Lungnasjúklingar í margra mánaða félagslegri einangrun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2020 11:52 Aldís hefur áhyggjur af félagsmönnum, af félagslegri einangrun þeirra og heilsu. Yfir tvö þúsund astmasjúklingar eru á Íslandi og lungnasjúklingar, til dæmis með langvinna lungnateppu og aðra alvarlega lungnasjúkdóma, eru yfir þúsund talsins. Í Samtökum lungnasjúklinga er á sjötta hundrað manns. Aldís Jónsdóttir er formaður samtakanna og segir félagsmenn hafa verið í sjálfskipaðri sóttkví frá því að fyrsti Íslendingurinn greindist með kórónuveiruna fyrir þremur vikum. Fólk hafi þurft að loka sig af, líka frá fjölskyldu, eða halda að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð. „Það er misjafnt hvað fólk er með gott stuðningsnet. Sumir hafa aðstöðu fyrir aðstandanda heima hjá sér sem aðstoðar það og aðrir fá heimsent. Sumir sem hafa heilsu komast einir út að ganga en fara ekki þar sem annað fólk er.“. Aldís segir þetta vissulega einangrun en hvetur fólk til að hafa samskipti í gegnum netmiðla eða síma. Hún segir að fólk sé vissulega kvíðið. „Já, hver er það ekki? Maður veit ekki hver er smitaður og hver er ekki.“ Ljóst er að félagsleg einangrun lungnasjúklinga getur staðið yfir í marga mánuði eða þar til veiran gengur yfir en Aldís bendir á að margir lungnasjúklingar hafi í raun verið í einangrun frá því í nóvember. „Færðin hefur verið að setja skoðrur, lungnasjúklingar fara ekki út í vindbyl og kafsnjó eins og hefur verið fyrir norðan, austan og vestan. Þetta er eiginlega búið að vera einangrun síðan í nóvember, meira eða minna,“ segir Aldís sem minnir á mikilvægi hreyfingar, heima í stofu eða í göngutúr fjarri öðrum og þá með buff eða grímu fyrir vitunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Yfir tvö þúsund astmasjúklingar eru á Íslandi og lungnasjúklingar, til dæmis með langvinna lungnateppu og aðra alvarlega lungnasjúkdóma, eru yfir þúsund talsins. Í Samtökum lungnasjúklinga er á sjötta hundrað manns. Aldís Jónsdóttir er formaður samtakanna og segir félagsmenn hafa verið í sjálfskipaðri sóttkví frá því að fyrsti Íslendingurinn greindist með kórónuveiruna fyrir þremur vikum. Fólk hafi þurft að loka sig af, líka frá fjölskyldu, eða halda að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð. „Það er misjafnt hvað fólk er með gott stuðningsnet. Sumir hafa aðstöðu fyrir aðstandanda heima hjá sér sem aðstoðar það og aðrir fá heimsent. Sumir sem hafa heilsu komast einir út að ganga en fara ekki þar sem annað fólk er.“. Aldís segir þetta vissulega einangrun en hvetur fólk til að hafa samskipti í gegnum netmiðla eða síma. Hún segir að fólk sé vissulega kvíðið. „Já, hver er það ekki? Maður veit ekki hver er smitaður og hver er ekki.“ Ljóst er að félagsleg einangrun lungnasjúklinga getur staðið yfir í marga mánuði eða þar til veiran gengur yfir en Aldís bendir á að margir lungnasjúklingar hafi í raun verið í einangrun frá því í nóvember. „Færðin hefur verið að setja skoðrur, lungnasjúklingar fara ekki út í vindbyl og kafsnjó eins og hefur verið fyrir norðan, austan og vestan. Þetta er eiginlega búið að vera einangrun síðan í nóvember, meira eða minna,“ segir Aldís sem minnir á mikilvægi hreyfingar, heima í stofu eða í göngutúr fjarri öðrum og þá með buff eða grímu fyrir vitunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira