Innlent

Strætisvagn mikið skemmdur eftir samstuð við vörubíl

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Strætisvagninn skemmdist töluvert, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Strætisvagninn skemmdist töluvert, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Halldór

Strætisvagn á leið 11 er illa leikinn eftir árekstur við vörubíl á Nesvegi nú á fjórða tímanum í dag. Engan sakaði við óhappið.

Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir í samtali við Vísi að svo virðist sem vörubíll hafi beygt of snemma og rekið hornið á palli sínum í strætisvagninn, með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu og ytra byrði vagnsins skemmdist töluvert, líkt og sjá má af myndum sem sjónarvottur sendi fréttastofu.

„Til allrar mildi voru bara tveir farþegar um borð og þeir sátu í hinum enda vagnsins,“ segir Guðmundur. Hvorki farþegana né bílstjóra vagnsins sakaði.

Kallaður var út nýr vagn til að leysa af þann sem skemmdist. Þá er verið að fjarlægja þann síðarnefnda af vettvangi óhappsins.

Vörubíllinn sem lenti á vagninum.Halldór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×