Veiran að ná sér á flug Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2020 15:00 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Töluverð aukning hefur orðið í greiningu á kórónuveirusmitum hér á landi. Staðfest smit eru orðin 330 en þeim fjölgaði um 80 frá því í gær. Þetta eru fyrstu vísbendingar um að við séum á leið upp ákveðna „brekku“ í kúrvu faraldursins sem teiknuð hefur verið upp. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Sjö eru nú inniliggjandi á Landspítalnum með kórónuveiruna, þar af einn á gjörgæslu. Sá er þó ekki í öndunarvél. Þá eru 3700 í sóttkví á landinu. Jákvæð sýni sem greindust á veirufræðideild Landspítalans nú voru 73 talsins og hlutfallið því um 15 prósent, en hefur hingað til verið um 10 prósent. Þannig hefur orðið verulegt stökk í staðfestum smitum á veirufræðideildinni, sem er merki um að veiran sé að ná sér aðeins á flug, að sögn Þórólfs. Sjá einnig: Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19 Hlutfall jákvæðra sýna hjá Íslenskri erfðagreiningu síðasta sólarhring var um 0,8 prósent en hefur verið um 0,7 prósent svo breytingin þar er ekki mikil. Þórólfur sagði þessa aukningu ekki koma á óvart. Búist væri við enn frekari aukningu á næstunni. Það sé hluti af eðlilegum ferli svona faraldurs – hann fari upp á við en passa þurfi upp á að hann fari ekki of hátt. Þá sé hægt að grípa til aðgerða til að bregðast við þessari aukningu. Yfirvöld hafi ýmislegt upp í erminni í þeim efnum þegar fram líða stundir. Þá benti Þórólfur á að þegar hafi verið settar takmarkanir á samkomur og skólahald, og alltaf sé inn í myndinni hvort herða eigi á því eða slaka. Fátt fleira sé í stöðunni. Í „grunnprinsippinu“ snúist þetta um samgang fólks, nánd og hreinlæti. Þá sé það inni í myndinni að loka grunn- og leikskólum en það yrði gert í samráði við stjórnvöld. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20 Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19 Miklar líkur eru taldar á því að ástralski ferðamaðurinn sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík á mánudag hafi látist af völdum sjúkdómsins COVID-19. 19. mars 2020 14:12 Hugsanlegt að þúsundir eldra fólks séu búnar að loka sig af vegna veirunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að mun fleiri séu í sóttkví hér á landi en opinberar tölur segja til um. 19. mars 2020 13:54 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Töluverð aukning hefur orðið í greiningu á kórónuveirusmitum hér á landi. Staðfest smit eru orðin 330 en þeim fjölgaði um 80 frá því í gær. Þetta eru fyrstu vísbendingar um að við séum á leið upp ákveðna „brekku“ í kúrvu faraldursins sem teiknuð hefur verið upp. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Sjö eru nú inniliggjandi á Landspítalnum með kórónuveiruna, þar af einn á gjörgæslu. Sá er þó ekki í öndunarvél. Þá eru 3700 í sóttkví á landinu. Jákvæð sýni sem greindust á veirufræðideild Landspítalans nú voru 73 talsins og hlutfallið því um 15 prósent, en hefur hingað til verið um 10 prósent. Þannig hefur orðið verulegt stökk í staðfestum smitum á veirufræðideildinni, sem er merki um að veiran sé að ná sér aðeins á flug, að sögn Þórólfs. Sjá einnig: Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19 Hlutfall jákvæðra sýna hjá Íslenskri erfðagreiningu síðasta sólarhring var um 0,8 prósent en hefur verið um 0,7 prósent svo breytingin þar er ekki mikil. Þórólfur sagði þessa aukningu ekki koma á óvart. Búist væri við enn frekari aukningu á næstunni. Það sé hluti af eðlilegum ferli svona faraldurs – hann fari upp á við en passa þurfi upp á að hann fari ekki of hátt. Þá sé hægt að grípa til aðgerða til að bregðast við þessari aukningu. Yfirvöld hafi ýmislegt upp í erminni í þeim efnum þegar fram líða stundir. Þá benti Þórólfur á að þegar hafi verið settar takmarkanir á samkomur og skólahald, og alltaf sé inn í myndinni hvort herða eigi á því eða slaka. Fátt fleira sé í stöðunni. Í „grunnprinsippinu“ snúist þetta um samgang fólks, nánd og hreinlæti. Þá sé það inni í myndinni að loka grunn- og leikskólum en það yrði gert í samráði við stjórnvöld.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20 Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19 Miklar líkur eru taldar á því að ástralski ferðamaðurinn sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík á mánudag hafi látist af völdum sjúkdómsins COVID-19. 19. mars 2020 14:12 Hugsanlegt að þúsundir eldra fólks séu búnar að loka sig af vegna veirunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að mun fleiri séu í sóttkví hér á landi en opinberar tölur segja til um. 19. mars 2020 13:54 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20
Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19 Miklar líkur eru taldar á því að ástralski ferðamaðurinn sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík á mánudag hafi látist af völdum sjúkdómsins COVID-19. 19. mars 2020 14:12
Hugsanlegt að þúsundir eldra fólks séu búnar að loka sig af vegna veirunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að mun fleiri séu í sóttkví hér á landi en opinberar tölur segja til um. 19. mars 2020 13:54