Hugsanlegt að þúsundir eldra fólks séu búnar að loka sig af vegna veirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2020 13:54 Talið er að þúsundir eldra fólks, og þá sérstaklega þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, séu búnar að loka sig af vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að mun fleiri séu í sóttkví hér á landi en opinberar tölur segja til um. Sú tala uppfærist hægar en talan yfir þá sem eru með staðfest smit, meðal annars vegna þess að skráningin á öllum þeim Íslendingum sem koma núna að utan og þurfa þá að far beint í sóttkví tekur töluvert langan tíma. Þá eru líka fjölmörg dæmi um að sérstaklega eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé í svokallaðri sjálfskipaðri sóttkví án þess að hafa fengið bein fyrirmæli um það frá yfirvöldum að fara í sóttkví. Fólk fer þá hvorki út úr húsi né hittir annað fólk til þess að forðast mögulegt smit. Eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdómar eru í sérstaklega mikilli hættu á að veikjast alvarlega fái þeir kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Víðir segist hugsa að dæmin um þetta telji í einhverjum þúsundum einstaklinga. Mikil hætta á að fólk einangrist „Við vitum náttúrulega ekki um þau öll en við erum bara alltaf að heyra af því að það er mjög mikið um þetta að eldra fólk, sem er með undirliggjandi sjúkdóma sérstaklega, það er bara búið að loka sig af. Við höfum einmitt verið að reyna að miðla til þeirra upplýsingum og að tengslanetið í kringum þau sé að hringja og nota Skype eða slíkt til að spjalla við þetta fólk því það er svo mikil hætta á að það einangrist,“ segir Víðir. Þá hefði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, sagt af því að það væri mjög margt fólk í þessari stöðu. Hún hefði miklar áhyggjur af því að þetta fólk myndi einangrast, ekki síst þeir sem væru ekki með sterkt tengslanet. „Við höfum verið að reyna að vekja athygli á því að kanna með frænkuna eða frændann sem er kannski ekki mikið samband við, bara að hringja og ganga svolítið á eftir því að bjóða fram aðstoðina þótt það sé ekki meira en að fara í búð og skilja pokann eftir við hurðina,“ segir Víðir og bætir við að þetta sé kynslóð sem sé hörð af sér. „Og hættan er að menn vilji ekki vera að trufla aðra og ekki vera að valda álagi og þar af leiðandi er svo mikil hætta á að menn séu ekki með allt sem þeir þurfa, vanti góðan mat og annað,“ segir hann. Fólk setji sig ekki í óþarfa hættu Þá kveðst Víðir aðspurður heyrt dæmi um fólk sem þarf sjálft ekki að fara í sóttkví en ákveður að fara í sóttkví með aðstandanda eða aðstandendum sem hafa verið útsettir fyrir smiti. Ýmsar ástæður geti verið fyrir því, til dæmis það að einstaklingurinn sem ekki þarf að fara í sóttkví líkt og aðrir í fjölskyldunni treysti sér ekki einfaldlega ekki til þess að vera einn. „Við erum alveg að heyra af svoleiðis aðstæðum, að fólki finnist öruggara að vera með sinni fjölskyldu í sóttkví þótt það sé ekki ástæða til þess. Þá er það bara að leita að jákvæðu öryggi. Við höfum heyrt nokkur svona dæmi,“ segir Víðir. Þessu verði að sýna skilning þótt yfirvöld mæli ekki með þessu og alls ekki fyrir fólk í áhættuhópum. „Við erum ekkert að mæla með þessu en við skiljum það alveg ef fólk er í þannig aðstöðu að það treysti sér ekki til að vera eitt einhvers staðar og vill frekar vera með sinni fjölskyldu. En við höfum líka þá bent á það að þá verður fólk aðeins að meta hvort það sé í áhættuhópi eða eitthvað slíkt þannig að það sé ekki að setja sig í óþarfa hættu,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að mun fleiri séu í sóttkví hér á landi en opinberar tölur segja til um. Sú tala uppfærist hægar en talan yfir þá sem eru með staðfest smit, meðal annars vegna þess að skráningin á öllum þeim Íslendingum sem koma núna að utan og þurfa þá að far beint í sóttkví tekur töluvert langan tíma. Þá eru líka fjölmörg dæmi um að sérstaklega eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé í svokallaðri sjálfskipaðri sóttkví án þess að hafa fengið bein fyrirmæli um það frá yfirvöldum að fara í sóttkví. Fólk fer þá hvorki út úr húsi né hittir annað fólk til þess að forðast mögulegt smit. Eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdómar eru í sérstaklega mikilli hættu á að veikjast alvarlega fái þeir kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Víðir segist hugsa að dæmin um þetta telji í einhverjum þúsundum einstaklinga. Mikil hætta á að fólk einangrist „Við vitum náttúrulega ekki um þau öll en við erum bara alltaf að heyra af því að það er mjög mikið um þetta að eldra fólk, sem er með undirliggjandi sjúkdóma sérstaklega, það er bara búið að loka sig af. Við höfum einmitt verið að reyna að miðla til þeirra upplýsingum og að tengslanetið í kringum þau sé að hringja og nota Skype eða slíkt til að spjalla við þetta fólk því það er svo mikil hætta á að það einangrist,“ segir Víðir. Þá hefði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, sagt af því að það væri mjög margt fólk í þessari stöðu. Hún hefði miklar áhyggjur af því að þetta fólk myndi einangrast, ekki síst þeir sem væru ekki með sterkt tengslanet. „Við höfum verið að reyna að vekja athygli á því að kanna með frænkuna eða frændann sem er kannski ekki mikið samband við, bara að hringja og ganga svolítið á eftir því að bjóða fram aðstoðina þótt það sé ekki meira en að fara í búð og skilja pokann eftir við hurðina,“ segir Víðir og bætir við að þetta sé kynslóð sem sé hörð af sér. „Og hættan er að menn vilji ekki vera að trufla aðra og ekki vera að valda álagi og þar af leiðandi er svo mikil hætta á að menn séu ekki með allt sem þeir þurfa, vanti góðan mat og annað,“ segir hann. Fólk setji sig ekki í óþarfa hættu Þá kveðst Víðir aðspurður heyrt dæmi um fólk sem þarf sjálft ekki að fara í sóttkví en ákveður að fara í sóttkví með aðstandanda eða aðstandendum sem hafa verið útsettir fyrir smiti. Ýmsar ástæður geti verið fyrir því, til dæmis það að einstaklingurinn sem ekki þarf að fara í sóttkví líkt og aðrir í fjölskyldunni treysti sér ekki einfaldlega ekki til þess að vera einn. „Við erum alveg að heyra af svoleiðis aðstæðum, að fólki finnist öruggara að vera með sinni fjölskyldu í sóttkví þótt það sé ekki ástæða til þess. Þá er það bara að leita að jákvæðu öryggi. Við höfum heyrt nokkur svona dæmi,“ segir Víðir. Þessu verði að sýna skilning þótt yfirvöld mæli ekki með þessu og alls ekki fyrir fólk í áhættuhópum. „Við erum ekkert að mæla með þessu en við skiljum það alveg ef fólk er í þannig aðstöðu að það treysti sér ekki til að vera eitt einhvers staðar og vill frekar vera með sinni fjölskyldu. En við höfum líka þá bent á það að þá verður fólk aðeins að meta hvort það sé í áhættuhópi eða eitthvað slíkt þannig að það sé ekki að setja sig í óþarfa hættu,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira