér á landi gefa ekki til kynna að faraldurinn fari hér yfir þolmörk heilbrigðiskerfisins að sögn Víðis.Vísir/Vilhelm Þá bendir hann á það að verið sé að vinna í því á fullu að bæta getu heilbrigðiskerfisins. Verið sé að sækja meiri búnað, þjálfa fleira fólk og gera fleiri bráðabirgðaaðstæður. Allt sé þetta hluti af áætlunum heilbrigðisstofnana um land allt. Útgöngubann ekki flókið í framkvæmd Þannig að útgöngubann er ekki eitthvað sem þið búist við að þurfa að setja á næstu daga? „Nei. Það er bara í öllum spálíkönunum og þróuninni sem við erum að bera saman, spálíkönin, þróunina og getu heilbrigðiskerfisins og þann sveigjanleika sem er verið að búa til í því þá erum við enn þá innan þessara marka. En ef við teljum það á einhverjum tímapunkti að það þyrfti að gera það, þá hikum við ekki við það, svo það sé alveg skýrt,“ segir Víðir. Þá segir hann aðspurður að áætlanir um útgöngubann séu ekki klárar. Það var tómlegt um að litast í Kringlunni fyrr í vikunni vegna samkomubannsins sem tók gildi á mánudag.Vísir/vilhelm „Það er bara mjög stutt síðan við ræddum þetta og niðurstaðan var sú að við værum það langt frá þeim tímapunkti að það væri engin þörf á að fara í einhverja umræðu eða útfærslu á því. Við teljum að við séum ekki á leiðinni þangað en eins og allt annað munum við skoða á hverjum degi hvort það sé ástæða til að gera einhver slík plön. Algjört útgöngubann er í sjálfu sér ekkert flókið í framkvæmd. Það er bara algjört útgöngubann og þá eru menn bara heima hjá sér. Svo eru einhverjir örfáir sem fá undanþágu á því. Stóru ákvarðanirnar, að loka fyrir allt saman og læsa eru auðveldar fyrir okkur. Það kallar ekki á neina útfærslu en um leið og við erum farin að segja að við ætlum að reyna að halda þessu og þessu gangandi þá þurfum við að koma með lausnir, undanþágurnar og hliðin fyrir þessa aðila til að fara í gegnum. En eins og aðrar þjóðir hafa gert, að loka öllu, það er bara fyrir stjórnendur auðveldast í heimi,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira